Undirbúa mannaferðir til tunglsins og Mars á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. maí 2018 19:45 NASA stefnir að því að senda mann til mars um árið 2030. Vísindamenn stofnunarinnar eru nú staddir hér á landi til að kanna aðstæður og meta hvernig hægt sé að undirbúa mannaferðir til Mars og tunglsins hér á Íslandi. Þær Jennifer Heldmann og Darlene Lim stunda rannsóknir og prófanir á jörðu niðri við aðstæður sem taldar eru líkjast aðstæðum á öðrum plánetum. Ísland þykir henta vel til slíkra rannsókna og þær eru hingað komnar einmitt í þeim erindagjörðum en þær greindu frá verkefninu í málstofu í Háskólanum í Reykjavík í dag. „Við erum að safna upplýsingum, við erum með fólk núna rétt utan Reykjavíkur við sýnatöku, við fljúgum drónum og tökum myndir. Við erum á fyrstu stigum, við erum rétt að hefja starf okkar á Íslandi,“ segir Heldmann, í samtali við Stöð 2. Gangi allt vel vonast vísindamenn til að geta hafist handa við raunverulegan undirbúning strax á næsta ári. Íslensk gil og gljúfur þykja lík því sem þekkist á mars, og ekki síður er það eldvirkni náttúrunnar sem dró vísindamennina til landsins. „Við líkjum eftir því hvernig er að vera á Mars og síðan sendum við vísindamennina út og látum þá safna sýnum og ræða það sem þeir safna við fólk í vísindateymum á fjarlægum stað, eins og það sé á jörðinni og samtalið fer fram og til baka,“ útskýrir Lim. „Þetta er mjög spennandi því við getum, áður en við förum til staða eins og Mars, æft það hérna á jörðinni.“ Rannsóknir eru þegar hafnar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, en í framhaldinu verður farið víðar um landið. „Núna er mönnuð ferð til Mars á áætlun NASA upp úr 2030. NASA vinnur líka að áætlun um að senda menn aftur til tunglsins svo þetta er mjög tímabært því núna getum við upplýst hvernig þessar ferðir munu líta út. Við viljum því koma til Íslands til að gera tilraunir, hvaða tækni þarf til, hvaða færni þarf, hvernig verða mannaðar ferðir?“ segir Heldmann. Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
NASA stefnir að því að senda mann til mars um árið 2030. Vísindamenn stofnunarinnar eru nú staddir hér á landi til að kanna aðstæður og meta hvernig hægt sé að undirbúa mannaferðir til Mars og tunglsins hér á Íslandi. Þær Jennifer Heldmann og Darlene Lim stunda rannsóknir og prófanir á jörðu niðri við aðstæður sem taldar eru líkjast aðstæðum á öðrum plánetum. Ísland þykir henta vel til slíkra rannsókna og þær eru hingað komnar einmitt í þeim erindagjörðum en þær greindu frá verkefninu í málstofu í Háskólanum í Reykjavík í dag. „Við erum að safna upplýsingum, við erum með fólk núna rétt utan Reykjavíkur við sýnatöku, við fljúgum drónum og tökum myndir. Við erum á fyrstu stigum, við erum rétt að hefja starf okkar á Íslandi,“ segir Heldmann, í samtali við Stöð 2. Gangi allt vel vonast vísindamenn til að geta hafist handa við raunverulegan undirbúning strax á næsta ári. Íslensk gil og gljúfur þykja lík því sem þekkist á mars, og ekki síður er það eldvirkni náttúrunnar sem dró vísindamennina til landsins. „Við líkjum eftir því hvernig er að vera á Mars og síðan sendum við vísindamennina út og látum þá safna sýnum og ræða það sem þeir safna við fólk í vísindateymum á fjarlægum stað, eins og það sé á jörðinni og samtalið fer fram og til baka,“ útskýrir Lim. „Þetta er mjög spennandi því við getum, áður en við förum til staða eins og Mars, æft það hérna á jörðinni.“ Rannsóknir eru þegar hafnar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, en í framhaldinu verður farið víðar um landið. „Núna er mönnuð ferð til Mars á áætlun NASA upp úr 2030. NASA vinnur líka að áætlun um að senda menn aftur til tunglsins svo þetta er mjög tímabært því núna getum við upplýst hvernig þessar ferðir munu líta út. Við viljum því koma til Íslands til að gera tilraunir, hvaða tækni þarf til, hvaða færni þarf, hvernig verða mannaðar ferðir?“ segir Heldmann.
Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira