Mislingasmit í vélum Icelandair staðfest: Um 300 farþegar í hættu Birgir Olgeirsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 7. júní 2018 11:43 Um var að ræða flug Icelandair frá Berlín til Íslands og Íslands til Toronto. Um 300 manns voru í þessum vélum en samkvæmt upplýsingum frá Icelandair voru nokkrir tugir Íslendinga í þessum vélum. Vísir/Getty Sóttvarnalæknir hefur fengið staðfest frá kanadískum heilbrigðisyfirvöldum að fullorðinn einstaklingur smitaður af mislingum hafi verið í tveimur flugferðum Icelandair þann 30. maí síðastliðinn. Um var að ræða ferðir Icelandair frá Berlín til Íslands og Íslands til Toronto. Um 300 manns voru í þessum vélum en samkvæmt upplýsingum frá Icelandair voru nokkrir tugir Íslendinga í þessum vélum. Icelandair hefur áframsent bréf frá embætti landlæknis til þessara einstaklinga sem voru í vélunum, það er öllum þeim sem flugfélagið hafði upplýsingar um heimilisfang.Í hættu í þrjár vikur Farþegarnir fengu þar með leiðbeiningar um það hvað þeir eiga að gera ef þeir finna fyrir einkennum á næstu dögum, en þeir verða ekki úr hættu fyrr en eftir 20. júní næstkomandi. „Þá verða liðnar þrjár vikur frá þeim tíma sem þetta fólk var í þessum vélum, eftir þann tíma er mjög ólíklegt að mislingasmit komi fram,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann segir embættið ekki hafa fengið neinar upplýsingar um að smit hafi komið upp á Íslandi frá því farþegarnir komust í tæri við þennan smitaða einstakling í vélum Icelandair. Einkennin eiga það til að koma fram um 10 til 14 dögum eftir smit og getur það náð allt að þremur vikum. „Og við erum að nálgast þann tíma núna,“ segir Þórólfur.Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.VÍSIR/STEFÁNÞátttaka í bólusetningu mætti vera betri Spurður hvort fólk sé ekki almennt bólusett fyrir mislingum svarar Þórólfur að það sé misjafnt. Hann segir þátttöku í bólusetningum gegn mislingum mætti vera betra þó hún hafi verið ásættanleg að mörgu leyti. Hann segir að það kunni að vera að einstaklingar sem eru fæddir eftir 1970 hafi ekki fengið bólusetningu vegna mislinga og hefur embættið hvatt fólk til að kanna þetta vel og fá bólusetningu.Meira smitandi en aðrir sjúkdómar Spurður hvort að hætta á smiti í flugvél sé ekki mikil segir hann mislinga fyrsta og fremst vera úðasmit, það er að þeir smitist ef fólk er í nálægð við smitaða einstaklinga sem hnerra eða hósta. „Venjulega er ekki mikil hætta á smiti í flugvélum vegna þess hvernig þrýstingi er háttað í þeim. En það gildir öðru máli um mislinga því þeir eru töluvert meira smitandi en flestir aðrir smitsjúkdómar,“ segir Þórólfur.Samskonar dæmi á Íslandi fyrir tveimur árum Hann segir því alla sem voru í þessum vélum í hættu líkt og dæmin sýni og nefnir hann atvik frá tveimur árum frá Íslandi þar sem upp komst um mislingasmit í flugvél. Hann segir það atvik hafa gengið vel fyrir sig. Fullorðinn einstaklingur hafi veikst, en þó ekki illa. Eftir að upp komst um smitið umgekkst hann ekki annað fólk, hélt sig heima og voru börnin hans bólusett. „Vonandi gengur það vel ef þetta kemur upp aftur,“ segir Þórólfur.Stofnanir upplýstar Hann segir heilbrigðisstofnanir á Íslandi hafa verið upplýstar um stöðu mála og ættu læknar að vera að fljótir að átta sig ef einstaklingar leita til þeirra með einkenni.Þórólfur sagði í samtali við Vísi í gær að hann hefði fyrst frétt af þessu mislingasmiti í flugvélum Icelandair í gegnum fjölmiðla. Hann sagði að kanadísk heilbrigðisyfirvöld hefðu átt að upplýsa um þetta atvik. Spurður hvort hann hafi fengið einhverjar skýringar á því hvers vegna engar upplýsingar hafi borist frá kanadískum heilbrigðisyfirvöldum segir hann svo ekki vera.Sérstaklega hættulegt börnum Mislingar eru sérstaklega hættulegir börnum, þunguðum konum og fólki með viðkvæmt ónæmiskerfi. Farþegum á fyrrnefndum leiðum er ráðlagt að fylgjast vel með einkennum sjúkdómsins; sem sögð eru vera hár hiti, hóstaköst, nefrennsli, særindi í augum, viðkvæmni fyrir birtu og rauð útbrot sem geti varað í allt að viku. Á vef landlæknis segir að einkenni mislinga geta verið lík ýmsum öðrum sjúkdómum og því sé rétt er að hafa samband við lækni til að fá staðfestingu á að um mislinga sé að ræða. Farþeginn sem var smitaður hafði ferðast frá Kænugarði í Úkraínu með viðkomu á Íslandi. Hann millilenti og skipti um flugvél á tveimur stöðum og eru farþegar Icelandair er í fyrrnefndum flugferðum í hættu á að hafa smitast. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar í flugi Icelandair varaðir við mislingum Heilbrigðisyfirvöld í Toronto í Kanada rannsaka nú mislingatilfelli, sem barst til borgarinnar með farþega í vél Icelandair í síðustu viku. 6. júní 2018 07:20 Sóttvarnalæknir frétti af mislingasmiti í vélum Icelandair í fjölmiðlum Segir fulltrúa Icelandair einnig hafa komið af fjöllum og engin tilkynning hafi borist frá Kanada. 6. júní 2018 11:52 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Sóttvarnalæknir hefur fengið staðfest frá kanadískum heilbrigðisyfirvöldum að fullorðinn einstaklingur smitaður af mislingum hafi verið í tveimur flugferðum Icelandair þann 30. maí síðastliðinn. Um var að ræða ferðir Icelandair frá Berlín til Íslands og Íslands til Toronto. Um 300 manns voru í þessum vélum en samkvæmt upplýsingum frá Icelandair voru nokkrir tugir Íslendinga í þessum vélum. Icelandair hefur áframsent bréf frá embætti landlæknis til þessara einstaklinga sem voru í vélunum, það er öllum þeim sem flugfélagið hafði upplýsingar um heimilisfang.Í hættu í þrjár vikur Farþegarnir fengu þar með leiðbeiningar um það hvað þeir eiga að gera ef þeir finna fyrir einkennum á næstu dögum, en þeir verða ekki úr hættu fyrr en eftir 20. júní næstkomandi. „Þá verða liðnar þrjár vikur frá þeim tíma sem þetta fólk var í þessum vélum, eftir þann tíma er mjög ólíklegt að mislingasmit komi fram,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann segir embættið ekki hafa fengið neinar upplýsingar um að smit hafi komið upp á Íslandi frá því farþegarnir komust í tæri við þennan smitaða einstakling í vélum Icelandair. Einkennin eiga það til að koma fram um 10 til 14 dögum eftir smit og getur það náð allt að þremur vikum. „Og við erum að nálgast þann tíma núna,“ segir Þórólfur.Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.VÍSIR/STEFÁNÞátttaka í bólusetningu mætti vera betri Spurður hvort fólk sé ekki almennt bólusett fyrir mislingum svarar Þórólfur að það sé misjafnt. Hann segir þátttöku í bólusetningum gegn mislingum mætti vera betra þó hún hafi verið ásættanleg að mörgu leyti. Hann segir að það kunni að vera að einstaklingar sem eru fæddir eftir 1970 hafi ekki fengið bólusetningu vegna mislinga og hefur embættið hvatt fólk til að kanna þetta vel og fá bólusetningu.Meira smitandi en aðrir sjúkdómar Spurður hvort að hætta á smiti í flugvél sé ekki mikil segir hann mislinga fyrsta og fremst vera úðasmit, það er að þeir smitist ef fólk er í nálægð við smitaða einstaklinga sem hnerra eða hósta. „Venjulega er ekki mikil hætta á smiti í flugvélum vegna þess hvernig þrýstingi er háttað í þeim. En það gildir öðru máli um mislinga því þeir eru töluvert meira smitandi en flestir aðrir smitsjúkdómar,“ segir Þórólfur.Samskonar dæmi á Íslandi fyrir tveimur árum Hann segir því alla sem voru í þessum vélum í hættu líkt og dæmin sýni og nefnir hann atvik frá tveimur árum frá Íslandi þar sem upp komst um mislingasmit í flugvél. Hann segir það atvik hafa gengið vel fyrir sig. Fullorðinn einstaklingur hafi veikst, en þó ekki illa. Eftir að upp komst um smitið umgekkst hann ekki annað fólk, hélt sig heima og voru börnin hans bólusett. „Vonandi gengur það vel ef þetta kemur upp aftur,“ segir Þórólfur.Stofnanir upplýstar Hann segir heilbrigðisstofnanir á Íslandi hafa verið upplýstar um stöðu mála og ættu læknar að vera að fljótir að átta sig ef einstaklingar leita til þeirra með einkenni.Þórólfur sagði í samtali við Vísi í gær að hann hefði fyrst frétt af þessu mislingasmiti í flugvélum Icelandair í gegnum fjölmiðla. Hann sagði að kanadísk heilbrigðisyfirvöld hefðu átt að upplýsa um þetta atvik. Spurður hvort hann hafi fengið einhverjar skýringar á því hvers vegna engar upplýsingar hafi borist frá kanadískum heilbrigðisyfirvöldum segir hann svo ekki vera.Sérstaklega hættulegt börnum Mislingar eru sérstaklega hættulegir börnum, þunguðum konum og fólki með viðkvæmt ónæmiskerfi. Farþegum á fyrrnefndum leiðum er ráðlagt að fylgjast vel með einkennum sjúkdómsins; sem sögð eru vera hár hiti, hóstaköst, nefrennsli, særindi í augum, viðkvæmni fyrir birtu og rauð útbrot sem geti varað í allt að viku. Á vef landlæknis segir að einkenni mislinga geta verið lík ýmsum öðrum sjúkdómum og því sé rétt er að hafa samband við lækni til að fá staðfestingu á að um mislinga sé að ræða. Farþeginn sem var smitaður hafði ferðast frá Kænugarði í Úkraínu með viðkomu á Íslandi. Hann millilenti og skipti um flugvél á tveimur stöðum og eru farþegar Icelandair er í fyrrnefndum flugferðum í hættu á að hafa smitast.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar í flugi Icelandair varaðir við mislingum Heilbrigðisyfirvöld í Toronto í Kanada rannsaka nú mislingatilfelli, sem barst til borgarinnar með farþega í vél Icelandair í síðustu viku. 6. júní 2018 07:20 Sóttvarnalæknir frétti af mislingasmiti í vélum Icelandair í fjölmiðlum Segir fulltrúa Icelandair einnig hafa komið af fjöllum og engin tilkynning hafi borist frá Kanada. 6. júní 2018 11:52 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Farþegar í flugi Icelandair varaðir við mislingum Heilbrigðisyfirvöld í Toronto í Kanada rannsaka nú mislingatilfelli, sem barst til borgarinnar með farþega í vél Icelandair í síðustu viku. 6. júní 2018 07:20
Sóttvarnalæknir frétti af mislingasmiti í vélum Icelandair í fjölmiðlum Segir fulltrúa Icelandair einnig hafa komið af fjöllum og engin tilkynning hafi borist frá Kanada. 6. júní 2018 11:52
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent