Körfubolti

Ólöf Helga tekur við meisturum Hauka

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ólöf Helga Pálsdóttir.
Ólöf Helga Pálsdóttir. vísir
Ólöf Helga Pálsdóttir er nýr þjálfari meistaraliðs Hauka í Dominos-deild kvenna í körfubolta en frá þessu er greint á Karfan.is.

Ingvar Þór Guðjónsson, sem gerði Hauka að Íslandsmeisturum í vor, ákvað að halda ekki áfram með liðið og því þurftu meistararnir að finna nýjan þjálfara.

Ólöf Helga stýrði Grindavík í 1. deildinni á síðustu leiktíð en hún hefur einnig verið mjög farsæll yngri flokka þjálfari hjá uppeldisfélaginu í Grindavík.

Fram kemur í frétt Körfunnar að 10. flokkur hennar hjá Grindavík hefur unnið 62 af síðustu 65 leikjum sínum og liðið unnið fjóra titla á síðustu þremur árum.

Ólöf Helga spilaði bæði fyrir Grindavík og Njarðvík á sínum leikmannaferli en hún varð Íslands- og bikarmeistari með Njarðvík árið 2012 en Njarðvíkingar lögðu þá einmitt Hauka í úrslitarimmu Íslandsmótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×