Á fertugsafmæli Samtakanna '78 María Helga Guðmundsdóttir skrifar 9. maí 2018 11:39 Í dag eru fjörutíu ár liðin frá stofnun Samtakanna ‘78. Áratugirnir síðan félagið hóf baráttu sína fyrir réttindum hómósexúalfólks, eins og þá var að orði komist, hafa verið viðburðaríkir. Þegar samtökin hófu göngu sína voru viðhorfin í þjóðfélaginu slík að sumir neyddust hreinlega til að flýja land undan ofsóknum, útskúfun og ofbeldi. Langt fram á níunda áratuginn máttu orðin hommi og lesbía ekki heyrast í útsendingum Ríkisútvarpsins og slúðurblöð landsins fluttu æsifréttir af „kynvillingum“ sem „veiddu“ sér fórnarlömb á vínhúsum bæjarins. Þá hefði verið erfitt að ímynda sér að fólk myndi leita hingað um alþjóðlega vernd vegna kynhneigðar eða kynvitundar eða að íslensk ríkisstjórn hefði það yfirlýsta markmið að koma Íslandi í fremstu röð í réttindamálum hinsegin fólks, eins og nú er raunin. Og þó. Þrátt fyrir mótlætið var metnaðarfull framtíðarsýn til staðar innan Samtakanna ‘78 frá upphafi. Það má t.d. greina í nafnlausum pistli frá félaginu sem birtist í Stúdentablaðinu 9. mars 1979:Við ætlum okkur að ná algerum jöfnuði fyrir lögunum með því að þar verði ekki tilgreint kyn persónanna þegar fjallað er um kynferðisleg atriði sem lög eru látin varða. Og enn hafa ekki verið sett hér lög sem tryggja jafnan rétt hómósexúalfólks eins og nú eru til sums staðar erlendis, til dæmis hvað varðar rétt til atvinnu og húsnæðis, forræði barna við skilnað foreldra, fræðslu í skólum, erfðarétt sambýlisfólks og margt fleira. Í dag, fjörutíu árum síðar, eru margar þessara breytinga orðnar að veruleika. Það hefði aldrei orðið nema vegna þess að kynslóð eftir kynslóð af baráttufólki hefur beitt sér af fórnfýsi gegn fordómum og fáfræði og krafist virðingar, viðurkenningar og réttarbóta. En þótt ótrúlegt megi virðast eru þær enn ekki allar í höfn. Enn er til dæmis engin löggjöf sem tryggir jafnan rétt til atvinnu og húsnæðis og almennt bann við mismunun á grundvelli kynhneigðar. Samhliða breytingum á samfélaginu hafa Samtökin ‘78 sjálf þróast. Félag hómósexúalfólks, eins og það hét fyrst, er í dag félag hinsegin fólks á Íslandi og beitir sér m.a. fyrir réttindum homma og lesbía, trans og intersex fólks og tví-, pan- og eikynheigðra. Ráðgjafarþjónustan, sem á tímabili var veitt í heimasíma formannsins, er nú í höndum færra fagaðila; fræðslustarfsemin teygir anga sína frá samfélagsmiðlum inn í skólastofur, frá íþróttafélögum til Útlendingastofnunar, og tugir unglinga eiga öruggan vettvang í hinsegin félagsmiðstöð í viku hverri. Félagið hefur aldrei staðið betur fjárhagslega og getur fagnað þessum tímamótum með því að koma fleiri mikilvægum verkefnum í góðan farveg. Regnhlífin hefur opnast og réttindabaráttan þróast; ný markmið hafa bæst við upptalninguna frá 1979. En inntakið í markmiðum félagsins er óbreytt: að tryggja siðferðisleg og lagaleg réttindi, miðla þekkingu, efla sjálfsmynd hinsegin fólks, vera vettvangur og vopn í baráttunni, og að tengjast inn í víðtækari baráttu fyrir mannréttindum heima og heiman. Þeirri baráttu er fjarri lokið, en nú þegar 40 ár eru að baki horfum við bjartsýn fram á veginn. Til hamingju með afmælið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í dag eru fjörutíu ár liðin frá stofnun Samtakanna ‘78. Áratugirnir síðan félagið hóf baráttu sína fyrir réttindum hómósexúalfólks, eins og þá var að orði komist, hafa verið viðburðaríkir. Þegar samtökin hófu göngu sína voru viðhorfin í þjóðfélaginu slík að sumir neyddust hreinlega til að flýja land undan ofsóknum, útskúfun og ofbeldi. Langt fram á níunda áratuginn máttu orðin hommi og lesbía ekki heyrast í útsendingum Ríkisútvarpsins og slúðurblöð landsins fluttu æsifréttir af „kynvillingum“ sem „veiddu“ sér fórnarlömb á vínhúsum bæjarins. Þá hefði verið erfitt að ímynda sér að fólk myndi leita hingað um alþjóðlega vernd vegna kynhneigðar eða kynvitundar eða að íslensk ríkisstjórn hefði það yfirlýsta markmið að koma Íslandi í fremstu röð í réttindamálum hinsegin fólks, eins og nú er raunin. Og þó. Þrátt fyrir mótlætið var metnaðarfull framtíðarsýn til staðar innan Samtakanna ‘78 frá upphafi. Það má t.d. greina í nafnlausum pistli frá félaginu sem birtist í Stúdentablaðinu 9. mars 1979:Við ætlum okkur að ná algerum jöfnuði fyrir lögunum með því að þar verði ekki tilgreint kyn persónanna þegar fjallað er um kynferðisleg atriði sem lög eru látin varða. Og enn hafa ekki verið sett hér lög sem tryggja jafnan rétt hómósexúalfólks eins og nú eru til sums staðar erlendis, til dæmis hvað varðar rétt til atvinnu og húsnæðis, forræði barna við skilnað foreldra, fræðslu í skólum, erfðarétt sambýlisfólks og margt fleira. Í dag, fjörutíu árum síðar, eru margar þessara breytinga orðnar að veruleika. Það hefði aldrei orðið nema vegna þess að kynslóð eftir kynslóð af baráttufólki hefur beitt sér af fórnfýsi gegn fordómum og fáfræði og krafist virðingar, viðurkenningar og réttarbóta. En þótt ótrúlegt megi virðast eru þær enn ekki allar í höfn. Enn er til dæmis engin löggjöf sem tryggir jafnan rétt til atvinnu og húsnæðis og almennt bann við mismunun á grundvelli kynhneigðar. Samhliða breytingum á samfélaginu hafa Samtökin ‘78 sjálf þróast. Félag hómósexúalfólks, eins og það hét fyrst, er í dag félag hinsegin fólks á Íslandi og beitir sér m.a. fyrir réttindum homma og lesbía, trans og intersex fólks og tví-, pan- og eikynheigðra. Ráðgjafarþjónustan, sem á tímabili var veitt í heimasíma formannsins, er nú í höndum færra fagaðila; fræðslustarfsemin teygir anga sína frá samfélagsmiðlum inn í skólastofur, frá íþróttafélögum til Útlendingastofnunar, og tugir unglinga eiga öruggan vettvang í hinsegin félagsmiðstöð í viku hverri. Félagið hefur aldrei staðið betur fjárhagslega og getur fagnað þessum tímamótum með því að koma fleiri mikilvægum verkefnum í góðan farveg. Regnhlífin hefur opnast og réttindabaráttan þróast; ný markmið hafa bæst við upptalninguna frá 1979. En inntakið í markmiðum félagsins er óbreytt: að tryggja siðferðisleg og lagaleg réttindi, miðla þekkingu, efla sjálfsmynd hinsegin fólks, vera vettvangur og vopn í baráttunni, og að tengjast inn í víðtækari baráttu fyrir mannréttindum heima og heiman. Þeirri baráttu er fjarri lokið, en nú þegar 40 ár eru að baki horfum við bjartsýn fram á veginn. Til hamingju með afmælið.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun