Íslensk setning í danska Eurovision-laginu Benedikt Bóas skrifar 5. apríl 2018 08:00 Ekki þarf mikla kunnáttu í íslensku til að sjá að setningin "Taka stökk til hærri jörð“ er fjarri því að geta talist gullaldarmál. skjáskot Sigurlag Danmerkur í Eurovision í ár, Higher Ground, notast við íslenska setningu. Setningin Taka stökk til hærri jörð, heyrist á mjög bjagaðri íslensku í bakröddunum. Lagið er óður til víkinga og er söngvarinn, Jonas Rasmussen, víkingalegur í útliti. Lagið hefur fengið ágætis viðtökur þó það komist ekki nálægt ísraelska laginu sem flestir spá sigri.Flosi Jón Ófeigsson, formaður FÁSES, Félags áhugamanna um Söngkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, segir að þetta sé trúlega í fyrsta skipti sem íslenska heyrist í lagi frá annarri þjóð í keppninni.Flosi Jón Ófeigsson, formaður FÁSES, Félags áhugafólks um sönvakeppni evrópskra sjónvarpstöðva.Vísir/ernir„Mitt minni segir að svo sé. Við höfum verið að tala um þetta okkar á milli, að þetta er mjög merkilegt og verði alvöru víkingalag með þessari setningu,“ segir hann. Páll Óskar Hjálmtýsson, annar sérfræðingur um Eurovision tekur undir að íslenska hafi ekki áður heyrst. „Það er nánast öruggt að þetta er í fyrsta sinn sem íslenska heyrist í lagi frá öðru landi sem gerir lagið mjög áhugavert,“ segir Flosi. Hann segir að keppnin í ár sé að vanda fjölbreytileg og mjög sterk. „Það er mikið af góðum lögum. Svo á eftir að koma í ljós hvort söngvararnir geta sungið á sviði. Það skiptir máli.“Erfitt að velja topp 10 listann Flestir veðbankar spá Ísrael góðu gengi. Flosi tekur undir að lagið sé gott enda með góðan boðskap. „Þetta kemur í miðri MeeToo-byltingunni og þetta er skemmtilegt lag um alvarlegt málefni. Eins og er er lagið númer eitt hjá veðbönkunum en Ítalía var það nú líka í fyrra en raunin varð önnur þegar keppni lauk. Ísrael þarf að fara í gegnum undankeppnina ólíkt Ítalíu, sem fer alltaf beint í úrslitakeppnina, þannig það mun heyrast allavega tvisvar í beinni útsendingu. Ég efast ekki um að lagið fari áfram en við sjáum til.“ Ungverjar tefla fram þungarokkslaginu Viszlát Nyár en Flosi segir að það sé í harðari kantinum og eitthvað sem Finnar muni kjósa – nánast pottþétt – en 12 ár eru síðan Lordi vann með laginu Hard Rock Halleluja. Önnur atriði eru hefðbundnari en Flosi segir að keppnin í ár sé mjög sterk. „Ég hef sjaldan átt erfitt með að velja topp 10 lög. Það eru nokkur lög sem grípa mann strax og það ísraelska er eitt af þeim. Finnska lagið með Söru Aalto sömuleiðis og Austurríki er með flott lag. En það er líka talað mikið um óperulag Eista. Það er lag sem heyrist bara í Eurovision. En 98% af þeim sem kjósa eru að heyra lögin í fyrsta sinn svo það kemur í ljós hvað verður.“ Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Mest lesið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Lífið Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Lífið Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum Lífið Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Lífið Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Lífið Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Svona var stemningin á Nasa Eigum að sitja saman á kvöldin en ekki í sitthvoru horninu Geoff á Prikinu selur miðbæjarperlu Hlustendaverðlaunin 2025: Ekki annað hægt en að vera í stuði á trylltum tónleikum Góð hönnun getur bætt bæði andlega og líkamlega líðan Björk á forsíðu National Geographic Þróar app sem tengir fólk saman í raunveruleikanum Hlustendaverðlaunin 2025: Tónlistaratriðin sem slógu í gegn Sjá meira
Sigurlag Danmerkur í Eurovision í ár, Higher Ground, notast við íslenska setningu. Setningin Taka stökk til hærri jörð, heyrist á mjög bjagaðri íslensku í bakröddunum. Lagið er óður til víkinga og er söngvarinn, Jonas Rasmussen, víkingalegur í útliti. Lagið hefur fengið ágætis viðtökur þó það komist ekki nálægt ísraelska laginu sem flestir spá sigri.Flosi Jón Ófeigsson, formaður FÁSES, Félags áhugamanna um Söngkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, segir að þetta sé trúlega í fyrsta skipti sem íslenska heyrist í lagi frá annarri þjóð í keppninni.Flosi Jón Ófeigsson, formaður FÁSES, Félags áhugafólks um sönvakeppni evrópskra sjónvarpstöðva.Vísir/ernir„Mitt minni segir að svo sé. Við höfum verið að tala um þetta okkar á milli, að þetta er mjög merkilegt og verði alvöru víkingalag með þessari setningu,“ segir hann. Páll Óskar Hjálmtýsson, annar sérfræðingur um Eurovision tekur undir að íslenska hafi ekki áður heyrst. „Það er nánast öruggt að þetta er í fyrsta sinn sem íslenska heyrist í lagi frá öðru landi sem gerir lagið mjög áhugavert,“ segir Flosi. Hann segir að keppnin í ár sé að vanda fjölbreytileg og mjög sterk. „Það er mikið af góðum lögum. Svo á eftir að koma í ljós hvort söngvararnir geta sungið á sviði. Það skiptir máli.“Erfitt að velja topp 10 listann Flestir veðbankar spá Ísrael góðu gengi. Flosi tekur undir að lagið sé gott enda með góðan boðskap. „Þetta kemur í miðri MeeToo-byltingunni og þetta er skemmtilegt lag um alvarlegt málefni. Eins og er er lagið númer eitt hjá veðbönkunum en Ítalía var það nú líka í fyrra en raunin varð önnur þegar keppni lauk. Ísrael þarf að fara í gegnum undankeppnina ólíkt Ítalíu, sem fer alltaf beint í úrslitakeppnina, þannig það mun heyrast allavega tvisvar í beinni útsendingu. Ég efast ekki um að lagið fari áfram en við sjáum til.“ Ungverjar tefla fram þungarokkslaginu Viszlát Nyár en Flosi segir að það sé í harðari kantinum og eitthvað sem Finnar muni kjósa – nánast pottþétt – en 12 ár eru síðan Lordi vann með laginu Hard Rock Halleluja. Önnur atriði eru hefðbundnari en Flosi segir að keppnin í ár sé mjög sterk. „Ég hef sjaldan átt erfitt með að velja topp 10 lög. Það eru nokkur lög sem grípa mann strax og það ísraelska er eitt af þeim. Finnska lagið með Söru Aalto sömuleiðis og Austurríki er með flott lag. En það er líka talað mikið um óperulag Eista. Það er lag sem heyrist bara í Eurovision. En 98% af þeim sem kjósa eru að heyra lögin í fyrsta sinn svo það kemur í ljós hvað verður.“
Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Mest lesið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Lífið Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Lífið Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum Lífið Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Lífið Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Lífið Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Svona var stemningin á Nasa Eigum að sitja saman á kvöldin en ekki í sitthvoru horninu Geoff á Prikinu selur miðbæjarperlu Hlustendaverðlaunin 2025: Ekki annað hægt en að vera í stuði á trylltum tónleikum Góð hönnun getur bætt bæði andlega og líkamlega líðan Björk á forsíðu National Geographic Þróar app sem tengir fólk saman í raunveruleikanum Hlustendaverðlaunin 2025: Tónlistaratriðin sem slógu í gegn Sjá meira