Karen vann loksins þann stóra Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. apríl 2018 08:30 Fram-stúlkur fagna í gær. vísir/sigtryggur Framkonur eru Íslandsmeistarar í handbolta eftir 26-22 sigur á Val í Safamýrinni í gær en með því tókst Fram að verja titilinn og er um leið handhafi tveggja stærstu titlanna sem í boði eru á Íslandi. Er þetta 22. meistaratitill Fram í kvennaflokki en þær eru með gott forskot á Valsliðið þar. Með sigrinum í gær tókst Fram að verja meistaratitilinn í fyrsta sinn í 28 ár eða allt frá því að Stjarnan batt enda á fimm ára sigurgöngu Fram árið 1991. Ótrúleg stemming var í Framheimilinu í gær og var spennustigið hátt innan sem utan vallar. Liðin skiptust á mörkum framan af og var allt í járnum. Valsliðið náði spretti í upphafi seinni hálfleiks og náði góðu forskoti en Fram svaraði um hæl með öðrum eins spretti. Var það ekki fyrr en rétt undir lokin sem Framarar náðu þriggja marka forskoti þegar þær nýttu sér mistök Valsliðsins og gengu frá einvíginu um leið. Landsliðskonan Karen Knútsdóttir kom heim í Fram úr atvinnumennsku fyrir tímabilið en hún var að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil og það með æskufélaginu. Hún var skiljanlega í skýjunum þegar Fréttablaðið náði á hana eftir leik. „Tilfinningin er auðvitað bara frábær, hér ólst ég upp og náði loksins að vinna titil með uppeldisfélaginu. Það var frábært að spila þennan leik og sjá allan stuðningin sem bæði liðin fengu. Það var þétt setið löngu fyrir leik og bæði stuðningsmannaliðin voru frábær, ég verð að hrósa Valsstrákunum þar,“ sagði Karen sem sagði skemmtilegt að heyra létt skot úr stúkunni. Karen hrósaði Valsliðinu eftir úrslitaeinvígið. „Þær keyrðu upp hraðann og voru afar grimmar enda var allt undir fyrir þær. Við náðum að halda vel haus eftir öll áhlaupin þeirra og náðum að refsa þeim þegar þær gerðu einbeitingar,“ sagði Karen og bætti við: „Heilt yfir var þetta frábært einvígi.“ Eftir sex ár í atvinnumennsku kom Karen heim og er Íslandsmeistari í fyrstu tilraun. „Það er nú ekkert svo mikið breytt, nokkrar nýjar stelpur en sama höllin og sama fólkið. Kannski er það helst aldurinn. Þetta eru margar hverjar æskuvinkonur mínar í liðinu og það er er engin betri tilfinning að fá að landa titlinum með þeim,“ sagði Karen glöð að leikslokum. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Fram-stúlkur brutu bikarinn │ Myndasyrpa Fram varð Íslandsmeistari í 22. sinn í kvöld er liðið lagði Val að velli í fjórða leik liðanna í úrslitarimmunni um titilinn. 26. apríl 2018 22:36 Steinunn mikilvægasti leikmaðurinn Steinunn Björnsdóttir, varnar- og línumaður Fram, var valinn mikilvægasti leikmaður í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. 26. apríl 2018 21:46 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 26-22 │ Fram Íslandsmeistari annað árið í röð Fram tryggði sér 22. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með sigri á Val í fjórða leik liðanna í úrslitum Olís deildarinnar í handbolta í Safamýri í kvöld 26. apríl 2018 22:00 Steinunn: Höfðum alltaf trú á því að við yrðum Íslandsmeistarar Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. Steinunn var frábær í leiknum í kvöld og var himinlifandi við sinn árangur og sigurinn í kvöld. 26. apríl 2018 23:03 Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Sjá meira
Framkonur eru Íslandsmeistarar í handbolta eftir 26-22 sigur á Val í Safamýrinni í gær en með því tókst Fram að verja titilinn og er um leið handhafi tveggja stærstu titlanna sem í boði eru á Íslandi. Er þetta 22. meistaratitill Fram í kvennaflokki en þær eru með gott forskot á Valsliðið þar. Með sigrinum í gær tókst Fram að verja meistaratitilinn í fyrsta sinn í 28 ár eða allt frá því að Stjarnan batt enda á fimm ára sigurgöngu Fram árið 1991. Ótrúleg stemming var í Framheimilinu í gær og var spennustigið hátt innan sem utan vallar. Liðin skiptust á mörkum framan af og var allt í járnum. Valsliðið náði spretti í upphafi seinni hálfleiks og náði góðu forskoti en Fram svaraði um hæl með öðrum eins spretti. Var það ekki fyrr en rétt undir lokin sem Framarar náðu þriggja marka forskoti þegar þær nýttu sér mistök Valsliðsins og gengu frá einvíginu um leið. Landsliðskonan Karen Knútsdóttir kom heim í Fram úr atvinnumennsku fyrir tímabilið en hún var að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil og það með æskufélaginu. Hún var skiljanlega í skýjunum þegar Fréttablaðið náði á hana eftir leik. „Tilfinningin er auðvitað bara frábær, hér ólst ég upp og náði loksins að vinna titil með uppeldisfélaginu. Það var frábært að spila þennan leik og sjá allan stuðningin sem bæði liðin fengu. Það var þétt setið löngu fyrir leik og bæði stuðningsmannaliðin voru frábær, ég verð að hrósa Valsstrákunum þar,“ sagði Karen sem sagði skemmtilegt að heyra létt skot úr stúkunni. Karen hrósaði Valsliðinu eftir úrslitaeinvígið. „Þær keyrðu upp hraðann og voru afar grimmar enda var allt undir fyrir þær. Við náðum að halda vel haus eftir öll áhlaupin þeirra og náðum að refsa þeim þegar þær gerðu einbeitingar,“ sagði Karen og bætti við: „Heilt yfir var þetta frábært einvígi.“ Eftir sex ár í atvinnumennsku kom Karen heim og er Íslandsmeistari í fyrstu tilraun. „Það er nú ekkert svo mikið breytt, nokkrar nýjar stelpur en sama höllin og sama fólkið. Kannski er það helst aldurinn. Þetta eru margar hverjar æskuvinkonur mínar í liðinu og það er er engin betri tilfinning að fá að landa titlinum með þeim,“ sagði Karen glöð að leikslokum.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Fram-stúlkur brutu bikarinn │ Myndasyrpa Fram varð Íslandsmeistari í 22. sinn í kvöld er liðið lagði Val að velli í fjórða leik liðanna í úrslitarimmunni um titilinn. 26. apríl 2018 22:36 Steinunn mikilvægasti leikmaðurinn Steinunn Björnsdóttir, varnar- og línumaður Fram, var valinn mikilvægasti leikmaður í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. 26. apríl 2018 21:46 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 26-22 │ Fram Íslandsmeistari annað árið í röð Fram tryggði sér 22. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með sigri á Val í fjórða leik liðanna í úrslitum Olís deildarinnar í handbolta í Safamýri í kvöld 26. apríl 2018 22:00 Steinunn: Höfðum alltaf trú á því að við yrðum Íslandsmeistarar Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. Steinunn var frábær í leiknum í kvöld og var himinlifandi við sinn árangur og sigurinn í kvöld. 26. apríl 2018 23:03 Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Sjá meira
Fram-stúlkur brutu bikarinn │ Myndasyrpa Fram varð Íslandsmeistari í 22. sinn í kvöld er liðið lagði Val að velli í fjórða leik liðanna í úrslitarimmunni um titilinn. 26. apríl 2018 22:36
Steinunn mikilvægasti leikmaðurinn Steinunn Björnsdóttir, varnar- og línumaður Fram, var valinn mikilvægasti leikmaður í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. 26. apríl 2018 21:46
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 26-22 │ Fram Íslandsmeistari annað árið í röð Fram tryggði sér 22. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með sigri á Val í fjórða leik liðanna í úrslitum Olís deildarinnar í handbolta í Safamýri í kvöld 26. apríl 2018 22:00
Steinunn: Höfðum alltaf trú á því að við yrðum Íslandsmeistarar Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. Steinunn var frábær í leiknum í kvöld og var himinlifandi við sinn árangur og sigurinn í kvöld. 26. apríl 2018 23:03