Öryggisráðið hafi brugðist skyldu sinni gagnvart Sýrlandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. apríl 2018 22:30 Segja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa brugðist Sýrlandi. Vísir/antonbrink Í yfirlýsingu frá þingflokki Pírata segir að hann fordæmi að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna skuli hafa brugðist skyldu sinni gagnvart Sýrlandi „sem verndari friðar og öryggis á heimsvísu“. Píratar segja ráðið vera ófært um að beita raunverulegum og lögmætum úrræðum í deilunni vegna neitunarvaldsins sem er við lýði. Það sé ólíðandi ástand með öllu. „Það er skammarlegt að heimsfriður skuli enn velta á því, hvort leiðtogar einstakra stórvelda séu tilbúnir að leggja eigin metnað og kappsemi gagnvart öðrum stórveldum til hliðar“.Stuðningur ríkisstjórnar Íslands við árásirnar óásættanlegurÞingflokkur Pírata segir að það sé með öllu óásættanlegt að ríkisstjórn Íslands lýsi yfir stuðningi sínum við árásir „sem ógna öryggi almennra borgara á svæðinu og hamla rannsókn alþjóðlega viðurkenndra eftirlitsaðila á efnavopnaárásinni.“ Í yfirlýsingunni segir að friðelskandi ríki ætti ávalt að reyna friðsamlegar og löglegar lausnir til þrautar áður en gripið er til hernaðaraðgerða. Það er réttlátara að beita sér fyrir friðsamlegum og lögmætum lausnum í stað þess að „veita ólögmætum árásum blessun okkar“.Frá vettvangi einnar loftárásar vesturveldanna í Sýrlandi.Vísir/AFPÁrásirnar hafi grafið undan friðsamlegum og lögmætum lausnumAð mati Pírata eru árásir vesturveldanna sérstaklega gagnrýnisverðar: „Í ljósi þess að á sama tíma var verið að undirbúa rannsókn á efnavopnaárásum Sýrlandshers af hálfu teymis frá Alþjóðlegu efnavopnastofnuninni (OPCW). Þrátt fyrir að efnavopnastofnunin hefði fullt umboð til þeirrar rannsóknar, m.a. á grundvelli aðildar þessara þriggja bandalagsþjóða okkar í NATO að OPCW, biðu þær ekki rannsóknar hennar áður en þær réðust til atlögu og grófu þar með enn frekar undan trausti gagnvart alþjóðastofnunum og friðsamlegum og lögmætum lausnum.“ Að mati flokksins hafa vesturlönd og Ísland þar með talið, hlaupist undan ábyrgð sinni gagnvart Sýrlendingum, Kúrdum og öðrum þolendum stríðsins í Sýrlandi. Í Yfirlýsingunni er stungið upp á því að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að alþjóða stríðsglæpadómsstóllinn í Haag fái lögsögu til þess að rannsaka mögulega stríðsglæpi allra þátttakenda. „Við getum einnig stutt fjárhagslega og pólitískt við bakið á alþjóðlegu rannsóknarnefndinni um stríðsglæpi í Sýrlandi og hafið vinnu við að setja á fót fjölþjóðlegan dómstól í samvinnu við aðrar þjóðir.“Hér að neðan er hægt að lesa yfirlýsingu þingflokks Pírata vegna loftárása Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í heild sinni. Fyrirsögn var uppfærð kl. 09.15.Yfirlýsing frá Þingflokki Pírata vegna stríðsins í SýrlandiÞingflokkur Pírata fordæmir allan ólögmætan árásarhernað í Sýrlandi. Bandaríkin, Frakkland og Bretland hafa nú gert sameiginlega árás á hernaðarleg skotmörk í Sýrlandi. Árásin var sögð svar við enn einni efnavopnaárás sýrlenskra stjórnvalda á eigin borgara. Stríðsátök í Sýrlandi, einu elsta menningarsamfélagi heims, hafa staðið yfir í sjö ár og einn mánuð. Stríðið hefur kostað um fimm hundruð þúsund manneskjur lífið og hrakið milljónir á flótta. Á þessum tíma hafa Sýrlendingar orðið fyrir ólögmætum árásum af hálfu ríkisstjórna Sýrlands, Tyrklands, Bandaríkjanna, Rússlands, Bretlands og Frakklands. Engin þeirra ber hag sýrlensku þjóðarinnar fyrir brjósti með aðgerðum sínum. Árásir þeirra eru í trássi við grunngildi og lykilákvæði stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Eins ber að fordæma að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ítrekað brugðist skyldu sinni gagnvart Sýrlandi sem verndari friðar og öryggis á heimsvísu. Ráðið er ófært um að beita raunverulegum og lögmætum úrræðum í deilunni vegna neitunarvaldsins, sem er ólíðandi ástand með öllu. Það er skammarlegt að heimsfriður skuli enn velta á því, hvort leiðtogar einstakra stórvelda séu tilbúnir að leggja eigin metnað og kappsemi gagnvart öðrum stórveldum til hliðar. Að mati þingflokks Pírata er óásættanlegt að ríkisstjórn Íslands lýsi yfir stuðningi sínum við árásir sem ógna öryggi almennra borgara á svæðinu og hamla rannsókn alþjóðlega viðurkenndra eftirlitsaðila á efnavopnaárásinni. Friðsamlegar og löglegar lausnir eru óreyndar og afstaða meints friðelskandi ríkis ætti ávallt að vera að fyrst skuli reyna þær til þrautar áður en gripið er til hernaðaraðgerða.Glæpir gegn mannkyni eru orðnir svo margir í stríðsátökunum í Sýrlandi að engin leið er að hafa á þeim tölu. Ótal stríðsglæpir hafa verið framdir og hafa fjöldamorð gagnvart hluta íbúa svæðisins skapað neyðarástand um heim allan þar sem áður óþekktur fjöldi fólks er á flótta.Þjóðernishreinsanir Tyrkja gagnvart Kúrdum eru líka í fullum gangi í Sýrlandi, með fullri vitund og þöglu samþykki NATO ríkjanna. Vesturlönd, Ísland þar með talið, hafa hlaupist undan ábyrgð sinni gagnvart Sýrlendingum, Kúrdum og öðrum þolendum stríðsins. Árásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands á Sýrland eru sérstaklega gagnrýniverðar í ljósi þess að á sama tíma var verið að undirbúa rannsókn á efnavopnaárásum Sýrlandshers af hálfu teymis frá Alþjóðlegu efnavopnastofnuninni (OPCW). Þrátt fyrir að efnavopnastofnunin hefði fullt umboð til þeirrar rannsóknar, m.a. á grundvelli aðildar þessara þriggja bandalagsþjóða okkar í NATO að OPCW, biðu þær ekki rannsóknar hennar áður en þær réðust til atlögu og grófu þar með enn frekar undan trausti gagnvart alþjóðastofnunum og friðsamlegum og lögmætum lausnum. Í því ljósi vekur það einnig áhyggjur að svo virðist sem innanlandspólitík í löndum ríkjaleiðtoganna þriggja gæti hafa ráðið för við nýafstaðnar árásir.Íslensk stjórnvöld geta barist fyrir því að alþjóða stríðsglæpadómstóllinn í Haag fái lögsögu til þess að rannsaka mögulega stríðsglæpi allra þátttakenda. Við getum tekið stórt skref í átt að alþjóðlegu réttlæti með því að taka upp alþjóðlega lögsögu yfir stríðsglæpum á Íslandi. Sem aðilum að Rómarsáttmálanum, Genfarsáttmálunum og alþjóðasamningnum gegn þjóðarmorði ber okkur beinlínis skylda til þess að berjast fyrir réttarhöldum yfir stríðsglæpamönnum. Við getum einnig stutt fjárhagslega og pólitískt við bakið á alþjóðlegu rannsóknarnefndinni um stríðsglæpi í Sýrlandi og hafið vinnu við að setja á fót fjölþjóðlegan dómstól í samvinnu við aðrar þjóðir. Þá er rétt að minna á, að við getum hæglega tekið vel á móti miklu fleira fólki á flótta.Það er réttlátt og eðlilegt að við beitum okkur fyrir friðsamlegum og lögmætum lausnum sem þessum í stað þess að veita ólögmætum árásum blessun okkar. Þær mannlegu hörmungar sem eru orðnar daglegt brauð í Sýrlandi eru skömm fyrir allt mannkynið. Heimsbyggðin þarf að sameinast í fordæmingu á þeim hörmungum og á því pólítíska umhverfi sem leyfir þeim að viðgangast. Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
Í yfirlýsingu frá þingflokki Pírata segir að hann fordæmi að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna skuli hafa brugðist skyldu sinni gagnvart Sýrlandi „sem verndari friðar og öryggis á heimsvísu“. Píratar segja ráðið vera ófært um að beita raunverulegum og lögmætum úrræðum í deilunni vegna neitunarvaldsins sem er við lýði. Það sé ólíðandi ástand með öllu. „Það er skammarlegt að heimsfriður skuli enn velta á því, hvort leiðtogar einstakra stórvelda séu tilbúnir að leggja eigin metnað og kappsemi gagnvart öðrum stórveldum til hliðar“.Stuðningur ríkisstjórnar Íslands við árásirnar óásættanlegurÞingflokkur Pírata segir að það sé með öllu óásættanlegt að ríkisstjórn Íslands lýsi yfir stuðningi sínum við árásir „sem ógna öryggi almennra borgara á svæðinu og hamla rannsókn alþjóðlega viðurkenndra eftirlitsaðila á efnavopnaárásinni.“ Í yfirlýsingunni segir að friðelskandi ríki ætti ávalt að reyna friðsamlegar og löglegar lausnir til þrautar áður en gripið er til hernaðaraðgerða. Það er réttlátara að beita sér fyrir friðsamlegum og lögmætum lausnum í stað þess að „veita ólögmætum árásum blessun okkar“.Frá vettvangi einnar loftárásar vesturveldanna í Sýrlandi.Vísir/AFPÁrásirnar hafi grafið undan friðsamlegum og lögmætum lausnumAð mati Pírata eru árásir vesturveldanna sérstaklega gagnrýnisverðar: „Í ljósi þess að á sama tíma var verið að undirbúa rannsókn á efnavopnaárásum Sýrlandshers af hálfu teymis frá Alþjóðlegu efnavopnastofnuninni (OPCW). Þrátt fyrir að efnavopnastofnunin hefði fullt umboð til þeirrar rannsóknar, m.a. á grundvelli aðildar þessara þriggja bandalagsþjóða okkar í NATO að OPCW, biðu þær ekki rannsóknar hennar áður en þær réðust til atlögu og grófu þar með enn frekar undan trausti gagnvart alþjóðastofnunum og friðsamlegum og lögmætum lausnum.“ Að mati flokksins hafa vesturlönd og Ísland þar með talið, hlaupist undan ábyrgð sinni gagnvart Sýrlendingum, Kúrdum og öðrum þolendum stríðsins í Sýrlandi. Í Yfirlýsingunni er stungið upp á því að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að alþjóða stríðsglæpadómsstóllinn í Haag fái lögsögu til þess að rannsaka mögulega stríðsglæpi allra þátttakenda. „Við getum einnig stutt fjárhagslega og pólitískt við bakið á alþjóðlegu rannsóknarnefndinni um stríðsglæpi í Sýrlandi og hafið vinnu við að setja á fót fjölþjóðlegan dómstól í samvinnu við aðrar þjóðir.“Hér að neðan er hægt að lesa yfirlýsingu þingflokks Pírata vegna loftárása Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í heild sinni. Fyrirsögn var uppfærð kl. 09.15.Yfirlýsing frá Þingflokki Pírata vegna stríðsins í SýrlandiÞingflokkur Pírata fordæmir allan ólögmætan árásarhernað í Sýrlandi. Bandaríkin, Frakkland og Bretland hafa nú gert sameiginlega árás á hernaðarleg skotmörk í Sýrlandi. Árásin var sögð svar við enn einni efnavopnaárás sýrlenskra stjórnvalda á eigin borgara. Stríðsátök í Sýrlandi, einu elsta menningarsamfélagi heims, hafa staðið yfir í sjö ár og einn mánuð. Stríðið hefur kostað um fimm hundruð þúsund manneskjur lífið og hrakið milljónir á flótta. Á þessum tíma hafa Sýrlendingar orðið fyrir ólögmætum árásum af hálfu ríkisstjórna Sýrlands, Tyrklands, Bandaríkjanna, Rússlands, Bretlands og Frakklands. Engin þeirra ber hag sýrlensku þjóðarinnar fyrir brjósti með aðgerðum sínum. Árásir þeirra