Lífið

Hataðasti maður Bandaríkjanna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Thompson í vondum málum.
Thompson í vondum málum.
Körfuboltamaðurinn Tristan Thompson er búinn að gera allt vitlaust í Bandaríkjunum en hann sást kyssa tvær konur inni á skemmtistað í október á síðasta ári og sást síðan aftur í óeðlilegum samskiptum við kvenmann fyrir nokkrum dögum í New York.

Thompson á von á barni með Khloe Kardashian og gæti dóttir þeirra komið í heiminn á allra næstu dögum.

Khloe Kardashian er partur af vinsælustu raunveruleikaþáttum heims, Keeping Up With the Kardashian´s, og er yngri systir Kim Kardashian.

Helstu slúðurmiðlar heims hafa birt myndband af kossaflensi Thompson, en hann leikur körfubolta með NBA-liðinu Cleveland Cavaliers.

Hann lék sinn fyrsta leik í NBA-deildinni eftir skandalinn í nótt og tapaði Cavs fyrir New York Knicks 110-98 á heimavelli. Áhorfendur einfaldlega púuðu á Thompson þegar hann birtist á skjánum í heimahöllinni.

Fjölmargir Bandaríkjamenn og aðdáendur Khloe Kardashian um heim allan eru einfaldlega brjálaðir.

Thompson mun hafa kysst tvær konur á skemmtistað 17. október og síðan sást hann einnig með annari konu 7. apríl í New York og heitir sú kona Lani Blair. Eftir að fréttirnar af framhjáhaldi leikmannsins fóru að birtast í fjölmiðlum vestanhafs hafa nokkrar konur stigið fram og sagst hafa verið í ástarsambandi með leikmanninum.

Daily Mail greinir frá því að Thompson hafi fengið sendar morðhótanir síðustu daga og sé um að ræða hataðasta mann Bandaríkjanna í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×