Ingi Þór orðinn þjálfari KR-inga á ný: Fjögurra ára samningur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2018 12:00 Ingi Þór Steinþórsson. vísir/eyþór Ingi Þór Steinþórsson var í hádeginu kynntur sem nýr þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta en hann tekur við KR-liðinu af Finn Frey Stefánssyni sem hefur gert KR að Íslandsmeisturum undanfarin fimm ár. KR-ingar héldu blaðamannafundinn sinn í húsakynnum Alvogen í Vatnsmýrinni. Ingi Þór skrifaði þar undir fjögurra ára samning. KR-ingar ráða því uppalinn í KR-ing í starfið enn á ný en það hafa þeir gert í síðustu fimm ráðningum sínum og allir þjálfarar KR á þessari öld nema einn, Herbert Arnarson (2004-2006), hafa verið uppaldir hjá KR. Þetta eru líka fyrstu jákvæðu fréttirnar af fimmföldum meisturum KR í sumar en liðið hefur misst tvo lykilmenn (Brynjar Þór Björnsson og Darri Hilmarsson) og þjálfara (Finnur Freyr Stefánsson) eftir að fimmti titilinn í röð var í höfn. Ingi Þór Steinþórsson þjálfari karlalið KR á árunum 1999 til 2004 en hefur þjálfað lið Snæfells í Stykkishólmi frá árinu 2009. Ingi Þór er uppalinn KR-ingur og hefur starfað mikið fyrir félagið í gegnum tíðina. Hann mun einnig taka við sem yfirþjálfari yngri flokka félagsins en því starfi gengdi hann einnig á sínum tíma. Ingi Þór gerði karlalið KR að Íslandsmeisturum vorið 2000 og Vesturbæjarliðið komst tvisvar í bikarúrslitaleikinn undir hans stjórn eða árin 2000 og 2002. Ingi Þór var einnig aðstoðarþjálfari Benedikts Guðmundssonar þegar KR vann Íslandsmeistaratitilinn vorið 2009. Snæfelli missir þarna bæði þjálfara karla- og kvennaliðs félagsins á einu bretti en Snæfell varð fjórum sinnum Íslandsmeistari undir stjórn Inga, kvennaliðið vann þrjú ár í röð frá 2014 til 2016 og karlaliðið strax á hans fyrsta ári. KR-liðið vann 72 af 110 deildarleikjum sínum undir stjórn Inga Þórs frá 1999 til 2004 og 14 af 28 leikjum sínum í úrslitakeppninni. Liðið fór í úrslitakeppnina öll fimm tímabilin, vann titilinn einu sinni, komst tvisvar í undanúrslit en datt síðustu tvö tímabilin út í átta liða úrslitunum. Finnur Freyr Stefánsson (91 sigur) er eini þjálfari KR sem hefur unnið fleiri deildarleiki í sögu úrvalsdeildar karla (1978-2018) sem þjálfari KR en Ingi Þór er þar jafn Benedikti Guðmundssyni með 72 sigra. Inga Þór vantar fjórtán sigra til að vinna 100 leiki á Íslandsmóti sem þjálfari KR. Dominos-deild karla Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Ingi Þór Steinþórsson var í hádeginu kynntur sem nýr þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta en hann tekur við KR-liðinu af Finn Frey Stefánssyni sem hefur gert KR að Íslandsmeisturum undanfarin fimm ár. KR-ingar héldu blaðamannafundinn sinn í húsakynnum Alvogen í Vatnsmýrinni. Ingi Þór skrifaði þar undir fjögurra ára samning. KR-ingar ráða því uppalinn í KR-ing í starfið enn á ný en það hafa þeir gert í síðustu fimm ráðningum sínum og allir þjálfarar KR á þessari öld nema einn, Herbert Arnarson (2004-2006), hafa verið uppaldir hjá KR. Þetta eru líka fyrstu jákvæðu fréttirnar af fimmföldum meisturum KR í sumar en liðið hefur misst tvo lykilmenn (Brynjar Þór Björnsson og Darri Hilmarsson) og þjálfara (Finnur Freyr Stefánsson) eftir að fimmti titilinn í röð var í höfn. Ingi Þór Steinþórsson þjálfari karlalið KR á árunum 1999 til 2004 en hefur þjálfað lið Snæfells í Stykkishólmi frá árinu 2009. Ingi Þór er uppalinn KR-ingur og hefur starfað mikið fyrir félagið í gegnum tíðina. Hann mun einnig taka við sem yfirþjálfari yngri flokka félagsins en því starfi gengdi hann einnig á sínum tíma. Ingi Þór gerði karlalið KR að Íslandsmeisturum vorið 2000 og Vesturbæjarliðið komst tvisvar í bikarúrslitaleikinn undir hans stjórn eða árin 2000 og 2002. Ingi Þór var einnig aðstoðarþjálfari Benedikts Guðmundssonar þegar KR vann Íslandsmeistaratitilinn vorið 2009. Snæfelli missir þarna bæði þjálfara karla- og kvennaliðs félagsins á einu bretti en Snæfell varð fjórum sinnum Íslandsmeistari undir stjórn Inga, kvennaliðið vann þrjú ár í röð frá 2014 til 2016 og karlaliðið strax á hans fyrsta ári. KR-liðið vann 72 af 110 deildarleikjum sínum undir stjórn Inga Þórs frá 1999 til 2004 og 14 af 28 leikjum sínum í úrslitakeppninni. Liðið fór í úrslitakeppnina öll fimm tímabilin, vann titilinn einu sinni, komst tvisvar í undanúrslit en datt síðustu tvö tímabilin út í átta liða úrslitunum. Finnur Freyr Stefánsson (91 sigur) er eini þjálfari KR sem hefur unnið fleiri deildarleiki í sögu úrvalsdeildar karla (1978-2018) sem þjálfari KR en Ingi Þór er þar jafn Benedikti Guðmundssyni með 72 sigra. Inga Þór vantar fjórtán sigra til að vinna 100 leiki á Íslandsmóti sem þjálfari KR.
Dominos-deild karla Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik