Íslensk setning í danska Eurovision-laginu Benedikt Bóas skrifar 5. apríl 2018 08:00 Ekki þarf mikla kunnáttu í íslensku til að sjá að setningin "Taka stökk til hærri jörð“ er fjarri því að geta talist gullaldarmál. skjáskot Sigurlag Danmerkur í Eurovision í ár, Higher Ground, notast við íslenska setningu. Setningin Taka stökk til hærri jörð, heyrist á mjög bjagaðri íslensku í bakröddunum. Lagið er óður til víkinga og er söngvarinn, Jonas Rasmussen, víkingalegur í útliti. Lagið hefur fengið ágætis viðtökur þó það komist ekki nálægt ísraelska laginu sem flestir spá sigri.Flosi Jón Ófeigsson, formaður FÁSES, Félags áhugamanna um Söngkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, segir að þetta sé trúlega í fyrsta skipti sem íslenska heyrist í lagi frá annarri þjóð í keppninni.Flosi Jón Ófeigsson, formaður FÁSES, Félags áhugafólks um sönvakeppni evrópskra sjónvarpstöðva.Vísir/ernir„Mitt minni segir að svo sé. Við höfum verið að tala um þetta okkar á milli, að þetta er mjög merkilegt og verði alvöru víkingalag með þessari setningu,“ segir hann. Páll Óskar Hjálmtýsson, annar sérfræðingur um Eurovision tekur undir að íslenska hafi ekki áður heyrst. „Það er nánast öruggt að þetta er í fyrsta sinn sem íslenska heyrist í lagi frá öðru landi sem gerir lagið mjög áhugavert,“ segir Flosi. Hann segir að keppnin í ár sé að vanda fjölbreytileg og mjög sterk. „Það er mikið af góðum lögum. Svo á eftir að koma í ljós hvort söngvararnir geta sungið á sviði. Það skiptir máli.“Erfitt að velja topp 10 listann Flestir veðbankar spá Ísrael góðu gengi. Flosi tekur undir að lagið sé gott enda með góðan boðskap. „Þetta kemur í miðri MeeToo-byltingunni og þetta er skemmtilegt lag um alvarlegt málefni. Eins og er er lagið númer eitt hjá veðbönkunum en Ítalía var það nú líka í fyrra en raunin varð önnur þegar keppni lauk. Ísrael þarf að fara í gegnum undankeppnina ólíkt Ítalíu, sem fer alltaf beint í úrslitakeppnina, þannig það mun heyrast allavega tvisvar í beinni útsendingu. Ég efast ekki um að lagið fari áfram en við sjáum til.“ Ungverjar tefla fram þungarokkslaginu Viszlát Nyár en Flosi segir að það sé í harðari kantinum og eitthvað sem Finnar muni kjósa – nánast pottþétt – en 12 ár eru síðan Lordi vann með laginu Hard Rock Halleluja. Önnur atriði eru hefðbundnari en Flosi segir að keppnin í ár sé mjög sterk. „Ég hef sjaldan átt erfitt með að velja topp 10 lög. Það eru nokkur lög sem grípa mann strax og það ísraelska er eitt af þeim. Finnska lagið með Söru Aalto sömuleiðis og Austurríki er með flott lag. En það er líka talað mikið um óperulag Eista. Það er lag sem heyrist bara í Eurovision. En 98% af þeim sem kjósa eru að heyra lögin í fyrsta sinn svo það kemur í ljós hvað verður.“ Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Mest lesið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Menning Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira
Sigurlag Danmerkur í Eurovision í ár, Higher Ground, notast við íslenska setningu. Setningin Taka stökk til hærri jörð, heyrist á mjög bjagaðri íslensku í bakröddunum. Lagið er óður til víkinga og er söngvarinn, Jonas Rasmussen, víkingalegur í útliti. Lagið hefur fengið ágætis viðtökur þó það komist ekki nálægt ísraelska laginu sem flestir spá sigri.Flosi Jón Ófeigsson, formaður FÁSES, Félags áhugamanna um Söngkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, segir að þetta sé trúlega í fyrsta skipti sem íslenska heyrist í lagi frá annarri þjóð í keppninni.Flosi Jón Ófeigsson, formaður FÁSES, Félags áhugafólks um sönvakeppni evrópskra sjónvarpstöðva.Vísir/ernir„Mitt minni segir að svo sé. Við höfum verið að tala um þetta okkar á milli, að þetta er mjög merkilegt og verði alvöru víkingalag með þessari setningu,“ segir hann. Páll Óskar Hjálmtýsson, annar sérfræðingur um Eurovision tekur undir að íslenska hafi ekki áður heyrst. „Það er nánast öruggt að þetta er í fyrsta sinn sem íslenska heyrist í lagi frá öðru landi sem gerir lagið mjög áhugavert,“ segir Flosi. Hann segir að keppnin í ár sé að vanda fjölbreytileg og mjög sterk. „Það er mikið af góðum lögum. Svo á eftir að koma í ljós hvort söngvararnir geta sungið á sviði. Það skiptir máli.“Erfitt að velja topp 10 listann Flestir veðbankar spá Ísrael góðu gengi. Flosi tekur undir að lagið sé gott enda með góðan boðskap. „Þetta kemur í miðri MeeToo-byltingunni og þetta er skemmtilegt lag um alvarlegt málefni. Eins og er er lagið númer eitt hjá veðbönkunum en Ítalía var það nú líka í fyrra en raunin varð önnur þegar keppni lauk. Ísrael þarf að fara í gegnum undankeppnina ólíkt Ítalíu, sem fer alltaf beint í úrslitakeppnina, þannig það mun heyrast allavega tvisvar í beinni útsendingu. Ég efast ekki um að lagið fari áfram en við sjáum til.“ Ungverjar tefla fram þungarokkslaginu Viszlát Nyár en Flosi segir að það sé í harðari kantinum og eitthvað sem Finnar muni kjósa – nánast pottþétt – en 12 ár eru síðan Lordi vann með laginu Hard Rock Halleluja. Önnur atriði eru hefðbundnari en Flosi segir að keppnin í ár sé mjög sterk. „Ég hef sjaldan átt erfitt með að velja topp 10 lög. Það eru nokkur lög sem grípa mann strax og það ísraelska er eitt af þeim. Finnska lagið með Söru Aalto sömuleiðis og Austurríki er með flott lag. En það er líka talað mikið um óperulag Eista. Það er lag sem heyrist bara í Eurovision. En 98% af þeim sem kjósa eru að heyra lögin í fyrsta sinn svo það kemur í ljós hvað verður.“
Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Mest lesið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Menning Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira