Ráðherra lætur kanna áhrif af hvalveiðum Birgir Olgeirsson skrifar 11. maí 2018 12:24 Kristján Þór Júlíusson með undirskriftirnar í sjávarútvegsráðuneytinu í dag. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur falið Hagfræðistofnun og Hafrannsóknarstofnun að kanna áhrif af hvalveiðum og mun byggja ákvörðun sína um áframhaldandi hvalveiðar á þeirri niðurstöðu. Verður meðal annars kannað hvað áhrif hvalir hafa á lífríki og hvað áhrif hvalveiðar hafa á stofninn og aðrar atvinnugreinar. Þetta sagði Kristján Þór eftir að Sigursteinn Másson, fulltrúi alþjóða dýravelferðarsjóðsins, afhenti ráðherra rúmlega 50 þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að gera allan Faxaflóa að griðasvæði hvala. Söfnun undirskriftanna hefur farið fram undanfarið ár en Sigursteinn Másson sagði í ráðuneytinu í dag að allir flokkar í Reykjavíkurborg væru sama sinnis og einnig Samtök ferðaþjónustunnar. Fulltrúar frá IFAW (International Fund for Animal Welfare), Hvalaskoðunarsamtökum Íslands og Samtökum ferðaþjónustunnar afhentu ráðherra undirskriftirnar.Vísir/VilhelmÞegar Kristján tók við undirskriftunum greindi hann frá því að hann hefði lagt fyrir ríkisstjórn í morgun minnisblað um það með hvaða hætti hann hyggst standa að ákvörðun um það hvernig haldið verður á spurningunni um framhald hvalveiða. Hann hefur kallað eftir úttekt Hafrannsóknastofnunar á áhrifum hvalastofna á lífríki í sjónum og sömuleiðis óskað eftir því við Hagfræðastofnun Háskóla Íslands að gera úttekt á þjóðhagslegum áhrifum hvalveiða. Kristján sagðist vænta þess að þessar úttektir liggi fyrir með haustinu. Sagðist hann ætla að kalla í þá aðila sem stóðu að þessari undirskriftasöfnun þegar þessi niðurstaða liggur fyrir ásamt öðrum hagsmunaaðilum. „Mín skoðun er sú að við þessi 350 þúsund manns sem hér búum eigum að geta náð saman um ólíklegustu mál og þar á meðal með hvaða hætti við ætlum að nýta auðlindir okkar með sem bestum og skynsamlegustum hætti. Það á ekki að þurfa að skipta þjóðinni í margar fylkingar vegna þess. Þetta er mín sannfæring.“ Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur falið Hagfræðistofnun og Hafrannsóknarstofnun að kanna áhrif af hvalveiðum og mun byggja ákvörðun sína um áframhaldandi hvalveiðar á þeirri niðurstöðu. Verður meðal annars kannað hvað áhrif hvalir hafa á lífríki og hvað áhrif hvalveiðar hafa á stofninn og aðrar atvinnugreinar. Þetta sagði Kristján Þór eftir að Sigursteinn Másson, fulltrúi alþjóða dýravelferðarsjóðsins, afhenti ráðherra rúmlega 50 þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að gera allan Faxaflóa að griðasvæði hvala. Söfnun undirskriftanna hefur farið fram undanfarið ár en Sigursteinn Másson sagði í ráðuneytinu í dag að allir flokkar í Reykjavíkurborg væru sama sinnis og einnig Samtök ferðaþjónustunnar. Fulltrúar frá IFAW (International Fund for Animal Welfare), Hvalaskoðunarsamtökum Íslands og Samtökum ferðaþjónustunnar afhentu ráðherra undirskriftirnar.Vísir/VilhelmÞegar Kristján tók við undirskriftunum greindi hann frá því að hann hefði lagt fyrir ríkisstjórn í morgun minnisblað um það með hvaða hætti hann hyggst standa að ákvörðun um það hvernig haldið verður á spurningunni um framhald hvalveiða. Hann hefur kallað eftir úttekt Hafrannsóknastofnunar á áhrifum hvalastofna á lífríki í sjónum og sömuleiðis óskað eftir því við Hagfræðastofnun Háskóla Íslands að gera úttekt á þjóðhagslegum áhrifum hvalveiða. Kristján sagðist vænta þess að þessar úttektir liggi fyrir með haustinu. Sagðist hann ætla að kalla í þá aðila sem stóðu að þessari undirskriftasöfnun þegar þessi niðurstaða liggur fyrir ásamt öðrum hagsmunaaðilum. „Mín skoðun er sú að við þessi 350 þúsund manns sem hér búum eigum að geta náð saman um ólíklegustu mál og þar á meðal með hvaða hætti við ætlum að nýta auðlindir okkar með sem bestum og skynsamlegustum hætti. Það á ekki að þurfa að skipta þjóðinni í margar fylkingar vegna þess. Þetta er mín sannfæring.“
Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira