Finnur Freyr hættur hjá KR Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. júní 2018 08:37 Finnur Freyr getur stigið sáttur frá borði. vísir/bára Fimmfaldir Íslandsmeistarar KR eru mjög óvænt í þjálfaraleit þar sem að Finnur Freyr Stefánsson er hættur að þjálfa liðið. Hann er búinn að gera liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. „Við funduðum í gær og hann tilkynnti mér þá að hann væri hættur,“ segir Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR. Finnur Freyr hefur náð lygilegum árangri með KR-liðið síðustu fimm ár og þau hafa eflaust tekið á. Það hafa verið orðrómar um að erlend félög hafi verið að bera víurnar í Finn en það er allt óstaðfest. Árangur hans hefur þó örugglega ekki farið fram hjá erlendum félögum enda einstakur árangur. Böðvar segir að það sé alls óljóst hver taki við liðinu af Finni. Það verði farið strax í þá vinnu að finna arftaka Finns og vonandi gangi sú vinna hratt fyrir sig. Hann segir að KR muni skoða íslenska sem erlenda þjálfara. „En við í körfuknattleiksdeildinni þökkum Finni fyrir öll hans frábæru störf fyrir félagið. Hann er búinn að vera hjá okkur síðan 1999 sem er magnað. Við óskum honum alls hins besta í hverju sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir Böðvar.Einstakur árangur Finnur Freyr gerði KR fimm sinnum að Íslandsmeisturum eins og áður segir og tvisvar sinnum að bikarmeisturum. Hann er ásamt Keflvíkingnum Sigurði Ingimundarsyni sá sem hefur gert lið oftast að Íslandsmeisturum í úrslitakeppni. Undir stjórn Finns tapaði KR ekki einvígi í úrslitakeppni (15-0) og komst fjórum sinnum alla leið í bikarúrslitaleikinn í Laugardalshöllinni. Liðið vann ennfremur fjóra deildarmeistaratitla og Fyrirtækjabikar KKÍ einu sinni. KR hefur verið í síðustu níu úrslitaeinvígum eða úrslitaleikjum um tvo stærstu titlana á Íslandi (Íslandsmeistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn) eða öllum úrslitum síðan að liðið missti af bikarúrslitaleiknum á fyrsta ári Finns með liðið. Finnur Freyr vann alls 12 titla á þessum fimm tímabilum sínum með KR-liðið. KR vann alls 91 af 110 deildarleikjum sínum undir stjórn Finns (83 prósent) og 45 af 59 leikjum sínum í úrslitakeppni (76 prósent). Enginn þjálfari KR hefur unnið fleiri leiki í deildarkeppni úrvalsdeildar karla og Finnur hefur auk þess unnið 27 fleiri leiki í úrslitakeppni en sá KR-þjálfari sem kemur í öðru sæti á eftir honum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnur Freyr: Ég var hættur að njóta körfuboltans "Mér fannst vera kominn tími á mig,“ segir Finnur Freyr Stefánsson sem í gær ákvað að stíga frá borði sem þjálfari KR eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. 5. júní 2018 09:12 Finnur: Hefðum ekki getað farið erfiðari leið Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari nýkrýndra fimmfaldra Íslandsmeistara KR, átti erfitt með orðin og tilfinningarnar í leikslok í DHL höllinni í kvöld eftir 83-79 sigur á Tindastól og 3-1 sigur í úrslitarimmunni. 28. apríl 2018 23:31 Umfjöllun: KR - Tindastóll 89-73 │KR-ingar eru fimmfaldir Íslandsmeistarar KR er fimmfaldur Íslandsmeistari eftir öruggan sigur á Tindastól í fjórða leik úrslitarimmunnar í Domino's deild karla. KR vann einvígið samanlagt 3-1. 28. apríl 2018 23:15 Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Leik lokið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Fjórði sigur Úlfanna í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Sjá meira
Fimmfaldir Íslandsmeistarar KR eru mjög óvænt í þjálfaraleit þar sem að Finnur Freyr Stefánsson er hættur að þjálfa liðið. Hann er búinn að gera liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. „Við funduðum í gær og hann tilkynnti mér þá að hann væri hættur,“ segir Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR. Finnur Freyr hefur náð lygilegum árangri með KR-liðið síðustu fimm ár og þau hafa eflaust tekið á. Það hafa verið orðrómar um að erlend félög hafi verið að bera víurnar í Finn en það er allt óstaðfest. Árangur hans hefur þó örugglega ekki farið fram hjá erlendum félögum enda einstakur árangur. Böðvar segir að það sé alls óljóst hver taki við liðinu af Finni. Það verði farið strax í þá vinnu að finna arftaka Finns og vonandi gangi sú vinna hratt fyrir sig. Hann segir að KR muni skoða íslenska sem erlenda þjálfara. „En við í körfuknattleiksdeildinni þökkum Finni fyrir öll hans frábæru störf fyrir félagið. Hann er búinn að vera hjá okkur síðan 1999 sem er magnað. Við óskum honum alls hins besta í hverju sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir Böðvar.Einstakur árangur Finnur Freyr gerði KR fimm sinnum að Íslandsmeisturum eins og áður segir og tvisvar sinnum að bikarmeisturum. Hann er ásamt Keflvíkingnum Sigurði Ingimundarsyni sá sem hefur gert lið oftast að Íslandsmeisturum í úrslitakeppni. Undir stjórn Finns tapaði KR ekki einvígi í úrslitakeppni (15-0) og komst fjórum sinnum alla leið í bikarúrslitaleikinn í Laugardalshöllinni. Liðið vann ennfremur fjóra deildarmeistaratitla og Fyrirtækjabikar KKÍ einu sinni. KR hefur verið í síðustu níu úrslitaeinvígum eða úrslitaleikjum um tvo stærstu titlana á Íslandi (Íslandsmeistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn) eða öllum úrslitum síðan að liðið missti af bikarúrslitaleiknum á fyrsta ári Finns með liðið. Finnur Freyr vann alls 12 titla á þessum fimm tímabilum sínum með KR-liðið. KR vann alls 91 af 110 deildarleikjum sínum undir stjórn Finns (83 prósent) og 45 af 59 leikjum sínum í úrslitakeppni (76 prósent). Enginn þjálfari KR hefur unnið fleiri leiki í deildarkeppni úrvalsdeildar karla og Finnur hefur auk þess unnið 27 fleiri leiki í úrslitakeppni en sá KR-þjálfari sem kemur í öðru sæti á eftir honum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnur Freyr: Ég var hættur að njóta körfuboltans "Mér fannst vera kominn tími á mig,“ segir Finnur Freyr Stefánsson sem í gær ákvað að stíga frá borði sem þjálfari KR eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. 5. júní 2018 09:12 Finnur: Hefðum ekki getað farið erfiðari leið Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari nýkrýndra fimmfaldra Íslandsmeistara KR, átti erfitt með orðin og tilfinningarnar í leikslok í DHL höllinni í kvöld eftir 83-79 sigur á Tindastól og 3-1 sigur í úrslitarimmunni. 28. apríl 2018 23:31 Umfjöllun: KR - Tindastóll 89-73 │KR-ingar eru fimmfaldir Íslandsmeistarar KR er fimmfaldur Íslandsmeistari eftir öruggan sigur á Tindastól í fjórða leik úrslitarimmunnar í Domino's deild karla. KR vann einvígið samanlagt 3-1. 28. apríl 2018 23:15 Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Leik lokið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Fjórði sigur Úlfanna í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Sjá meira
Finnur Freyr: Ég var hættur að njóta körfuboltans "Mér fannst vera kominn tími á mig,“ segir Finnur Freyr Stefánsson sem í gær ákvað að stíga frá borði sem þjálfari KR eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. 5. júní 2018 09:12
Finnur: Hefðum ekki getað farið erfiðari leið Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari nýkrýndra fimmfaldra Íslandsmeistara KR, átti erfitt með orðin og tilfinningarnar í leikslok í DHL höllinni í kvöld eftir 83-79 sigur á Tindastól og 3-1 sigur í úrslitarimmunni. 28. apríl 2018 23:31
Umfjöllun: KR - Tindastóll 89-73 │KR-ingar eru fimmfaldir Íslandsmeistarar KR er fimmfaldur Íslandsmeistari eftir öruggan sigur á Tindastól í fjórða leik úrslitarimmunnar í Domino's deild karla. KR vann einvígið samanlagt 3-1. 28. apríl 2018 23:15
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik