Vill umbreyta vestrænum valdakörlum með litum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2018 17:40 Bergþór Morthens hefur hreyft við norðlenskum listunnendum með nýrri myndlistarsýningu, Rof. Bergþór Morthens „Þetta eru allt vestrænir pólitíkusar í íhaldssamari kantinum. Ég hef fengist við pólitík í verkunum mínum frá hruni,“ segir Bergþór Morthens, myndlistarmaður sem á dögunum opnaði sýninguna Rof í Ketilhúsinu á Akureyri. Sýningin hefur vakið sterk viðbrögð á meðal listunnenda fyrir norðan. Skyldi engan undra því hún er nefnilega langt frá því að vera hefðbundin, bæði hvað efni og form varðar. Bergþór sækir innblástur sinn í heimsmynd íhaldssamra, valdakarla í hinum vestræna heimshluta. Hér er um að ræða portrett af stjórnmálamönnum á borð við Vladimir Pútín, Donald J. Trump og Davíð Oddsson. Þetta eru menn sem taka skóflustungur, undirrita samninga, heilsa með þéttu handabandi; deila og drottna. Það er varla hægt að segja að Bergþór notist við eiginlegan striga, í það minnsta ekki í hefðbundnum skilningi orðsins. Listaverkin í sýningunni ROF eru máluð á gegnsæja plastfilmu og silkiþrykksdúk. Yfir raunsæislegar portrett myndir af hinum ýmsu stjórnmálamönnum málar Bergþór með sterkum litum.Myndirðu segja að þú værir pólitískur listamaður eða kannski bara listamaður sem bregst við samtíma sínum„Mín leið í gegnum málverkið er að kljást við samtímann og það sem er í gangi hverju sinni í pólitíkinni. Ég fer í meistaranám í myndlist úti í Gautaborg, í Valand háskólann árið 2013 og er þar enn að fást við þessar pólitísku spurningar og spruttu upp eftir hrun. Ég átti í mjög áhugaverðu samtali við prófessorinn minn sem sagði að ég væri fínn málari og með áhugavert viðfangsefni en bætti við að ég væri greinilega haldinn krómófóbíu, sem er hræðsla við liti. Á þessum tíma er ég að mála málverk í klassískum stíl. Ég notaðist mikið við Rembrant-tóna, dökka og drungalega og forðaðist liti gjörsamlega.“Það er þá af sem áður var?„Já heldur betur, litanotkunin tengist einmitt konseptinu í heild. Allt að því neonlitir taka yfir verkin. Ég myndi ekki orða það svo að þeir eyðileggi málverkin en þeir vissulega umbreyta þeim og opna fyrir aðra möguleika hjá þessum mönnum sem ég er að mála.“Þetta er sería með sterkum rauðum þræði. Hvað ertu að reyna að segja með sýningunni? „Í raun og veru komum við aftur að þessari krómófóbíu sem ég talaði um áðan og vinn með í verkunum. Þessir karlar að mörgu leyti - í gegnum mína túlkun – koma í veg fyrir breytingar. David Batchelor, listheimspekingur, skrifaði um það hvernig litun hefur í vestrænni heimspeki og listum verið úthýst og álitin barnaleg, kvenleg; merki um samkynhneigð eða eitthvað erlent sem beri að forðast. Ég tek þessa karla fyrir og mála portrettin af þeim eins raunverulega og ég get og síðan, í þessari seinni umferð, umbreytast þeir með þessum sterku litum. Litirnir eru breytingaraflið“Segðu okkur aðeins frá þessum óhefðbundna striga.„Ég reyndi að teygja það hversu langt ég gæti farið með málverkið og hversu langt ég gæti ögrað mér með það. Þetta er málað á plast og silkiþrykksdúk svona til að ýta undir stemninguna sem ég er að skapa. Bæði er ég að hylja stjórnmálamennina með litum en síðan vil ég líka að það sé hægt að sjá í gegnum þá. Það eru þessir tveir andstæðu pólar sem spila saman.“Það er augljóst að Bergþór hefur náð að yfirstíga hræðslu sína við liti.Bergþór MorthensAf hverju nákvæmlega þessir karlar? Við sjáum til dæmis bandaríska þingmanninn Antony Weiner bregða fyrir„Ef ég man rétt þá þurfti hann að segja af sér fyrir að hafa sent konu typpamyndir af sér en þetta var verk sem ég byrjaði á úti í Gautaborg en kláraði aldrei. Það átti að fara á útskriftarsýninguna mína þar en passaði ekki inní þá seríu þannig að ég hélt áfram að vinna með hana í langan tíma. Hann er búinn að umbreytast svakalega í ferlinu en upphaflega var þetta Antony Weiner - og er ennþá - en hann er orðinn gegnsær, rifinn, tættur og ég veit ekki hvað og hvað.“Sýningin heitir Rof, hvers vegna valdirðu þá nafngift?„Þetta vísar í athöfnina sjálfa, rof í myndfletinum og í ferlinu. Þetta vísar líka í eitthvað stærra rof út á við; rof á samfélagssáttmála, rof sem verður í samfélaginu sem ég er að fást við í verkunum.“Ertu að reyna að skilja þessa menn betur með því að mála þá og gera þá að viðfangsefni listarinnar?„Ég tel að sýningin sé að mörgu leyti jákvæð. Ég er vissulega að taka fyrir menn sem ég er algjörlega ósammála. Ég vel þá út frá þeirra pólitísku afstöðu og sýn á lífið en ég reyni að umbreyta þeim í verkunum til að opna þá fyrir öðrum möguleikum; fyrir litunum. Ein af pælingunum sem leiddu mig í þessa átt er hugmyndin um málverkið sem mótmæli; þetta að sletta skyri á stjórnmálamennina, eins og Helgi Hóseasson í gamla daga. Þetta er líka leið fyrir mig sem myndlistarmann til að mótmæla.“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í nýju ljósi.Bergþór MorthensNú eru, Pútín, Trump og Erdogan með tögl og hagldir í hinum vestræna heimshluta. Hvernig horfir það við þér svona þegar þú lítur yfir alþjóðasviðið?„Þetta er í raun og veru það sem manni finnst svo ógnvænlegt, hvernig þróunin er. Öfgarnar verða bara meiri og meiri og þolmörkunum er alltaf ýtt lengra og lengra. Það sem viðgekkst ekki fyrir örfáum árum þykir sjálfsagt í dag.“Sérðu fyrir þér að halda áfram með þetta mótíf?„Já, ég býst við því. Ég er búinn að verja nokkrum árum í þessar pælingar og vinna mig í gegnum þetta sjálfur og þetta er ennþá í vinnslu hjá mér.“Efnahagshrunið 2008 hefur verið innblástur fyrir margháttaða listsköpun. Það er jafnvel hægt að tala um tegund bókmennta í þessum efnum, hrunbókmenntir. Eru verkin þín arfur frá hruninu og væri þá hægt að tala um hrunmyndlist í því samhengi?„Já, þetta er vissulega hrunmyndlist að mörgu leyti. Hrunið ýtti við mér og ýtti mér í ákveðnar áttir og út í eitthvað sem ég hafði ekki verið að fást við áður þannig að vissulega má líta á það sem einhvers konar skapandi afl í því ferli.“ Á Íslandi búum við við smæð og nálægð. Er ekki gott að búa í útlöndum til að öðlast ákveðið sjónarhorn og fjarlægð sem er þá ákjósanlegt fyrir ádeiluverk eins og þín?„Já, það er gott að geta verið í burtu og komast út úr hringiðunni, ég held þú sért alveg “spot on” með það. Maður fylgist með á annan hátt þegar maður hefur fjarlægðina. Það er ekkert rétt eða rangt í því en maður sér þetta á annan hátt.“ Eftir vel heppnaða opnun myndlistarsýningarinnar Rof, heldur Bergþór ásamt fjölskyldu sinni aftur til Gautaborgar í Svíþjóð, þar sem hann býr og er með vinnustofu. Sýningin Rof stendur til 15. apríl.Anthony Weiner, bandaríski stjórnmálamaðurinn, sem varð uppvís að því að senda typpamyndir af sér til 21 árs konu.Bergþór Morthens Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Lífið Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Lífið Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur Menning Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Þetta eru allt vestrænir pólitíkusar í íhaldssamari kantinum. Ég hef fengist við pólitík í verkunum mínum frá hruni,“ segir Bergþór Morthens, myndlistarmaður sem á dögunum opnaði sýninguna Rof í Ketilhúsinu á Akureyri. Sýningin hefur vakið sterk viðbrögð á meðal listunnenda fyrir norðan. Skyldi engan undra því hún er nefnilega langt frá því að vera hefðbundin, bæði hvað efni og form varðar. Bergþór sækir innblástur sinn í heimsmynd íhaldssamra, valdakarla í hinum vestræna heimshluta. Hér er um að ræða portrett af stjórnmálamönnum á borð við Vladimir Pútín, Donald J. Trump og Davíð Oddsson. Þetta eru menn sem taka skóflustungur, undirrita samninga, heilsa með þéttu handabandi; deila og drottna. Það er varla hægt að segja að Bergþór notist við eiginlegan striga, í það minnsta ekki í hefðbundnum skilningi orðsins. Listaverkin í sýningunni ROF eru máluð á gegnsæja plastfilmu og silkiþrykksdúk. Yfir raunsæislegar portrett myndir af hinum ýmsu stjórnmálamönnum málar Bergþór með sterkum litum.Myndirðu segja að þú værir pólitískur listamaður eða kannski bara listamaður sem bregst við samtíma sínum„Mín leið í gegnum málverkið er að kljást við samtímann og það sem er í gangi hverju sinni í pólitíkinni. Ég fer í meistaranám í myndlist úti í Gautaborg, í Valand háskólann árið 2013 og er þar enn að fást við þessar pólitísku spurningar og spruttu upp eftir hrun. Ég átti í mjög áhugaverðu samtali við prófessorinn minn sem sagði að ég væri fínn málari og með áhugavert viðfangsefni en bætti við að ég væri greinilega haldinn krómófóbíu, sem er hræðsla við liti. Á þessum tíma er ég að mála málverk í klassískum stíl. Ég notaðist mikið við Rembrant-tóna, dökka og drungalega og forðaðist liti gjörsamlega.“Það er þá af sem áður var?„Já heldur betur, litanotkunin tengist einmitt konseptinu í heild. Allt að því neonlitir taka yfir verkin. Ég myndi ekki orða það svo að þeir eyðileggi málverkin en þeir vissulega umbreyta þeim og opna fyrir aðra möguleika hjá þessum mönnum sem ég er að mála.“Þetta er sería með sterkum rauðum þræði. Hvað ertu að reyna að segja með sýningunni? „Í raun og veru komum við aftur að þessari krómófóbíu sem ég talaði um áðan og vinn með í verkunum. Þessir karlar að mörgu leyti - í gegnum mína túlkun – koma í veg fyrir breytingar. David Batchelor, listheimspekingur, skrifaði um það hvernig litun hefur í vestrænni heimspeki og listum verið úthýst og álitin barnaleg, kvenleg; merki um samkynhneigð eða eitthvað erlent sem beri að forðast. Ég tek þessa karla fyrir og mála portrettin af þeim eins raunverulega og ég get og síðan, í þessari seinni umferð, umbreytast þeir með þessum sterku litum. Litirnir eru breytingaraflið“Segðu okkur aðeins frá þessum óhefðbundna striga.„Ég reyndi að teygja það hversu langt ég gæti farið með málverkið og hversu langt ég gæti ögrað mér með það. Þetta er málað á plast og silkiþrykksdúk svona til að ýta undir stemninguna sem ég er að skapa. Bæði er ég að hylja stjórnmálamennina með litum en síðan vil ég líka að það sé hægt að sjá í gegnum þá. Það eru þessir tveir andstæðu pólar sem spila saman.“Það er augljóst að Bergþór hefur náð að yfirstíga hræðslu sína við liti.Bergþór MorthensAf hverju nákvæmlega þessir karlar? Við sjáum til dæmis bandaríska þingmanninn Antony Weiner bregða fyrir„Ef ég man rétt þá þurfti hann að segja af sér fyrir að hafa sent konu typpamyndir af sér en þetta var verk sem ég byrjaði á úti í Gautaborg en kláraði aldrei. Það átti að fara á útskriftarsýninguna mína þar en passaði ekki inní þá seríu þannig að ég hélt áfram að vinna með hana í langan tíma. Hann er búinn að umbreytast svakalega í ferlinu en upphaflega var þetta Antony Weiner - og er ennþá - en hann er orðinn gegnsær, rifinn, tættur og ég veit ekki hvað og hvað.“Sýningin heitir Rof, hvers vegna valdirðu þá nafngift?„Þetta vísar í athöfnina sjálfa, rof í myndfletinum og í ferlinu. Þetta vísar líka í eitthvað stærra rof út á við; rof á samfélagssáttmála, rof sem verður í samfélaginu sem ég er að fást við í verkunum.“Ertu að reyna að skilja þessa menn betur með því að mála þá og gera þá að viðfangsefni listarinnar?„Ég tel að sýningin sé að mörgu leyti jákvæð. Ég er vissulega að taka fyrir menn sem ég er algjörlega ósammála. Ég vel þá út frá þeirra pólitísku afstöðu og sýn á lífið en ég reyni að umbreyta þeim í verkunum til að opna þá fyrir öðrum möguleikum; fyrir litunum. Ein af pælingunum sem leiddu mig í þessa átt er hugmyndin um málverkið sem mótmæli; þetta að sletta skyri á stjórnmálamennina, eins og Helgi Hóseasson í gamla daga. Þetta er líka leið fyrir mig sem myndlistarmann til að mótmæla.“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í nýju ljósi.Bergþór MorthensNú eru, Pútín, Trump og Erdogan með tögl og hagldir í hinum vestræna heimshluta. Hvernig horfir það við þér svona þegar þú lítur yfir alþjóðasviðið?„Þetta er í raun og veru það sem manni finnst svo ógnvænlegt, hvernig þróunin er. Öfgarnar verða bara meiri og meiri og þolmörkunum er alltaf ýtt lengra og lengra. Það sem viðgekkst ekki fyrir örfáum árum þykir sjálfsagt í dag.“Sérðu fyrir þér að halda áfram með þetta mótíf?„Já, ég býst við því. Ég er búinn að verja nokkrum árum í þessar pælingar og vinna mig í gegnum þetta sjálfur og þetta er ennþá í vinnslu hjá mér.“Efnahagshrunið 2008 hefur verið innblástur fyrir margháttaða listsköpun. Það er jafnvel hægt að tala um tegund bókmennta í þessum efnum, hrunbókmenntir. Eru verkin þín arfur frá hruninu og væri þá hægt að tala um hrunmyndlist í því samhengi?„Já, þetta er vissulega hrunmyndlist að mörgu leyti. Hrunið ýtti við mér og ýtti mér í ákveðnar áttir og út í eitthvað sem ég hafði ekki verið að fást við áður þannig að vissulega má líta á það sem einhvers konar skapandi afl í því ferli.“ Á Íslandi búum við við smæð og nálægð. Er ekki gott að búa í útlöndum til að öðlast ákveðið sjónarhorn og fjarlægð sem er þá ákjósanlegt fyrir ádeiluverk eins og þín?„Já, það er gott að geta verið í burtu og komast út úr hringiðunni, ég held þú sért alveg “spot on” með það. Maður fylgist með á annan hátt þegar maður hefur fjarlægðina. Það er ekkert rétt eða rangt í því en maður sér þetta á annan hátt.“ Eftir vel heppnaða opnun myndlistarsýningarinnar Rof, heldur Bergþór ásamt fjölskyldu sinni aftur til Gautaborgar í Svíþjóð, þar sem hann býr og er með vinnustofu. Sýningin Rof stendur til 15. apríl.Anthony Weiner, bandaríski stjórnmálamaðurinn, sem varð uppvís að því að senda typpamyndir af sér til 21 árs konu.Bergþór Morthens
Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Lífið Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Lífið Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur Menning Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira