Verða líklega að störfum fram á nótt Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. apríl 2018 11:54 Flytja þurfti slökkviliðsmann til aðhlynningar fyrr í morgun. Aðstæður á vettvangi eru gríðarlega erfiðar. Vísir/Rakel Ósk Sigurðardóttir Erfiðlega gengur að ná yfirlögum eldsins í Miðhrauni 4 og er enn að bætast við þann mikla fjölda slökkviliðsmanna sem eru á vettvangi. „Það gengur bara hægt,“ segir Rúnar Helgason varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hann segir stöðuna óbreytta en mikill fjöldi slökkviliðsmanna er á staðnum að störfum og eru aðstæður gríðarlega erfiðar. „Við erum ekki komnir með tök á eldinum í raun og veru.“ Eldurinn kviknaði á níunda tímanum í atvinnuhúsnæði þar sem Icewear og Geymslur eru til húsa. Hægt gengur að slökkva eldinn er talið að þakið gæti hrunið. „Við verðum þarna í allan dag og fram á kvöld og fram á nótt líklegast,“ segir Rúnar.Vísir/RakelNokkrir slökkviliðsmenn hafa hlotið minniháttar meiðsl við störf á vettvangi í dag og á tólfta tímanum féll einn slökkviliðsmaður á milli hæða en slapp þó ómeiddur. Flytja þurfti einn slökkviliðsmann á sjúkrahús með minniháttar meiðsl. „Strax í byrjun var einn fluttur til aðhlynningar,“ útskýrir Rúnar. Ekki er vitað til þess að neinn hafi fengið reykeitrun en líkt og kom fram í tilkynningu frá lögreglu fyrr í dag er reykurinn eitraður og var fólk hvatt til að loka gluggum og hækka hita á ofnum. Rýma þurfti byggingar í nágrenni brunans. Enginn af þeim sem voru í byggingunni þegar eldurinn kom upp þurfti aðhlynningu en ljóst er að mikið fjárhagslegt tjón verður vegna brunans. Fasteignafélagið Reginn, eigandi húsnæðisins sem nú brennur í Miðhrauni „telur allar líkur á að húsið sé nánast ónýtt,“ að því er fram kom í tilkynningu frá þeim fyrr í dag. Fulltrúar Vísis eru á vettvangi og fylgjast með baráttu slökkviliðsins við eldinn í beinni textalýsingu og beinni útsendingu sem sjá má hér Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 „Það er hrikalega mikill eldsmatur hérna“ "Staðan er ekkert sérstaklega góð,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri um brunann í Miðhrauni. 5. apríl 2018 10:13 Drónamyndband af brunanum í Miðhrauni Allt tiltækt lið slökkiliðs er á staðnum að reyna að yfirbuga eldinn. 5. apríl 2018 09:55 Eitraðan reyk leggur yfir íbúabyggð í Hafnarfirði og á Álftanesi Verið er að rýma hús í nágrenni brunans í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:08 Framkvæmdastjóri Marel: „Það komust allir út“ Marel leigir skrifstofuhúsnæði af Geymslum fyrir 50 starfsmenn sína af 650 í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:53 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Erfiðlega gengur að ná yfirlögum eldsins í Miðhrauni 4 og er enn að bætast við þann mikla fjölda slökkviliðsmanna sem eru á vettvangi. „Það gengur bara hægt,“ segir Rúnar Helgason varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hann segir stöðuna óbreytta en mikill fjöldi slökkviliðsmanna er á staðnum að störfum og eru aðstæður gríðarlega erfiðar. „Við erum ekki komnir með tök á eldinum í raun og veru.“ Eldurinn kviknaði á níunda tímanum í atvinnuhúsnæði þar sem Icewear og Geymslur eru til húsa. Hægt gengur að slökkva eldinn er talið að þakið gæti hrunið. „Við verðum þarna í allan dag og fram á kvöld og fram á nótt líklegast,“ segir Rúnar.Vísir/RakelNokkrir slökkviliðsmenn hafa hlotið minniháttar meiðsl við störf á vettvangi í dag og á tólfta tímanum féll einn slökkviliðsmaður á milli hæða en slapp þó ómeiddur. Flytja þurfti einn slökkviliðsmann á sjúkrahús með minniháttar meiðsl. „Strax í byrjun var einn fluttur til aðhlynningar,“ útskýrir Rúnar. Ekki er vitað til þess að neinn hafi fengið reykeitrun en líkt og kom fram í tilkynningu frá lögreglu fyrr í dag er reykurinn eitraður og var fólk hvatt til að loka gluggum og hækka hita á ofnum. Rýma þurfti byggingar í nágrenni brunans. Enginn af þeim sem voru í byggingunni þegar eldurinn kom upp þurfti aðhlynningu en ljóst er að mikið fjárhagslegt tjón verður vegna brunans. Fasteignafélagið Reginn, eigandi húsnæðisins sem nú brennur í Miðhrauni „telur allar líkur á að húsið sé nánast ónýtt,“ að því er fram kom í tilkynningu frá þeim fyrr í dag. Fulltrúar Vísis eru á vettvangi og fylgjast með baráttu slökkviliðsins við eldinn í beinni textalýsingu og beinni útsendingu sem sjá má hér
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 „Það er hrikalega mikill eldsmatur hérna“ "Staðan er ekkert sérstaklega góð,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri um brunann í Miðhrauni. 5. apríl 2018 10:13 Drónamyndband af brunanum í Miðhrauni Allt tiltækt lið slökkiliðs er á staðnum að reyna að yfirbuga eldinn. 5. apríl 2018 09:55 Eitraðan reyk leggur yfir íbúabyggð í Hafnarfirði og á Álftanesi Verið er að rýma hús í nágrenni brunans í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:08 Framkvæmdastjóri Marel: „Það komust allir út“ Marel leigir skrifstofuhúsnæði af Geymslum fyrir 50 starfsmenn sína af 650 í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:53 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28
„Það er hrikalega mikill eldsmatur hérna“ "Staðan er ekkert sérstaklega góð,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri um brunann í Miðhrauni. 5. apríl 2018 10:13
Drónamyndband af brunanum í Miðhrauni Allt tiltækt lið slökkiliðs er á staðnum að reyna að yfirbuga eldinn. 5. apríl 2018 09:55
Eitraðan reyk leggur yfir íbúabyggð í Hafnarfirði og á Álftanesi Verið er að rýma hús í nágrenni brunans í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:08
Framkvæmdastjóri Marel: „Það komust allir út“ Marel leigir skrifstofuhúsnæði af Geymslum fyrir 50 starfsmenn sína af 650 í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:53