Líklegt að sósíalistinn Sánchez komist til valda á Spáni í dag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. júní 2018 06:00 Stjórnarandstöðuleiðtoginn Pedro Sánchez á þinginu í gær. Vísir/AFP Til stendur að spænska þingið greiði í dag atkvæði um vantraust á forsætisráðherrann Mariano Rajoy. Í gær kom í ljós að flokkur Baska á spænska þinginu (PNV) ætlaði að ganga til liðs við fimm aðra stjórnarandstöðuflokka sem styðja vantrauststillöguna. Með stuðningi Baskanna voru andstæðingar Rajoys orðnir 180 en 176 þarf til þess að steypa Rajoy af stóli. Ef þingmennirnir 180 greiða atkvæði með tillögunni þýðir það að Rajoy þarf að taka til á skrifborðinu sínu og mun Pedro Sánchez, formaður spænska Sósíalistaflokksins (PSOE) og formlegur leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sjálfkrafa taka við forsætisráðherrastólnum. Skömmu áður en PNV lýsti yfir stuðningi við tillöguna sagði Sánchez í pontu að Rajoy hefði enn tíma til að afstýra þeim örlögum sínum að verða fyrsti spænski forsætisráðherrann sem tapar atkvæðagreiðslu sem þessari. „Ert þú tilbúinn til þess að segja af þér núna? Segðu af þér í dag og þú færð að fara á eigin forsendum. Þú tilheyrir fortíðinni, ert hluti af kafla sem þetta ríki er að fara að loka,“ sagði Sánchez. Rajoy hafði ekki sagt af sér þegar Fréttablaðið fór í prentun og stefndi því í að atkvæðagreiðslan færi fram í dag.Sjá einnig: Spænska ríkisstjórnin fallin Partido Popular (PP), flokkur Rajoys, er í minnihluta á þinginu og hefur einungis 134 þingsæti af 350. Þótt hann sé stærsti flokkurinn á þingi er það hvergi nærri nóg til að verja Rajoy vantrausti. Ástæðan fyrir því að tillagan var sett fram er einna helst umfangsmikið spillingarmál innan raða Partido Popular. Á dögunum voru 29 flokksmenn dæmdir í 351 ár í fangelsi samanlagt í hinu svokallaða Gurtel-máli. Málið komst upp eftir að El País birti skjöl sem Luis Barcenas, fyrrverandi gjaldkeri PP, skrifaði um ólöglegar greiðslur til ýmissa flokksmanna. Rajoy sagði á þinginu í gær að þingflokkur PP væri skipaður „heiðarlegu og góðu“ fólki. „Sósíalistarnir eyðilögðu ríkið og við höfum komið hér á vexti og búið til ný störf,“ sagði Rajoy og bætti því við að Sánchez væri nú að reyna að mynda „Frankenstein-stjórn“ sem myndi skaða spænskt hagkerfi. Ef Sánchez verður forsætisráðherra í dag er ljóst að hann mun njóta stuðnings vinstriflokksins Podemos, tveggja Baskaflokka, tveggja flokka sem berjast fyrir sjálfstæði Katalóníu og smáflokks frá Kanaríeyjum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Spænska þingið ræðir vantraust á forsætisráðherra vegna spillingarmála Framtíð spænska forsætisráðherrans, Mariano Rajoy, mun ráðast á morgun þegar þingið greiðir atkvæði um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar. Vantraustið var rætt á þinginu í dag og var mörgum heitt í hamsi. 31. maí 2018 15:29 Spillingarmál skekur stjórnarflokkinn á Spáni Lýðflokkur Mariano Rajoy var dæmdur í stóru spillingarmáli í síðustu viku. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir vantrausti og talar um nýjar kosningar. 27. maí 2018 19:33 Spænska ríkisstjórnin fallin Allt bendir til þess að tími Mariano Rajoys á stóli forsætisráðherra Spánar sé liðinn. Þingið ræðir nú vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar og síðdegis varð ljóst að meirihlutinn styður hann ekki lengur. 31. maí 2018 16:28 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Til stendur að spænska þingið greiði í dag atkvæði um vantraust á forsætisráðherrann Mariano Rajoy. Í gær kom í ljós að flokkur Baska á spænska þinginu (PNV) ætlaði að ganga til liðs við fimm aðra stjórnarandstöðuflokka sem styðja vantrauststillöguna. Með stuðningi Baskanna voru andstæðingar Rajoys orðnir 180 en 176 þarf til þess að steypa Rajoy af stóli. Ef þingmennirnir 180 greiða atkvæði með tillögunni þýðir það að Rajoy þarf að taka til á skrifborðinu sínu og mun Pedro Sánchez, formaður spænska Sósíalistaflokksins (PSOE) og formlegur leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sjálfkrafa taka við forsætisráðherrastólnum. Skömmu áður en PNV lýsti yfir stuðningi við tillöguna sagði Sánchez í pontu að Rajoy hefði enn tíma til að afstýra þeim örlögum sínum að verða fyrsti spænski forsætisráðherrann sem tapar atkvæðagreiðslu sem þessari. „Ert þú tilbúinn til þess að segja af þér núna? Segðu af þér í dag og þú færð að fara á eigin forsendum. Þú tilheyrir fortíðinni, ert hluti af kafla sem þetta ríki er að fara að loka,“ sagði Sánchez. Rajoy hafði ekki sagt af sér þegar Fréttablaðið fór í prentun og stefndi því í að atkvæðagreiðslan færi fram í dag.Sjá einnig: Spænska ríkisstjórnin fallin Partido Popular (PP), flokkur Rajoys, er í minnihluta á þinginu og hefur einungis 134 þingsæti af 350. Þótt hann sé stærsti flokkurinn á þingi er það hvergi nærri nóg til að verja Rajoy vantrausti. Ástæðan fyrir því að tillagan var sett fram er einna helst umfangsmikið spillingarmál innan raða Partido Popular. Á dögunum voru 29 flokksmenn dæmdir í 351 ár í fangelsi samanlagt í hinu svokallaða Gurtel-máli. Málið komst upp eftir að El País birti skjöl sem Luis Barcenas, fyrrverandi gjaldkeri PP, skrifaði um ólöglegar greiðslur til ýmissa flokksmanna. Rajoy sagði á þinginu í gær að þingflokkur PP væri skipaður „heiðarlegu og góðu“ fólki. „Sósíalistarnir eyðilögðu ríkið og við höfum komið hér á vexti og búið til ný störf,“ sagði Rajoy og bætti því við að Sánchez væri nú að reyna að mynda „Frankenstein-stjórn“ sem myndi skaða spænskt hagkerfi. Ef Sánchez verður forsætisráðherra í dag er ljóst að hann mun njóta stuðnings vinstriflokksins Podemos, tveggja Baskaflokka, tveggja flokka sem berjast fyrir sjálfstæði Katalóníu og smáflokks frá Kanaríeyjum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Spænska þingið ræðir vantraust á forsætisráðherra vegna spillingarmála Framtíð spænska forsætisráðherrans, Mariano Rajoy, mun ráðast á morgun þegar þingið greiðir atkvæði um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar. Vantraustið var rætt á þinginu í dag og var mörgum heitt í hamsi. 31. maí 2018 15:29 Spillingarmál skekur stjórnarflokkinn á Spáni Lýðflokkur Mariano Rajoy var dæmdur í stóru spillingarmáli í síðustu viku. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir vantrausti og talar um nýjar kosningar. 27. maí 2018 19:33 Spænska ríkisstjórnin fallin Allt bendir til þess að tími Mariano Rajoys á stóli forsætisráðherra Spánar sé liðinn. Þingið ræðir nú vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar og síðdegis varð ljóst að meirihlutinn styður hann ekki lengur. 31. maí 2018 16:28 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Spænska þingið ræðir vantraust á forsætisráðherra vegna spillingarmála Framtíð spænska forsætisráðherrans, Mariano Rajoy, mun ráðast á morgun þegar þingið greiðir atkvæði um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar. Vantraustið var rætt á þinginu í dag og var mörgum heitt í hamsi. 31. maí 2018 15:29
Spillingarmál skekur stjórnarflokkinn á Spáni Lýðflokkur Mariano Rajoy var dæmdur í stóru spillingarmáli í síðustu viku. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir vantrausti og talar um nýjar kosningar. 27. maí 2018 19:33
Spænska ríkisstjórnin fallin Allt bendir til þess að tími Mariano Rajoys á stóli forsætisráðherra Spánar sé liðinn. Þingið ræðir nú vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar og síðdegis varð ljóst að meirihlutinn styður hann ekki lengur. 31. maí 2018 16:28