Hendrickx: Ég á skilið að fá virðingu stuðningsmanna FH Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. maí 2018 21:51 Jonathan Hendrickx. Vísir/Vilhelm Blikar unnu sannfærandi 3-1 sigur á FH í annarri umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Jonathan Hendrickx skoraði eitt marka Blika gegn hans gamla félagi en hann lék áður með Hafnfirðingum við góðan orðstír. „Við vildum taka þrjú stig í dag. Við vorum betra liðið og það er góð tilfinning að vera á toppnum,“ sagði hann en Blikar eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina. Hendrickx skoraði mark sitt beint úr aukaspyrnu en það var þriðja mark Blika í leiknum. „Gunnar hefði vafalaust getað gert betur en ég vildi láta reyna á hann og bað því um að fá að taka spyrnuna. Mark er mark og það var gaman að sjá hann inni.“ Eftir markið hljóp Hendrickx upp að stuðningsmönnum FH og fagnaði marki sínu fyrir framan þá, FH-ingum til mikillar gremju. Hendrickx fékk að líta gula spjaldið fyrir fögnuðinn. „Ég hef heyrt margt misjafnt síðustu mánuðina eftir að ég samdi við Breiðablik. Ég vildi ekki gefa nein viðbrögð fyrir leik en á meðan honum stóð heyrði ég margt misjafnt - að ég væri hálfviti [e. wanker] og fleira í þeim dúr.“ „Það sem vakti fyrir mér var að biðja þá um að sýna mér virðingu. Ég sjálfur ber virðingu fyrir þessu félagi og öllum hjá FH. Þetta voru mín skilaboð. Ég bað þá um að þegja og bera virðingu fyrir mér, því ég tel að ég eigi hana skilið eftir allt það sem ég gerði fyrir FH.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Fleiri fréttir Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ Sjá meira
Blikar unnu sannfærandi 3-1 sigur á FH í annarri umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Jonathan Hendrickx skoraði eitt marka Blika gegn hans gamla félagi en hann lék áður með Hafnfirðingum við góðan orðstír. „Við vildum taka þrjú stig í dag. Við vorum betra liðið og það er góð tilfinning að vera á toppnum,“ sagði hann en Blikar eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina. Hendrickx skoraði mark sitt beint úr aukaspyrnu en það var þriðja mark Blika í leiknum. „Gunnar hefði vafalaust getað gert betur en ég vildi láta reyna á hann og bað því um að fá að taka spyrnuna. Mark er mark og það var gaman að sjá hann inni.“ Eftir markið hljóp Hendrickx upp að stuðningsmönnum FH og fagnaði marki sínu fyrir framan þá, FH-ingum til mikillar gremju. Hendrickx fékk að líta gula spjaldið fyrir fögnuðinn. „Ég hef heyrt margt misjafnt síðustu mánuðina eftir að ég samdi við Breiðablik. Ég vildi ekki gefa nein viðbrögð fyrir leik en á meðan honum stóð heyrði ég margt misjafnt - að ég væri hálfviti [e. wanker] og fleira í þeim dúr.“ „Það sem vakti fyrir mér var að biðja þá um að sýna mér virðingu. Ég sjálfur ber virðingu fyrir þessu félagi og öllum hjá FH. Þetta voru mín skilaboð. Ég bað þá um að þegja og bera virðingu fyrir mér, því ég tel að ég eigi hana skilið eftir allt það sem ég gerði fyrir FH.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Fleiri fréttir Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ Sjá meira