Innbrotum fækkað um 48 prósent á milli mánaða Elín Margrét Böðvarsdóttir og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 29. apríl 2018 13:04 Innbrotum fækkar á milli mánaða. Vísir Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 48 prósent færri tilkynningar um innbrot í heimahús í mars en í febrúar samkvæmt afbrotatölfræð fyrir marsmánuð. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að fækkunina megi rekja til þess að lögreglu tókst að hafa hendur í hári sjö manna hóps sem stundaði innbrot með skipulögðum hætti. Samkvæmt afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem birt var í vikunni hefur innbrotum í heimahúsum á höfuðborgarsvæðinu farið fækkandi milli mánaða. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir einkum einn þátt skýra þessa miklu fækkun. „Við náttúrlega sendum út tilkynningu þarna í janúarmánuði um aukningu á innbrotum inn á heimili frá því í desember. Þetta hélt áfram í janúar og svo fram í febrúar og það er í seinni hluta febrúar sem við handtökum þarna sjö menn. Þeir hafa virst eiga bróðurpartinn af þessum innbrotum og það í rauninni skýrir þessa fækkun sem var síðan í marsmánuði,” segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Þrír mannanna sem um ræðir voru úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hálfum mánuði síðan og er stefnt að því að þeir verði ákærðir að sögn Skúla. „Síðan voru þarna 4 til viðbótar. Sá yngsti 16 ára, það er búið að ljúka máli gagnvart honum og hann er farinn til síns heima. Svo eru tveir í farbanni og síðan sá sjöundi, Íslendingur sem var viðriðinn þessi mál,” segir Skúli. Þrátt fyrir að tekist hafi að uppræta umræddan hóp er þó áfram þónokkuð um innbrot í heimahús eins og gengur og gerist, en ekki með jafn skipulegum hætti. „Það er ekki verið að herja á okkur núna með þeim hætti en við þurfum náttúrlega að vera á varðbergi, það er ekki spurning. Þetta getur komið bara allt í einu einhverjir aðilar meðal annars til landsins frá öðrum löndum og farið að herja á okkur með viðlíka hætti og áður,” segir Skúli. Lögreglumál Tengdar fréttir Úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna innbrota Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag fjóra karla í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald en mennirnir eru í haldi í tengslum við hrinu innbrota á höfuðborgarsvæðinu. 16. mars 2018 17:29 Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í rúm fimm ár Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn á innbrotunum miði vel og telur víst að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. 15. mars 2018 09:25 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna innbrotahrinu Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag karlmann í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 17. apríl, á grundvelli síbrota að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 20. mars 2018 17:28 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 48 prósent færri tilkynningar um innbrot í heimahús í mars en í febrúar samkvæmt afbrotatölfræð fyrir marsmánuð. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að fækkunina megi rekja til þess að lögreglu tókst að hafa hendur í hári sjö manna hóps sem stundaði innbrot með skipulögðum hætti. Samkvæmt afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem birt var í vikunni hefur innbrotum í heimahúsum á höfuðborgarsvæðinu farið fækkandi milli mánaða. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir einkum einn þátt skýra þessa miklu fækkun. „Við náttúrlega sendum út tilkynningu þarna í janúarmánuði um aukningu á innbrotum inn á heimili frá því í desember. Þetta hélt áfram í janúar og svo fram í febrúar og það er í seinni hluta febrúar sem við handtökum þarna sjö menn. Þeir hafa virst eiga bróðurpartinn af þessum innbrotum og það í rauninni skýrir þessa fækkun sem var síðan í marsmánuði,” segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Þrír mannanna sem um ræðir voru úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hálfum mánuði síðan og er stefnt að því að þeir verði ákærðir að sögn Skúla. „Síðan voru þarna 4 til viðbótar. Sá yngsti 16 ára, það er búið að ljúka máli gagnvart honum og hann er farinn til síns heima. Svo eru tveir í farbanni og síðan sá sjöundi, Íslendingur sem var viðriðinn þessi mál,” segir Skúli. Þrátt fyrir að tekist hafi að uppræta umræddan hóp er þó áfram þónokkuð um innbrot í heimahús eins og gengur og gerist, en ekki með jafn skipulegum hætti. „Það er ekki verið að herja á okkur núna með þeim hætti en við þurfum náttúrlega að vera á varðbergi, það er ekki spurning. Þetta getur komið bara allt í einu einhverjir aðilar meðal annars til landsins frá öðrum löndum og farið að herja á okkur með viðlíka hætti og áður,” segir Skúli.
Lögreglumál Tengdar fréttir Úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna innbrota Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag fjóra karla í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald en mennirnir eru í haldi í tengslum við hrinu innbrota á höfuðborgarsvæðinu. 16. mars 2018 17:29 Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í rúm fimm ár Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn á innbrotunum miði vel og telur víst að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. 15. mars 2018 09:25 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna innbrotahrinu Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag karlmann í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 17. apríl, á grundvelli síbrota að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 20. mars 2018 17:28 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna innbrota Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag fjóra karla í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald en mennirnir eru í haldi í tengslum við hrinu innbrota á höfuðborgarsvæðinu. 16. mars 2018 17:29
Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í rúm fimm ár Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn á innbrotunum miði vel og telur víst að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. 15. mars 2018 09:25
Áfram í gæsluvarðhaldi vegna innbrotahrinu Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag karlmann í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 17. apríl, á grundvelli síbrota að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 20. mars 2018 17:28