eru í trássi við grunngildi og lykilákvæði stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Eins ber að fordæma að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ítrekað brugðist skyldu sinni gagnvart Sýrlandi sem verndari friðar og öryggis á heimsvísu. Ráðið er ófært um að beita raunverulegum og lögmætum úrræðum í deilunni vegna neitunarvaldsins, sem er ólíðandi ástand með öllu. Það er skammarlegt að heimsfriður skuli enn velta á því, hvort leiðtogar einstakra stórvelda séu tilbúnir að leggja eigin metnað og kappsemi gagnvart öðrum stórveldum til hliðar. Að mati þingflokks Pírata er óásættanlegt að ríkisstjórn Íslands lýsi yfir stuðningi sínum við árásir sem ógna öryggi almennra borgara á svæðinu og hamla rannsókn alþjóðlega viðurkenndra eftirlitsaðila á efnavopnaárásinni. Friðsamlegar og löglegar lausnir eru óreyndar og afstaða meints friðelskandi ríkis ætti ávallt að vera að fyrst skuli reyna þær til þrautar áður en gripið er til hernaðaraðgerða.Glæpir gegn mannkyni eru orðnir svo margir í stríðsátökunum í Sýrlandi að engin leið er að hafa á þeim tölu. Ótal stríðsglæpir hafa verið framdir og hafa fjöldamorð gagnvart hluta íbúa svæðisins skapað neyðarástand um heim allan þar sem áður óþekktur fjöldi fólks er á flótta.Þjóðernishreinsanir Tyrkja gagnvart Kúrdum eru líka í fullum gangi í Sýrlandi, með fullri vitund og þöglu samþykki NATO ríkjanna. Vesturlönd, Ísland þar með talið, hafa hlaupist undan ábyrgð sinni gagnvart Sýrlendingum, Kúrdum og öðrum þolendum stríðsins. Árásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands á Sýrland eru sérstaklega gagnrýniverðar í ljósi þess að á sama tíma var verið að undirbúa rannsókn á efnavopnaárásum Sýrlandshers af hálfu teymis frá Alþjóðlegu efnavopnastofnuninni (OPCW). Þrátt fyrir að efnavopnastofnunin hefði fullt umboð til þeirrar rannsóknar, m.a. á grundvelli aðildar þessara þriggja bandalagsþjóða okkar í NATO að OPCW, biðu þær ekki rannsóknar hennar áður en þær réðust til atlögu og grófu þar með enn frekar undan trausti gagnvart alþjóðastofnunum og friðsamlegum og lögmætum lausnum. Í því ljósi vekur það einnig áhyggjur að svo virðist sem innanlandspólitík í löndum ríkjaleiðtoganna þriggja gæti hafa ráðið för við nýafstaðnar árásir.Íslensk stjórnvöld geta barist fyrir því að alþjóða stríðsglæpadómstóllinn í Haag fái lögsögu til þess að rannsaka mögulega stríðsglæpi allra þátttakenda. Við getum tekið stórt skref í átt að alþjóðlegu réttlæti með því að taka upp alþjóðlega lögsögu yfir stríðsglæpum á Íslandi. Sem aðilum að Rómarsáttmálanum, Genfarsáttmálunum og alþjóðasamningnum gegn þjóðarmorði ber okkur beinlínis skylda til þess að berjast fyrir réttarhöldum yfir stríðsglæpamönnum. Við getum einnig stutt fjárhagslega og pólitískt við bakið á alþjóðlegu rannsóknarnefndinni um stríðsglæpi í Sýrlandi og hafið vinnu við að setja á fót fjölþjóðlegan dómstól í samvinnu við aðrar þjóðir. Þá er rétt að minna á, að við getum hæglega tekið vel á móti miklu fleira fólki á flótta.Það er réttlátt og eðlilegt að við beitum okkur fyrir friðsamlegum og lögmætum lausnum sem þessum í stað þess að veita ólögmætum árásum blessun okkar. Þær mannlegu hörmungar sem eru orðnar daglegt brauð í Sýrlandi eru skömm fyrir allt mannkynið. Heimsbyggðin þarf að sameinast í fordæmingu á þeim hörmungum og á því pólítíska umhverfi sem leyfir þeim að viðgangast.
Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira