Á heimilinu er glæsilegur glymskratti og barstólar í líki kóktappa. Ragna á sömuleiðis stórt og mikið fataherbergi út af svefnherbergi sínu auk þess sem partíherbergið svokallaða, með popp- og tyggjóvél, bar, risaskjá, þythokkíborði og mörgu fleira, er hreinlega engu líkt.
Alls eru níu herbergi í húsinu og sex svefnherbergi. Fasteignamat eignarinnar er um hundrað milljónir en húsið var byggt árið 1982. Ekkert ásett verð er á eigninni en beðið er um tilboð í húsið.
Sindri Sindrason kíkti í heimsókn til Rögnu á sínum tíma.
Hér að neðan má sjá myndir af eigninni.






