Skuldaaukning 250 þúsund krónur á mann Katrín Atladóttir skrifar 23. maí 2018 07:00 Í aðdraganda kosninga kemur framtíðin, eðli máls samkvæmt, oft til tals. Þá er gjarnan rætt um hvaða umgjörð við hyggjumst búa börnunum okkar. Sennilega myndu fáir skrifa upp á það að skuldaklafi á þeirra herðar ætti að vera sérstakt baráttumál. Fjárhagsstjórn núverandi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur er hins vegar ávísun á þetta. Gaumgæfum nokkrar staðreyndir þessu til stuðnings.Hærri tekjur Tekjur af grunnrekstri borgarinnar hækkuðu um 27,7 milljarða að raunvirði fyrstu þrjú ár kjörtímabils núverandi meirihluta, eða um 31,4 prósent. Rekstrartekjur námu tæpum 116 milljörðum króna árið 2017. Það þýðir að borgin hefur um 300 milljónir króna til ráðstöfunar alla daga ársins. Meiri tekjur borgarinnar koma beint úr vösum borgarbúa.Hærri skattar Íbúar Reykjavíkur greiða hærra hlutfall af tekjum sínum til borgarinnar en íbúar annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt nýlegri skýrslu Samtaka atvinnulífsins. Íbúar á Seltjarnarnesi greiða 7,4 prósent tekna en íbúar Reykjavíkur 10,9 prósent.Hærri skuldir Samkvæmt ársskýrslu Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS) 2017 var skuldahlutfall borgarinnar 187 prósent ef skuldir Orkuveitu Reykjavíkur eru teknar með í reikninginn. Það þýðir að heildarskuldir og skuldbindingar eru næstum tvöfaldar heildartekjur borgarinnar. Landsmeðaltal var 153 prósent. Reykjavíkurborg nýtir sér heimild til að undanskilja Orkuveitu Reykjavíkur (OR) við útreikning á skuldahlutfalli. Spyrja má hvort það gefi rétta mynd af skuldastöðu borgarinnar.Hærri skuldir á hvern íbúa Í sömu skýrslu EFS var skuldum skipt niður á íbúa borgarinnar. Hvert einasta mannsbarn í Reykjavík skuldaði tæpar 2,4 milljónir. Skuldir á íbúa voru aðeins hærri í þremur öðrum sveitarfélögum, Fljótsdalshéraði, Norðurþingi og Reykjanesbæ. Núverandi meirihluti mun örugglega koma Reykvíkingum í fyrsta sætið ef svo fer fram sem horfir.Þróun skulda Landsmenn hafa unnið ötullega að því að lækka skuldir sínar og spara á árunum eftir hrun bankanna. Reykjavíkurborg fer gegn straumnum því skuldir vegna grunnreksturs borgarinnar hækkuðu um 45,2 prósent eða um 30,7 milljarða að raunvirði á fyrstu þremur árum kjörtímabilsins, frá árinu 2014 til 2017. Núverandi meirihluti skuldsetti hvern íbúa um tæpar 250 þúsund krónur fyrstu þrjú ár kjörtímabilsins.Ráðdeild? Í Reykjavík er skattheimta með hæsta móti. Skuldahlutfall borgarinnar að teknu tilliti til allra fyrirtækja í eigu hennar er langt yfir landsmeðaltali. Skuldir á íbúa eru með þeim hæstu á landinu. Hækkun skulda á íbúa fyrstu þrjú ár kjörtímabilsins voru 250 þúsund krónur, eins og áður segir. Ein milljón króna á fjögurra manna fjölskyldu. Allt gerðist þetta í fordæmalausu góðæri meðan tekjur hækkuðu yfir 30 prósent eða um tæpa 28 milljarða. Í góðæri sem mun ekki vara að eilífu. Höfum hugfast að skuldadagar koma, það er eins víst og nótt fylgir degi. Tíminn til að víkja af vegi skuldasöfnunar er núna og þar með komum við í veg fyrir að skuldaklafanum verði velt á herðar komandi kynslóða; barnanna okkar. Í því felst velferð Reykvíkinga til framtíðar.Höfundur skipar 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Atladóttir Kosningar 2018 Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kosninga kemur framtíðin, eðli máls samkvæmt, oft til tals. Þá er gjarnan rætt um hvaða umgjörð við hyggjumst búa börnunum okkar. Sennilega myndu fáir skrifa upp á það að skuldaklafi á þeirra herðar ætti að vera sérstakt baráttumál. Fjárhagsstjórn núverandi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur er hins vegar ávísun á þetta. Gaumgæfum nokkrar staðreyndir þessu til stuðnings.Hærri tekjur Tekjur af grunnrekstri borgarinnar hækkuðu um 27,7 milljarða að raunvirði fyrstu þrjú ár kjörtímabils núverandi meirihluta, eða um 31,4 prósent. Rekstrartekjur námu tæpum 116 milljörðum króna árið 2017. Það þýðir að borgin hefur um 300 milljónir króna til ráðstöfunar alla daga ársins. Meiri tekjur borgarinnar koma beint úr vösum borgarbúa.Hærri skattar Íbúar Reykjavíkur greiða hærra hlutfall af tekjum sínum til borgarinnar en íbúar annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt nýlegri skýrslu Samtaka atvinnulífsins. Íbúar á Seltjarnarnesi greiða 7,4 prósent tekna en íbúar Reykjavíkur 10,9 prósent.Hærri skuldir Samkvæmt ársskýrslu Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS) 2017 var skuldahlutfall borgarinnar 187 prósent ef skuldir Orkuveitu Reykjavíkur eru teknar með í reikninginn. Það þýðir að heildarskuldir og skuldbindingar eru næstum tvöfaldar heildartekjur borgarinnar. Landsmeðaltal var 153 prósent. Reykjavíkurborg nýtir sér heimild til að undanskilja Orkuveitu Reykjavíkur (OR) við útreikning á skuldahlutfalli. Spyrja má hvort það gefi rétta mynd af skuldastöðu borgarinnar.Hærri skuldir á hvern íbúa Í sömu skýrslu EFS var skuldum skipt niður á íbúa borgarinnar. Hvert einasta mannsbarn í Reykjavík skuldaði tæpar 2,4 milljónir. Skuldir á íbúa voru aðeins hærri í þremur öðrum sveitarfélögum, Fljótsdalshéraði, Norðurþingi og Reykjanesbæ. Núverandi meirihluti mun örugglega koma Reykvíkingum í fyrsta sætið ef svo fer fram sem horfir.Þróun skulda Landsmenn hafa unnið ötullega að því að lækka skuldir sínar og spara á árunum eftir hrun bankanna. Reykjavíkurborg fer gegn straumnum því skuldir vegna grunnreksturs borgarinnar hækkuðu um 45,2 prósent eða um 30,7 milljarða að raunvirði á fyrstu þremur árum kjörtímabilsins, frá árinu 2014 til 2017. Núverandi meirihluti skuldsetti hvern íbúa um tæpar 250 þúsund krónur fyrstu þrjú ár kjörtímabilsins.Ráðdeild? Í Reykjavík er skattheimta með hæsta móti. Skuldahlutfall borgarinnar að teknu tilliti til allra fyrirtækja í eigu hennar er langt yfir landsmeðaltali. Skuldir á íbúa eru með þeim hæstu á landinu. Hækkun skulda á íbúa fyrstu þrjú ár kjörtímabilsins voru 250 þúsund krónur, eins og áður segir. Ein milljón króna á fjögurra manna fjölskyldu. Allt gerðist þetta í fordæmalausu góðæri meðan tekjur hækkuðu yfir 30 prósent eða um tæpa 28 milljarða. Í góðæri sem mun ekki vara að eilífu. Höfum hugfast að skuldadagar koma, það er eins víst og nótt fylgir degi. Tíminn til að víkja af vegi skuldasöfnunar er núna og þar með komum við í veg fyrir að skuldaklafanum verði velt á herðar komandi kynslóða; barnanna okkar. Í því felst velferð Reykvíkinga til framtíðar.Höfundur skipar 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun