Á fertugsafmæli Samtakanna '78 María Helga Guðmundsdóttir skrifar 9. maí 2018 11:39 Í dag eru fjörutíu ár liðin frá stofnun Samtakanna ‘78. Áratugirnir síðan félagið hóf baráttu sína fyrir réttindum hómósexúalfólks, eins og þá var að orði komist, hafa verið viðburðaríkir. Þegar samtökin hófu göngu sína voru viðhorfin í þjóðfélaginu slík að sumir neyddust hreinlega til að flýja land undan ofsóknum, útskúfun og ofbeldi. Langt fram á níunda áratuginn máttu orðin hommi og lesbía ekki heyrast í útsendingum Ríkisútvarpsins og slúðurblöð landsins fluttu æsifréttir af „kynvillingum“ sem „veiddu“ sér fórnarlömb á vínhúsum bæjarins. Þá hefði verið erfitt að ímynda sér að fólk myndi leita hingað um alþjóðlega vernd vegna kynhneigðar eða kynvitundar eða að íslensk ríkisstjórn hefði það yfirlýsta markmið að koma Íslandi í fremstu röð í réttindamálum hinsegin fólks, eins og nú er raunin. Og þó. Þrátt fyrir mótlætið var metnaðarfull framtíðarsýn til staðar innan Samtakanna ‘78 frá upphafi. Það má t.d. greina í nafnlausum pistli frá félaginu sem birtist í Stúdentablaðinu 9. mars 1979:Við ætlum okkur að ná algerum jöfnuði fyrir lögunum með því að þar verði ekki tilgreint kyn persónanna þegar fjallað er um kynferðisleg atriði sem lög eru látin varða. Og enn hafa ekki verið sett hér lög sem tryggja jafnan rétt hómósexúalfólks eins og nú eru til sums staðar erlendis, til dæmis hvað varðar rétt til atvinnu og húsnæðis, forræði barna við skilnað foreldra, fræðslu í skólum, erfðarétt sambýlisfólks og margt fleira. Í dag, fjörutíu árum síðar, eru margar þessara breytinga orðnar að veruleika. Það hefði aldrei orðið nema vegna þess að kynslóð eftir kynslóð af baráttufólki hefur beitt sér af fórnfýsi gegn fordómum og fáfræði og krafist virðingar, viðurkenningar og réttarbóta. En þótt ótrúlegt megi virðast eru þær enn ekki allar í höfn. Enn er til dæmis engin löggjöf sem tryggir jafnan rétt til atvinnu og húsnæðis og almennt bann við mismunun á grundvelli kynhneigðar. Samhliða breytingum á samfélaginu hafa Samtökin ‘78 sjálf þróast. Félag hómósexúalfólks, eins og það hét fyrst, er í dag félag hinsegin fólks á Íslandi og beitir sér m.a. fyrir réttindum homma og lesbía, trans og intersex fólks og tví-, pan- og eikynheigðra. Ráðgjafarþjónustan, sem á tímabili var veitt í heimasíma formannsins, er nú í höndum færra fagaðila; fræðslustarfsemin teygir anga sína frá samfélagsmiðlum inn í skólastofur, frá íþróttafélögum til Útlendingastofnunar, og tugir unglinga eiga öruggan vettvang í hinsegin félagsmiðstöð í viku hverri. Félagið hefur aldrei staðið betur fjárhagslega og getur fagnað þessum tímamótum með því að koma fleiri mikilvægum verkefnum í góðan farveg. Regnhlífin hefur opnast og réttindabaráttan þróast; ný markmið hafa bæst við upptalninguna frá 1979. En inntakið í markmiðum félagsins er óbreytt: að tryggja siðferðisleg og lagaleg réttindi, miðla þekkingu, efla sjálfsmynd hinsegin fólks, vera vettvangur og vopn í baráttunni, og að tengjast inn í víðtækari baráttu fyrir mannréttindum heima og heiman. Þeirri baráttu er fjarri lokið, en nú þegar 40 ár eru að baki horfum við bjartsýn fram á veginn. Til hamingju með afmælið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Í dag eru fjörutíu ár liðin frá stofnun Samtakanna ‘78. Áratugirnir síðan félagið hóf baráttu sína fyrir réttindum hómósexúalfólks, eins og þá var að orði komist, hafa verið viðburðaríkir. Þegar samtökin hófu göngu sína voru viðhorfin í þjóðfélaginu slík að sumir neyddust hreinlega til að flýja land undan ofsóknum, útskúfun og ofbeldi. Langt fram á níunda áratuginn máttu orðin hommi og lesbía ekki heyrast í útsendingum Ríkisútvarpsins og slúðurblöð landsins fluttu æsifréttir af „kynvillingum“ sem „veiddu“ sér fórnarlömb á vínhúsum bæjarins. Þá hefði verið erfitt að ímynda sér að fólk myndi leita hingað um alþjóðlega vernd vegna kynhneigðar eða kynvitundar eða að íslensk ríkisstjórn hefði það yfirlýsta markmið að koma Íslandi í fremstu röð í réttindamálum hinsegin fólks, eins og nú er raunin. Og þó. Þrátt fyrir mótlætið var metnaðarfull framtíðarsýn til staðar innan Samtakanna ‘78 frá upphafi. Það má t.d. greina í nafnlausum pistli frá félaginu sem birtist í Stúdentablaðinu 9. mars 1979:Við ætlum okkur að ná algerum jöfnuði fyrir lögunum með því að þar verði ekki tilgreint kyn persónanna þegar fjallað er um kynferðisleg atriði sem lög eru látin varða. Og enn hafa ekki verið sett hér lög sem tryggja jafnan rétt hómósexúalfólks eins og nú eru til sums staðar erlendis, til dæmis hvað varðar rétt til atvinnu og húsnæðis, forræði barna við skilnað foreldra, fræðslu í skólum, erfðarétt sambýlisfólks og margt fleira. Í dag, fjörutíu árum síðar, eru margar þessara breytinga orðnar að veruleika. Það hefði aldrei orðið nema vegna þess að kynslóð eftir kynslóð af baráttufólki hefur beitt sér af fórnfýsi gegn fordómum og fáfræði og krafist virðingar, viðurkenningar og réttarbóta. En þótt ótrúlegt megi virðast eru þær enn ekki allar í höfn. Enn er til dæmis engin löggjöf sem tryggir jafnan rétt til atvinnu og húsnæðis og almennt bann við mismunun á grundvelli kynhneigðar. Samhliða breytingum á samfélaginu hafa Samtökin ‘78 sjálf þróast. Félag hómósexúalfólks, eins og það hét fyrst, er í dag félag hinsegin fólks á Íslandi og beitir sér m.a. fyrir réttindum homma og lesbía, trans og intersex fólks og tví-, pan- og eikynheigðra. Ráðgjafarþjónustan, sem á tímabili var veitt í heimasíma formannsins, er nú í höndum færra fagaðila; fræðslustarfsemin teygir anga sína frá samfélagsmiðlum inn í skólastofur, frá íþróttafélögum til Útlendingastofnunar, og tugir unglinga eiga öruggan vettvang í hinsegin félagsmiðstöð í viku hverri. Félagið hefur aldrei staðið betur fjárhagslega og getur fagnað þessum tímamótum með því að koma fleiri mikilvægum verkefnum í góðan farveg. Regnhlífin hefur opnast og réttindabaráttan þróast; ný markmið hafa bæst við upptalninguna frá 1979. En inntakið í markmiðum félagsins er óbreytt: að tryggja siðferðisleg og lagaleg réttindi, miðla þekkingu, efla sjálfsmynd hinsegin fólks, vera vettvangur og vopn í baráttunni, og að tengjast inn í víðtækari baráttu fyrir mannréttindum heima og heiman. Þeirri baráttu er fjarri lokið, en nú þegar 40 ár eru að baki horfum við bjartsýn fram á veginn. Til hamingju með afmælið.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun