Undirbúa mannaferðir til tunglsins og Mars á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. maí 2018 19:45 NASA stefnir að því að senda mann til mars um árið 2030. Vísindamenn stofnunarinnar eru nú staddir hér á landi til að kanna aðstæður og meta hvernig hægt sé að undirbúa mannaferðir til Mars og tunglsins hér á Íslandi. Þær Jennifer Heldmann og Darlene Lim stunda rannsóknir og prófanir á jörðu niðri við aðstæður sem taldar eru líkjast aðstæðum á öðrum plánetum. Ísland þykir henta vel til slíkra rannsókna og þær eru hingað komnar einmitt í þeim erindagjörðum en þær greindu frá verkefninu í málstofu í Háskólanum í Reykjavík í dag. „Við erum að safna upplýsingum, við erum með fólk núna rétt utan Reykjavíkur við sýnatöku, við fljúgum drónum og tökum myndir. Við erum á fyrstu stigum, við erum rétt að hefja starf okkar á Íslandi,“ segir Heldmann, í samtali við Stöð 2. Gangi allt vel vonast vísindamenn til að geta hafist handa við raunverulegan undirbúning strax á næsta ári. Íslensk gil og gljúfur þykja lík því sem þekkist á mars, og ekki síður er það eldvirkni náttúrunnar sem dró vísindamennina til landsins. „Við líkjum eftir því hvernig er að vera á Mars og síðan sendum við vísindamennina út og látum þá safna sýnum og ræða það sem þeir safna við fólk í vísindateymum á fjarlægum stað, eins og það sé á jörðinni og samtalið fer fram og til baka,“ útskýrir Lim. „Þetta er mjög spennandi því við getum, áður en við förum til staða eins og Mars, æft það hérna á jörðinni.“ Rannsóknir eru þegar hafnar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, en í framhaldinu verður farið víðar um landið. „Núna er mönnuð ferð til Mars á áætlun NASA upp úr 2030. NASA vinnur líka að áætlun um að senda menn aftur til tunglsins svo þetta er mjög tímabært því núna getum við upplýst hvernig þessar ferðir munu líta út. Við viljum því koma til Íslands til að gera tilraunir, hvaða tækni þarf til, hvaða færni þarf, hvernig verða mannaðar ferðir?“ segir Heldmann. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Sjá meira
NASA stefnir að því að senda mann til mars um árið 2030. Vísindamenn stofnunarinnar eru nú staddir hér á landi til að kanna aðstæður og meta hvernig hægt sé að undirbúa mannaferðir til Mars og tunglsins hér á Íslandi. Þær Jennifer Heldmann og Darlene Lim stunda rannsóknir og prófanir á jörðu niðri við aðstæður sem taldar eru líkjast aðstæðum á öðrum plánetum. Ísland þykir henta vel til slíkra rannsókna og þær eru hingað komnar einmitt í þeim erindagjörðum en þær greindu frá verkefninu í málstofu í Háskólanum í Reykjavík í dag. „Við erum að safna upplýsingum, við erum með fólk núna rétt utan Reykjavíkur við sýnatöku, við fljúgum drónum og tökum myndir. Við erum á fyrstu stigum, við erum rétt að hefja starf okkar á Íslandi,“ segir Heldmann, í samtali við Stöð 2. Gangi allt vel vonast vísindamenn til að geta hafist handa við raunverulegan undirbúning strax á næsta ári. Íslensk gil og gljúfur þykja lík því sem þekkist á mars, og ekki síður er það eldvirkni náttúrunnar sem dró vísindamennina til landsins. „Við líkjum eftir því hvernig er að vera á Mars og síðan sendum við vísindamennina út og látum þá safna sýnum og ræða það sem þeir safna við fólk í vísindateymum á fjarlægum stað, eins og það sé á jörðinni og samtalið fer fram og til baka,“ útskýrir Lim. „Þetta er mjög spennandi því við getum, áður en við förum til staða eins og Mars, æft það hérna á jörðinni.“ Rannsóknir eru þegar hafnar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, en í framhaldinu verður farið víðar um landið. „Núna er mönnuð ferð til Mars á áætlun NASA upp úr 2030. NASA vinnur líka að áætlun um að senda menn aftur til tunglsins svo þetta er mjög tímabært því núna getum við upplýst hvernig þessar ferðir munu líta út. Við viljum því koma til Íslands til að gera tilraunir, hvaða tækni þarf til, hvaða færni þarf, hvernig verða mannaðar ferðir?“ segir Heldmann.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Sjá meira