Kári Árnason kominn heim í Víking Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. maí 2018 17:15 Kári Árnason kemur heim eftir HM. vísir/getty Víkingar hafa heldur betur fengið góðan liðsstyrk fyrir seinni hluta Pepsi-deildarinnar en landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason er búinn að skrifa undir samning við félagið til ársins 2019. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Víkingum. Kári yfirgaf Aberdeen í Skotlandi í dag og var ekki lengi að ganga frá samningum við uppeldisfélagið sem hann yfirgaf árið 2004 þegar að hann fór í atvinnumennsku til Djurgården í Svíþjóð. Hann hefur spilað í Danmörku, á Englandi, í Svíþjóð, Kýpur og í Skotlandi á fjórtán ára atvinnumannaferli en er nú á heimleið og spilar með uppeldisfélaginu eftir að HM 2018 í Rússlandi lýkur.Kári Árnason var á EM 2016 með Íslandi.Vísir/GettyKári hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu um árabil og á að baki 65 landsleiki. Hann var í byrjunarliðinu í öllum leikjum Íslands á EM 2016 og hefur verið áfram lykilmaður í leiðinni á HM 2018. Kári hittir hjá Víkingi Sölva Geir Ottesen sem kom heim eftir fjórtán ár í atvinnumennsku síðasta haust en báðir fóru út tímabilið 2004 þegar að þeir vöktu ungir athygli með Víkingsliðinu. Víkingar hafa farið ágætlega af stað í Pepsi-deildinni og eru með fimm stig eftir þrjá leiki en þeir mæta Grindavík á föstudagskvöldið.Kári í Víkingstreyjunni.mynd/víkingurTilkynning Víkinga: „Knattspyrnudeild Víkings og Kári Árnason hafa komist að samkomulagi um að leikmaðurinn gangi í raðir Víkings. Kári hefur undirritað samning við Víking sem gildir út tímabilið 2019. Þjálfarar Víkings og stjórn félagsins lýsa yfir mikilli ánægju með þá ákvörðun Kára að ganga til liðs við félagið á nýjan leik. Jafnframt er gaman að geta sameinað Kára á ný með Sölva Geir Ottesen hjá félaginu þar sem þeir hófu sinn meistaraflokksferil. Kári er í fullum undirbúningi fyrir HM í knattpyrnu og mun því ekki og mun því ekki byrja að spila fyrir Víking fyrr en að þeirri keppni lokinni. Knattspyrnudeild Víkings lýsir yfir mikilli ánægju með að geta loksins sagt: „Velkominn heim, Kári!“#vikingurfc og @karibestmeister hafa komist að samkomulagi um að leikmaðurinn gangi í raðir Víkings. Kári hefur undirritað samning við Víking sem gildir út tímabilið 2019.Velkominn heim, Kári!#fotbolti #gluggadagur pic.twitter.com/YaZhB4DxiL— Víkingur FC (@vikingurfc) May 15, 2018 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Körfubolti Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Í beinni: Grindavík - Þór Ak. | Þórsarar stefna aftur í bikarúrslit Körfubolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Fleiri fréttir Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Sjá meira
Víkingar hafa heldur betur fengið góðan liðsstyrk fyrir seinni hluta Pepsi-deildarinnar en landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason er búinn að skrifa undir samning við félagið til ársins 2019. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Víkingum. Kári yfirgaf Aberdeen í Skotlandi í dag og var ekki lengi að ganga frá samningum við uppeldisfélagið sem hann yfirgaf árið 2004 þegar að hann fór í atvinnumennsku til Djurgården í Svíþjóð. Hann hefur spilað í Danmörku, á Englandi, í Svíþjóð, Kýpur og í Skotlandi á fjórtán ára atvinnumannaferli en er nú á heimleið og spilar með uppeldisfélaginu eftir að HM 2018 í Rússlandi lýkur.Kári Árnason var á EM 2016 með Íslandi.Vísir/GettyKári hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu um árabil og á að baki 65 landsleiki. Hann var í byrjunarliðinu í öllum leikjum Íslands á EM 2016 og hefur verið áfram lykilmaður í leiðinni á HM 2018. Kári hittir hjá Víkingi Sölva Geir Ottesen sem kom heim eftir fjórtán ár í atvinnumennsku síðasta haust en báðir fóru út tímabilið 2004 þegar að þeir vöktu ungir athygli með Víkingsliðinu. Víkingar hafa farið ágætlega af stað í Pepsi-deildinni og eru með fimm stig eftir þrjá leiki en þeir mæta Grindavík á föstudagskvöldið.Kári í Víkingstreyjunni.mynd/víkingurTilkynning Víkinga: „Knattspyrnudeild Víkings og Kári Árnason hafa komist að samkomulagi um að leikmaðurinn gangi í raðir Víkings. Kári hefur undirritað samning við Víking sem gildir út tímabilið 2019. Þjálfarar Víkings og stjórn félagsins lýsa yfir mikilli ánægju með þá ákvörðun Kára að ganga til liðs við félagið á nýjan leik. Jafnframt er gaman að geta sameinað Kára á ný með Sölva Geir Ottesen hjá félaginu þar sem þeir hófu sinn meistaraflokksferil. Kári er í fullum undirbúningi fyrir HM í knattpyrnu og mun því ekki og mun því ekki byrja að spila fyrir Víking fyrr en að þeirri keppni lokinni. Knattspyrnudeild Víkings lýsir yfir mikilli ánægju með að geta loksins sagt: „Velkominn heim, Kári!“#vikingurfc og @karibestmeister hafa komist að samkomulagi um að leikmaðurinn gangi í raðir Víkings. Kári hefur undirritað samning við Víking sem gildir út tímabilið 2019.Velkominn heim, Kári!#fotbolti #gluggadagur pic.twitter.com/YaZhB4DxiL— Víkingur FC (@vikingurfc) May 15, 2018
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Körfubolti Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Í beinni: Grindavík - Þór Ak. | Þórsarar stefna aftur í bikarúrslit Körfubolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Fleiri fréttir Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Sjá meira