Árásin, sem er svokölluð DDoS-árás, var gerð um klukkan 19:40 og í kjölfarið var ákveðið að loka fyrir vefinn.
„Sem varúðarráðstöfun var lokað fyrir alla umferð á vefinn sem veldur því að hann er ekki aðgengilegur. Unnið er hörðum höndum að því að stöðva árásina og koma ruv.is í loftið,“ segir enn fremur í tilkynningu en ekki er enn ljóst hversu langan tíma það mun taka.
Þetta er í annað sinn á einum mánuði sem Ríkisútvarpið verður fyrir barðinu á tölvuþrjótum. Í apríl var greint frá því að vefur Ríkisútvarpsins hafi legið niðri rúmar þrjár klukkustundur vegna árása tölvuþrjóta. Í það skipti fólst árásin í því að nokkrir hlekkir á vefnum vísuðu út fyrir vef Ríkisútvarpsins og á vafasamt efni.
Uppfært klukkan 21:29: Búið er að opna fyrir vef Ríkisútvarpsins á nýjan leik. Vefurinn varð aftur aðgengilegur klukkan 20:50 í kvöld.