Hagnaður GAMMA minnkaði um fjórðung Hörður Ægisson skrifar 11. apríl 2018 06:00 Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA. Hagnaður fjármálafyrirtækisins GAMMA Capital Management nam tæplega 626 milljónum króna í fyrra og dróst saman um 26 prósent frá fyrra ári. Þar munaði mestu um að annar rekstrarkostnaður en laun og launatengd gjöld var 842 milljónir á árinu og jókst um liðlega 300 milljónir á milli ára. Rekstrargjöld GAMMA námu samtals 1.398 milljónum á tímabilinu og hækkuðu um 43 prósent. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi voru umsýslu- og árangurstengdar þóknanir félagsins um 2.078 milljónir á árinu 2017 og jukust tekjurnar um 116 milljónir frá fyrra ári. Heildareignir GAMMA í árslok 2017 voru 3.236 milljónir og hækkuðu um rúmlega 740 milljónir á árinu. Sú aukning skýrist að stærstum hluta af því að langtímakröfur á fagfjárfestasjóði jukust um 877 milljónir á milli ára og nam bókfært virði þeirra tæplega 1.443 milljónum í lok ársins. Þær kröfur eru komnar til vegna ákvæða um árangurstengda þóknun GAMMA sem tekur mið af ávöxtun sjóðanna umfram ákveðin viðmið á fimm ára tímabili. Á árinu 2017 voru samtals 46 sjóðir í rekstri hjá GAMMA og námu eignir í stýringu félagsins tæplega 139 milljörðum í lok síðasta árs. Fjöldi starfsmanna var að meðaltali 22 í fyrra borið saman við 21 árið áður. Á sama tíma jókst launakostnaður GAMMA um 120 milljónir á árinu og var samtals um 557 milljónir á síðasta ári. GAMMA hefur haslað sér völl erlendis, fyrst með opnun skrifstofu í London árið 2015, og síðan í New York í fyrra. Hins vegar var horfið frá áformum um að opna skrifstofu í Zürich í Sviss. Eigið fé félagsins nam 2.054 milljónum í árslok og var eiginfjárhlutfallið 47 prósent. Stjórn GAMMA leggur til að ekki verði greiddur arður til hluthafa á þessu ári vegna rekstrarársins 2017. Stærstu hluthafar GAMMA eru Gísli Hauksson, sem lét af störfum hjá félaginu í ársbyrjun, með 31 prósents hlut, og Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri Sjóða, með rúmlega 29,7 prósenta hlut. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Hagnaður fjármálafyrirtækisins GAMMA Capital Management nam tæplega 626 milljónum króna í fyrra og dróst saman um 26 prósent frá fyrra ári. Þar munaði mestu um að annar rekstrarkostnaður en laun og launatengd gjöld var 842 milljónir á árinu og jókst um liðlega 300 milljónir á milli ára. Rekstrargjöld GAMMA námu samtals 1.398 milljónum á tímabilinu og hækkuðu um 43 prósent. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi voru umsýslu- og árangurstengdar þóknanir félagsins um 2.078 milljónir á árinu 2017 og jukust tekjurnar um 116 milljónir frá fyrra ári. Heildareignir GAMMA í árslok 2017 voru 3.236 milljónir og hækkuðu um rúmlega 740 milljónir á árinu. Sú aukning skýrist að stærstum hluta af því að langtímakröfur á fagfjárfestasjóði jukust um 877 milljónir á milli ára og nam bókfært virði þeirra tæplega 1.443 milljónum í lok ársins. Þær kröfur eru komnar til vegna ákvæða um árangurstengda þóknun GAMMA sem tekur mið af ávöxtun sjóðanna umfram ákveðin viðmið á fimm ára tímabili. Á árinu 2017 voru samtals 46 sjóðir í rekstri hjá GAMMA og námu eignir í stýringu félagsins tæplega 139 milljörðum í lok síðasta árs. Fjöldi starfsmanna var að meðaltali 22 í fyrra borið saman við 21 árið áður. Á sama tíma jókst launakostnaður GAMMA um 120 milljónir á árinu og var samtals um 557 milljónir á síðasta ári. GAMMA hefur haslað sér völl erlendis, fyrst með opnun skrifstofu í London árið 2015, og síðan í New York í fyrra. Hins vegar var horfið frá áformum um að opna skrifstofu í Zürich í Sviss. Eigið fé félagsins nam 2.054 milljónum í árslok og var eiginfjárhlutfallið 47 prósent. Stjórn GAMMA leggur til að ekki verði greiddur arður til hluthafa á þessu ári vegna rekstrarársins 2017. Stærstu hluthafar GAMMA eru Gísli Hauksson, sem lét af störfum hjá félaginu í ársbyrjun, með 31 prósents hlut, og Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri Sjóða, með rúmlega 29,7 prósenta hlut.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira