Mislingasmit í vélum Icelandair staðfest: Um 300 farþegar í hættu Birgir Olgeirsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 7. júní 2018 11:43 Um var að ræða flug Icelandair frá Berlín til Íslands og Íslands til Toronto. Um 300 manns voru í þessum vélum en samkvæmt upplýsingum frá Icelandair voru nokkrir tugir Íslendinga í þessum vélum. Vísir/Getty Sóttvarnalæknir hefur fengið staðfest frá kanadískum heilbrigðisyfirvöldum að fullorðinn einstaklingur smitaður af mislingum hafi verið í tveimur flugferðum Icelandair þann 30. maí síðastliðinn. Um var að ræða ferðir Icelandair frá Berlín til Íslands og Íslands til Toronto. Um 300 manns voru í þessum vélum en samkvæmt upplýsingum frá Icelandair voru nokkrir tugir Íslendinga í þessum vélum. Icelandair hefur áframsent bréf frá embætti landlæknis til þessara einstaklinga sem voru í vélunum, það er öllum þeim sem flugfélagið hafði upplýsingar um heimilisfang.Í hættu í þrjár vikur Farþegarnir fengu þar með leiðbeiningar um það hvað þeir eiga að gera ef þeir finna fyrir einkennum á næstu dögum, en þeir verða ekki úr hættu fyrr en eftir 20. júní næstkomandi. „Þá verða liðnar þrjár vikur frá þeim tíma sem þetta fólk var í þessum vélum, eftir þann tíma er mjög ólíklegt að mislingasmit komi fram,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann segir embættið ekki hafa fengið neinar upplýsingar um að smit hafi komið upp á Íslandi frá því farþegarnir komust í tæri við þennan smitaða einstakling í vélum Icelandair. Einkennin eiga það til að koma fram um 10 til 14 dögum eftir smit og getur það náð allt að þremur vikum. „Og við erum að nálgast þann tíma núna,“ segir Þórólfur.Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.VÍSIR/STEFÁNÞátttaka í bólusetningu mætti vera betri Spurður hvort fólk sé ekki almennt bólusett fyrir mislingum svarar Þórólfur að það sé misjafnt. Hann segir þátttöku í bólusetningum gegn mislingum mætti vera betra þó hún hafi verið ásættanleg að mörgu leyti. Hann segir að það kunni að vera að einstaklingar sem eru fæddir eftir 1970 hafi ekki fengið bólusetningu vegna mislinga og hefur embættið hvatt fólk til að kanna þetta vel og fá bólusetningu.Meira smitandi en aðrir sjúkdómar Spurður hvort að hætta á smiti í flugvél sé ekki mikil segir hann mislinga fyrsta og fremst vera úðasmit, það er að þeir smitist ef fólk er í nálægð við smitaða einstaklinga sem hnerra eða hósta. „Venjulega er ekki mikil hætta á smiti í flugvélum vegna þess hvernig þrýstingi er háttað í þeim. En það gildir öðru máli um mislinga því þeir eru töluvert meira smitandi en flestir aðrir smitsjúkdómar,“ segir Þórólfur.Samskonar dæmi á Íslandi fyrir tveimur árum Hann segir því alla sem voru í þessum vélum í hættu líkt og dæmin sýni og nefnir hann atvik frá tveimur árum frá Íslandi þar sem upp komst um mislingasmit í flugvél. Hann segir það atvik hafa gengið vel fyrir sig. Fullorðinn einstaklingur hafi veikst, en þó ekki illa. Eftir að upp komst um smitið umgekkst hann ekki annað fólk, hélt sig heima og voru börnin hans bólusett. „Vonandi gengur það vel ef þetta kemur upp aftur,“ segir Þórólfur.Stofnanir upplýstar Hann segir heilbrigðisstofnanir á Íslandi hafa verið upplýstar um stöðu mála og ættu læknar að vera að fljótir að átta sig ef einstaklingar leita til þeirra með einkenni.Þórólfur sagði í samtali við Vísi í gær að hann hefði fyrst frétt af þessu mislingasmiti í flugvélum Icelandair í gegnum fjölmiðla. Hann sagði að kanadísk heilbrigðisyfirvöld hefðu átt að upplýsa um þetta atvik. Spurður hvort hann hafi fengið einhverjar skýringar á því hvers vegna engar upplýsingar hafi borist frá kanadískum heilbrigðisyfirvöldum segir hann svo ekki vera.Sérstaklega hættulegt börnum Mislingar eru sérstaklega hættulegir börnum, þunguðum konum og fólki með viðkvæmt ónæmiskerfi. Farþegum á fyrrnefndum leiðum er ráðlagt að fylgjast vel með einkennum sjúkdómsins; sem sögð eru vera hár hiti, hóstaköst, nefrennsli, særindi í augum, viðkvæmni fyrir birtu og rauð útbrot sem geti varað í allt að viku. Á vef landlæknis segir að einkenni mislinga geta verið lík ýmsum öðrum sjúkdómum og því sé rétt er að hafa samband við lækni til að fá staðfestingu á að um mislinga sé að ræða. Farþeginn sem var smitaður hafði ferðast frá Kænugarði í Úkraínu með viðkomu á Íslandi. Hann millilenti og skipti um flugvél á tveimur stöðum og eru farþegar Icelandair er í fyrrnefndum flugferðum í hættu á að hafa smitast. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar í flugi Icelandair varaðir við mislingum Heilbrigðisyfirvöld í Toronto í Kanada rannsaka nú mislingatilfelli, sem barst til borgarinnar með farþega í vél Icelandair í síðustu viku. 6. júní 2018 07:20 Sóttvarnalæknir frétti af mislingasmiti í vélum Icelandair í fjölmiðlum Segir fulltrúa Icelandair einnig hafa komið af fjöllum og engin tilkynning hafi borist frá Kanada. 6. júní 2018 11:52 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Sóttvarnalæknir hefur fengið staðfest frá kanadískum heilbrigðisyfirvöldum að fullorðinn einstaklingur smitaður af mislingum hafi verið í tveimur flugferðum Icelandair þann 30. maí síðastliðinn. Um var að ræða ferðir Icelandair frá Berlín til Íslands og Íslands til Toronto. Um 300 manns voru í þessum vélum en samkvæmt upplýsingum frá Icelandair voru nokkrir tugir Íslendinga í þessum vélum. Icelandair hefur áframsent bréf frá embætti landlæknis til þessara einstaklinga sem voru í vélunum, það er öllum þeim sem flugfélagið hafði upplýsingar um heimilisfang.Í hættu í þrjár vikur Farþegarnir fengu þar með leiðbeiningar um það hvað þeir eiga að gera ef þeir finna fyrir einkennum á næstu dögum, en þeir verða ekki úr hættu fyrr en eftir 20. júní næstkomandi. „Þá verða liðnar þrjár vikur frá þeim tíma sem þetta fólk var í þessum vélum, eftir þann tíma er mjög ólíklegt að mislingasmit komi fram,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann segir embættið ekki hafa fengið neinar upplýsingar um að smit hafi komið upp á Íslandi frá því farþegarnir komust í tæri við þennan smitaða einstakling í vélum Icelandair. Einkennin eiga það til að koma fram um 10 til 14 dögum eftir smit og getur það náð allt að þremur vikum. „Og við erum að nálgast þann tíma núna,“ segir Þórólfur.Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.VÍSIR/STEFÁNÞátttaka í bólusetningu mætti vera betri Spurður hvort fólk sé ekki almennt bólusett fyrir mislingum svarar Þórólfur að það sé misjafnt. Hann segir þátttöku í bólusetningum gegn mislingum mætti vera betra þó hún hafi verið ásættanleg að mörgu leyti. Hann segir að það kunni að vera að einstaklingar sem eru fæddir eftir 1970 hafi ekki fengið bólusetningu vegna mislinga og hefur embættið hvatt fólk til að kanna þetta vel og fá bólusetningu.Meira smitandi en aðrir sjúkdómar Spurður hvort að hætta á smiti í flugvél sé ekki mikil segir hann mislinga fyrsta og fremst vera úðasmit, það er að þeir smitist ef fólk er í nálægð við smitaða einstaklinga sem hnerra eða hósta. „Venjulega er ekki mikil hætta á smiti í flugvélum vegna þess hvernig þrýstingi er háttað í þeim. En það gildir öðru máli um mislinga því þeir eru töluvert meira smitandi en flestir aðrir smitsjúkdómar,“ segir Þórólfur.Samskonar dæmi á Íslandi fyrir tveimur árum Hann segir því alla sem voru í þessum vélum í hættu líkt og dæmin sýni og nefnir hann atvik frá tveimur árum frá Íslandi þar sem upp komst um mislingasmit í flugvél. Hann segir það atvik hafa gengið vel fyrir sig. Fullorðinn einstaklingur hafi veikst, en þó ekki illa. Eftir að upp komst um smitið umgekkst hann ekki annað fólk, hélt sig heima og voru börnin hans bólusett. „Vonandi gengur það vel ef þetta kemur upp aftur,“ segir Þórólfur.Stofnanir upplýstar Hann segir heilbrigðisstofnanir á Íslandi hafa verið upplýstar um stöðu mála og ættu læknar að vera að fljótir að átta sig ef einstaklingar leita til þeirra með einkenni.Þórólfur sagði í samtali við Vísi í gær að hann hefði fyrst frétt af þessu mislingasmiti í flugvélum Icelandair í gegnum fjölmiðla. Hann sagði að kanadísk heilbrigðisyfirvöld hefðu átt að upplýsa um þetta atvik. Spurður hvort hann hafi fengið einhverjar skýringar á því hvers vegna engar upplýsingar hafi borist frá kanadískum heilbrigðisyfirvöldum segir hann svo ekki vera.Sérstaklega hættulegt börnum Mislingar eru sérstaklega hættulegir börnum, þunguðum konum og fólki með viðkvæmt ónæmiskerfi. Farþegum á fyrrnefndum leiðum er ráðlagt að fylgjast vel með einkennum sjúkdómsins; sem sögð eru vera hár hiti, hóstaköst, nefrennsli, særindi í augum, viðkvæmni fyrir birtu og rauð útbrot sem geti varað í allt að viku. Á vef landlæknis segir að einkenni mislinga geta verið lík ýmsum öðrum sjúkdómum og því sé rétt er að hafa samband við lækni til að fá staðfestingu á að um mislinga sé að ræða. Farþeginn sem var smitaður hafði ferðast frá Kænugarði í Úkraínu með viðkomu á Íslandi. Hann millilenti og skipti um flugvél á tveimur stöðum og eru farþegar Icelandair er í fyrrnefndum flugferðum í hættu á að hafa smitast.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar í flugi Icelandair varaðir við mislingum Heilbrigðisyfirvöld í Toronto í Kanada rannsaka nú mislingatilfelli, sem barst til borgarinnar með farþega í vél Icelandair í síðustu viku. 6. júní 2018 07:20 Sóttvarnalæknir frétti af mislingasmiti í vélum Icelandair í fjölmiðlum Segir fulltrúa Icelandair einnig hafa komið af fjöllum og engin tilkynning hafi borist frá Kanada. 6. júní 2018 11:52 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Farþegar í flugi Icelandair varaðir við mislingum Heilbrigðisyfirvöld í Toronto í Kanada rannsaka nú mislingatilfelli, sem barst til borgarinnar með farþega í vél Icelandair í síðustu viku. 6. júní 2018 07:20
Sóttvarnalæknir frétti af mislingasmiti í vélum Icelandair í fjölmiðlum Segir fulltrúa Icelandair einnig hafa komið af fjöllum og engin tilkynning hafi borist frá Kanada. 6. júní 2018 11:52