Íbúar í Stigahlíð áhyggjufullir yfir aðbúnaði í húsi fyrir hælisleitendur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. júní 2018 19:45 Lögreglan hefur á undanförnum mánuðum þurft ítrekað að hafa afskipti af íbúum í húsi við Stigahlíð, þar af nokkrum sinnum með aðstoð sérsveitar. Í húsinu búa á annan tug hælisleitenda en íbúar í Stigahlíð hafa áhyggjur af aðbúnaði þeirra og öryggi í hverfinu.Síðast í gærkvöldi voru lögregla og sérsveit kölluð til að húsinu en um er að ræða tímabundið búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Allt að sextán einstaklingar dvelja í húsinu í senn sem Reykjavíkurborg er með á leigu. „Það vildi þannig til að ég var akkúrat að koma heim og lenti á eftir tveimur ómerktum sérsveitarbílum og á undan einum venjulegum lögreglubíl og það hafði verið maður handtekinn hérna sem að vitni sá svo til að hafði verið með eitthvað langt eggvopn,” segir Jón Ævar Pálmason, íbúi í hverfinu. Lögregla hefur litlar upplýsingar viljað veita um atvikið í gær en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg handtók lögregla þrjá einstaklinga og hefur verið óskað eftir því við útlendingastofnun að taka við vinnslu þeirra mála. Að sögn Jóns Ævars er þetta ekki í fyrsta sinn sem lögregla hefur verið kölluð til að húsinu.Hafa valdið usla í hverfinu „Upplýsingarnar sem við fengum voru að íbúum væri ekki hætta búin en auðvitað stendur okkur ekki á sama þegar að svona gerist því að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist í þessari annars rólegu íbúagötu,” segir Jón Ævar. Samkvæmt svörum frá Reykjavíkurborg annast öryggisfyrirtæki eftirlit þrisvar sinnum á sólarhring auk þess sem starfsmenn komi reglulega við og veiti íbúum ráðgjöf og stuðning. Nágrannar telja að huga þurfi betur að öryggi og aðbúnaði við húsið, bæði í þágu íbúa hússins sem og íbúa hverfisins. Íbúar hafa komið ábendingum á framfæri við borgaryfirvöld og umboðsmann borgarbúa. Borgin hefur haldið fund með íbúum en lítið hefur þó verið um svör að sögn Jóns Ævars. „Okkur finnst svona örlítið skjóta skökku við að allt í einu poppar upp tuttugu manna gistiheimili hérna sem að Reykjavíkurborg rekur og við skiljum auðvitað mæta vel að það þarf að hlúa vel að því fólki sem að er hýst í húsinu en við höfum bara upplifað dæmi um það að þarna hafa verið aðilar sem hafa ekki fengið viðeigandi heilbrigðisþjónustu og valdið usla í hverfinu,” segir Jón Ævar. Þess má geta að Reykjavíkurborg hefur boðað til fundar með íbúum vegna málsins á morgun. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
Lögreglan hefur á undanförnum mánuðum þurft ítrekað að hafa afskipti af íbúum í húsi við Stigahlíð, þar af nokkrum sinnum með aðstoð sérsveitar. Í húsinu búa á annan tug hælisleitenda en íbúar í Stigahlíð hafa áhyggjur af aðbúnaði þeirra og öryggi í hverfinu.Síðast í gærkvöldi voru lögregla og sérsveit kölluð til að húsinu en um er að ræða tímabundið búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Allt að sextán einstaklingar dvelja í húsinu í senn sem Reykjavíkurborg er með á leigu. „Það vildi þannig til að ég var akkúrat að koma heim og lenti á eftir tveimur ómerktum sérsveitarbílum og á undan einum venjulegum lögreglubíl og það hafði verið maður handtekinn hérna sem að vitni sá svo til að hafði verið með eitthvað langt eggvopn,” segir Jón Ævar Pálmason, íbúi í hverfinu. Lögregla hefur litlar upplýsingar viljað veita um atvikið í gær en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg handtók lögregla þrjá einstaklinga og hefur verið óskað eftir því við útlendingastofnun að taka við vinnslu þeirra mála. Að sögn Jóns Ævars er þetta ekki í fyrsta sinn sem lögregla hefur verið kölluð til að húsinu.Hafa valdið usla í hverfinu „Upplýsingarnar sem við fengum voru að íbúum væri ekki hætta búin en auðvitað stendur okkur ekki á sama þegar að svona gerist því að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist í þessari annars rólegu íbúagötu,” segir Jón Ævar. Samkvæmt svörum frá Reykjavíkurborg annast öryggisfyrirtæki eftirlit þrisvar sinnum á sólarhring auk þess sem starfsmenn komi reglulega við og veiti íbúum ráðgjöf og stuðning. Nágrannar telja að huga þurfi betur að öryggi og aðbúnaði við húsið, bæði í þágu íbúa hússins sem og íbúa hverfisins. Íbúar hafa komið ábendingum á framfæri við borgaryfirvöld og umboðsmann borgarbúa. Borgin hefur haldið fund með íbúum en lítið hefur þó verið um svör að sögn Jóns Ævars. „Okkur finnst svona örlítið skjóta skökku við að allt í einu poppar upp tuttugu manna gistiheimili hérna sem að Reykjavíkurborg rekur og við skiljum auðvitað mæta vel að það þarf að hlúa vel að því fólki sem að er hýst í húsinu en við höfum bara upplifað dæmi um það að þarna hafa verið aðilar sem hafa ekki fengið viðeigandi heilbrigðisþjónustu og valdið usla í hverfinu,” segir Jón Ævar. Þess má geta að Reykjavíkurborg hefur boðað til fundar með íbúum vegna málsins á morgun.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira