Sjúkratryggingar Íslands – Hvítbók Steingrímur Ari Arason skrifar 5. apríl 2018 07:00 Í lok febrúar gaf Ríkisendurskoðun út skýrslu sem bar heitið „Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu“. Flestir hafa fagnað útkomu skýrslunnar þó að sumir séu ósammála ábendingunum sem þar er að finna.Ábendingar Ríkisendurskoðunar Ríkisendurskoðun beinir því til velferðarráðuneytisins að marka þurfi heildstæða stefnu sem Sjúkratryggingar Íslands geti byggt á við samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu. Einnig að styðja þurfi við stofnunina sem faglegan samningsaðila kaupanda þjónustunnar. Ábendingarnar til SÍ eru að styrkja þurfi innviði stofnunarinnar til að greina þarfir landsmanna fyrir heilbrigðisþjónustu, auka gæðakröfur í samningum og markviss kaup á heilbrigðisþjónustu. Síðast en ekki síst telur Ríkisendurskoðun brýnt að SÍ þrói áfram gerðan samning um þjónustu Landspítalans. Vegvísir Skýrslan er „hvítbók“ í þeim skilningi að þar er að finna fínar ábendingar byggðar á ítarlegri yfirferð fyrir áframhaldandi umbótastarf. Í skýrslunni er horft til þess sem betur má fara og alls þess sem er ógert. Hún er vegvísir inn í framtíðina. Þrátt fyrir þann árangur sem náðst hefur við erfiðar aðstæður eftir efnahagshrunið eru stór og aðkallandi verkefni fram undan. Forsenda góðrar þjónustu og árangurs í rekstri er að þjónustan sé vel skilgreind út frá hagsmunum hinna sjúkratryggðu og þar með tryggt að á grundvelli gagnreyndrar læknisfræði hafi þeir greiðan aðgang að samfelldri og áreiðanlegri heilbrigðisþjónustu. Óháð rekstrarformi og óháð því hvort verið er að ræða heilsugæslu, sjúkraþjálfun, þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna eða Landspítalans þarf fjármagn að fylgja sjúklingum og greiðslur ríkisins til veitenda heilbrigðisþjónustu að vera í samræmi við þörf og umfang þjónustunnar. Hvítt verður svart Þegar fram koma ábendingar og hvatning til stjórnvalda frá Ríkisendurskoðun að efla og styrkja Sjúkratryggingar Íslands sem kaupanda heilbrigðisþjónustu vekur undrun að fram skuli stíga menn sem segja að skýrslan sé svört og óþægileg. Jafnframt að alþingismaður sem starfað hefur innan heilbrigðiskerfisins skuli láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur með gífuryrðum og ómálefnalegum fullyrðingum. Hann málar heiminn ekki aðeins svart-hvítan heldur snýr öllu á hvolf – hvítt verður svart. Í tveimur blaðagreinum um SÍ og skýrslu Ríkisenduskoðunar er skotið í allar áttar af lítilli yfirvegun. Að „semja um heilbrigðisþjónustu“ er kallað að „véla með heilbrigðisþjónustu“ og það sagt mikið álitamál hvort sú stefnumörkun „að fé fylgi sjúklingi“ sé ekki „uppfull af misskilningi“ – byggð á því sjónarmiði að heilbrigðisþjónustan sé eins og hver önnur „hilluvara“. Og þegar geðshræringin nær hæstu hæðum eru Sjúkratryggingar Íslands kallaðar „spunaverk“ og „spilaborg“. Hvorki er fjallað um mikilvægi þess að hafa hagsmuni sjúkratryggðra að leiðarljósi né að þjónustan sé skilgreind með heildstæðum hætti út frá þörfum og vel skilgreindum réttindum sjúklinganna. Þess í stað óttast höfundurinn að með einföldum verkgreiðslum hlaupi heilbrigðisstarfsfólki „kapp í kinn“ með hættu á auknum kostnaði samfara auknum afköstum. Sjúklingurinn í forgrunni Aukin og bætt þjónusta sjálfstætt starfandi sérgreinalækna er gerð tortryggileg þar sem kostnaður vegna hennar hefur vaxið mikið á undanförnum árum, en í skýrslu Ríkisendurskoðunar má sjá að lækniskostnaður sjúkratrygginganna hefur vaxið úr 6,1 ma.kr. árið 2012 í 9,8 ma.kr. árið 2016. Í stað þess að horfa til hagsmuna og þarfa sjúklinganna er horft til annarra þjónustuveitenda og þá fyrst og fremst til kostnaðar við rekstur opinberra stofnana, sem á sama tíma eru sagðar hafa verið „sveltar“, „rúnar fé, fagfólki og framtíðarsýn“. Í stað þess að fagna því sem vel hefur tekist er þjónusta sérgreinalækna gerð tortryggileg. Í stað þess að styðja það að opinberu stofnanirnar verði leystar undan „föstu fjárlögunum“ og sjúklingarnir settir í öndvegi fær neikvæðnin að ráða för. Mikilvægt er að halda til haga því sem vel hefur reynst og innleiða það fyrirkomulag að „fé fylgi sjúklingi“ þegar kemur að þjónustu opinberu heilbrigðisstofnananna. Því má heldur ekki gleyma að hugmyndafræðin að baki nýjum lögum um opinber fjármál styður þessa umbreytingu. Fjárheimildir í fjárlögum eiga ekki og eru ekki lengur ákveðnar með tilliti til stofnana eða einstakra rekstraraðila. Þær eru ákveðnar með tilliti til viðfangsefna og stjórnvöldum þannig gert kleift að færa heimildir á milli rekstraraðila innan fjárlagaársins í samræmi við þörf og umfang veittrar þjónustu.Höfundur er forstjóri Sjúkratrygginga Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í lok febrúar gaf Ríkisendurskoðun út skýrslu sem bar heitið „Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu“. Flestir hafa fagnað útkomu skýrslunnar þó að sumir séu ósammála ábendingunum sem þar er að finna.Ábendingar Ríkisendurskoðunar Ríkisendurskoðun beinir því til velferðarráðuneytisins að marka þurfi heildstæða stefnu sem Sjúkratryggingar Íslands geti byggt á við samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu. Einnig að styðja þurfi við stofnunina sem faglegan samningsaðila kaupanda þjónustunnar. Ábendingarnar til SÍ eru að styrkja þurfi innviði stofnunarinnar til að greina þarfir landsmanna fyrir heilbrigðisþjónustu, auka gæðakröfur í samningum og markviss kaup á heilbrigðisþjónustu. Síðast en ekki síst telur Ríkisendurskoðun brýnt að SÍ þrói áfram gerðan samning um þjónustu Landspítalans. Vegvísir Skýrslan er „hvítbók“ í þeim skilningi að þar er að finna fínar ábendingar byggðar á ítarlegri yfirferð fyrir áframhaldandi umbótastarf. Í skýrslunni er horft til þess sem betur má fara og alls þess sem er ógert. Hún er vegvísir inn í framtíðina. Þrátt fyrir þann árangur sem náðst hefur við erfiðar aðstæður eftir efnahagshrunið eru stór og aðkallandi verkefni fram undan. Forsenda góðrar þjónustu og árangurs í rekstri er að þjónustan sé vel skilgreind út frá hagsmunum hinna sjúkratryggðu og þar með tryggt að á grundvelli gagnreyndrar læknisfræði hafi þeir greiðan aðgang að samfelldri og áreiðanlegri heilbrigðisþjónustu. Óháð rekstrarformi og óháð því hvort verið er að ræða heilsugæslu, sjúkraþjálfun, þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna eða Landspítalans þarf fjármagn að fylgja sjúklingum og greiðslur ríkisins til veitenda heilbrigðisþjónustu að vera í samræmi við þörf og umfang þjónustunnar. Hvítt verður svart Þegar fram koma ábendingar og hvatning til stjórnvalda frá Ríkisendurskoðun að efla og styrkja Sjúkratryggingar Íslands sem kaupanda heilbrigðisþjónustu vekur undrun að fram skuli stíga menn sem segja að skýrslan sé svört og óþægileg. Jafnframt að alþingismaður sem starfað hefur innan heilbrigðiskerfisins skuli láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur með gífuryrðum og ómálefnalegum fullyrðingum. Hann málar heiminn ekki aðeins svart-hvítan heldur snýr öllu á hvolf – hvítt verður svart. Í tveimur blaðagreinum um SÍ og skýrslu Ríkisenduskoðunar er skotið í allar áttar af lítilli yfirvegun. Að „semja um heilbrigðisþjónustu“ er kallað að „véla með heilbrigðisþjónustu“ og það sagt mikið álitamál hvort sú stefnumörkun „að fé fylgi sjúklingi“ sé ekki „uppfull af misskilningi“ – byggð á því sjónarmiði að heilbrigðisþjónustan sé eins og hver önnur „hilluvara“. Og þegar geðshræringin nær hæstu hæðum eru Sjúkratryggingar Íslands kallaðar „spunaverk“ og „spilaborg“. Hvorki er fjallað um mikilvægi þess að hafa hagsmuni sjúkratryggðra að leiðarljósi né að þjónustan sé skilgreind með heildstæðum hætti út frá þörfum og vel skilgreindum réttindum sjúklinganna. Þess í stað óttast höfundurinn að með einföldum verkgreiðslum hlaupi heilbrigðisstarfsfólki „kapp í kinn“ með hættu á auknum kostnaði samfara auknum afköstum. Sjúklingurinn í forgrunni Aukin og bætt þjónusta sjálfstætt starfandi sérgreinalækna er gerð tortryggileg þar sem kostnaður vegna hennar hefur vaxið mikið á undanförnum árum, en í skýrslu Ríkisendurskoðunar má sjá að lækniskostnaður sjúkratrygginganna hefur vaxið úr 6,1 ma.kr. árið 2012 í 9,8 ma.kr. árið 2016. Í stað þess að horfa til hagsmuna og þarfa sjúklinganna er horft til annarra þjónustuveitenda og þá fyrst og fremst til kostnaðar við rekstur opinberra stofnana, sem á sama tíma eru sagðar hafa verið „sveltar“, „rúnar fé, fagfólki og framtíðarsýn“. Í stað þess að fagna því sem vel hefur tekist er þjónusta sérgreinalækna gerð tortryggileg. Í stað þess að styðja það að opinberu stofnanirnar verði leystar undan „föstu fjárlögunum“ og sjúklingarnir settir í öndvegi fær neikvæðnin að ráða för. Mikilvægt er að halda til haga því sem vel hefur reynst og innleiða það fyrirkomulag að „fé fylgi sjúklingi“ þegar kemur að þjónustu opinberu heilbrigðisstofnananna. Því má heldur ekki gleyma að hugmyndafræðin að baki nýjum lögum um opinber fjármál styður þessa umbreytingu. Fjárheimildir í fjárlögum eiga ekki og eru ekki lengur ákveðnar með tilliti til stofnana eða einstakra rekstraraðila. Þær eru ákveðnar með tilliti til viðfangsefna og stjórnvöldum þannig gert kleift að færa heimildir á milli rekstraraðila innan fjárlagaársins í samræmi við þörf og umfang veittrar þjónustu.Höfundur er forstjóri Sjúkratrygginga Íslands
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun