Þau hjá verkfræðistofunni Verkís eru raunar svo montin af byggingunni að þau héldu sérstaka ráðstefnu um hana í dag í húsakynnum sínum við Ofanleiti í Reykjavík. Þar var gestum boðið að ganga inn í sýndarheim og skoða mannvirkið að utan sem innan.

Sundhöllin reis í bænum Holmen í Asker-fylki á vinsælu útivistarsvæði við innanverðan Oslóarfjörð.
„Það gerði þá kröfur á okkur sem arkitekta að við myndum finna lausnir til þess að gefa til baka ekki minna en það sem tekið var frá svæðinu,“ segir Aðalsteinn Snorrason, arkitekt hjá ARKÍS.

„Þar er græn grasflöt sem hallar á móti suðri og gefur gríðarlegt útsýni yfir Oslóarfjörðinn,“ segir Aðalsteinn.

„Þarna erum við með sólfangara í bílastæðum. Við erum með sólarsellur, 650 fermetra, á byggingunni. Og síðan er mikið lagt upp úr varmaendurvinnslu inni í byggingunni sjálfri,“ segir Eiríkur.

„Þetta er ekki bara sem arkitektúr, - þetta er líka gríðarlega tæknilega flókið verkefni,“ segir Aðalsteinn.
„Þetta er náttúrlega gríðarleg viðurkenning og kannski stökkpallur fyrir það teymi sem að þessu kom, fyrir framtíðarverkefni,“ segir Eiríkur.

Hér má sjá frétt Stöðvar 2: