Innlent

Framboðslisti bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey kynntur

Birgir Olgeirsson skrifar
Listi bæjarmálafélagsins var samþykktur einróma.
Listi bæjarmálafélagsins var samþykktur einróma. Vísir/Pjetur
Framboðslisti bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey í sveitarstjórnarkosningunum 26. maí var samþykktur einróma á fjölmennum fundi nú síðdegis. Í efstu fjórum sætunum eru Íris Róbertsdóttir, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Elís Jónsson og Guðmundur Ásgeirsson. Á næstu dögum verður haldið áfram með málefnastarf framboðsins sem verður kynnt

von bráðar.

Framboðslistinn í heild er þessi:

1. Íris Róbertsdóttir, fjármálastjóri / grunnskólakennari

2. Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri / viðskiptafræðingur

3. Elís Jónsson, tæknifræðingur / vélstjóri

4. Guðmundur Ásgeirsson, endurskoðandi / fjárfestir

5. Hrefna Jónsdóttir, starfsmannastjóri / þroskaþjálfi

6. Sveinn Rúnar Valgeirsson, skipstjóri

7. Kristín Hartmannsdóttir, gæðastjóri / tækniteiknari

8. Alfreð Alfreðsson, leiðsögumaður

9. Aníta Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri / viðskiptafræðingur

10. Hákon Jónsson, nemi

11. Guðný Halldórsdóttir, sjúkraliði

12. Styrmir Sigurðarson, bráðatæknir / yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi

13. Emma Sigurgeirsdóttir Vídó, leikskólakennari

14. Leifur Gunnarsson, eldri borgari




Fleiri fréttir

Sjá meira


×