Ljósmóðir í kjaranefnd ljósmæðra svarar fjölmiðlaumfjöllun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um kjör ljósmæðra Guðlaug Maria Sigurðardóttir skrifar 4. júlí 2018 15:49 1. Á árinu 2017 störfuðu að meðaltali 252 ljósmæður hjá ríkinu í 172 stöðugildum. 3. Á tímabilinu 2007 til 2017 hefur stöðugildum ljósmæðra hjá ríkinu fjölgað um 33% en fæðingum fækkað um rúm 8%. Það er einfalt að koma með tölur en vantar oft að skyggnast bakvið tölurnar til að sjá fyrir hvað þær standa. Síðan 2007 hafa um það bil 100 ljósmæður útskrifast og eðliegt aldursbrottfall hefur verið úr stéttinni. Margar sem útskrifast hafa farið að vinna við ljósmæðrastörf, aðrar hafa farið í önnur störf, til dæmis í hjúkrunar og/eða stjórnunarstörf hjá ríkisstofnunum. Ljósmæður starfa víða, til að mynda á mannauðsdeild og vökudeild LSH, deildarstjórar hjúkrunar á HSU, ungbarnavernd HSS og á Slysa-og bráðamóttöku á SAK. Það er af og frá að stöðugildi hafi aukist á öllum heilbrigðisstofnunum. Á HSS hefur stöðugildum fækkað, þó haf ljósmæður bætt á sig krabbameinsleit auk þess að sinna konum á meðgöngu, í fæðingum og sængurlegu. Á HSU fækkaði stöðugildum 2008 en hefur síðan aukist um 0,3 aftur þegar ljósmæður tóku við krabbameinsleit og einnig vegna aukinna umsvifa yfirljósmóður sem fékk undir sig störf ljósmæðra á öllum heilsugæslustöðvum á þjónustusvæðinu auk Vestmannaeyja. Á HSV á Akranesi hefur stöðugildum fjölgað um 0,6 síðan 2007. Auk barneignarþjónustu sjá ljósmæður þar um kvensjúkdómadeildina. Á Akureyri, Vestfjörðum og Austurlandi hefur fjöldi stöðugilda haldist óbreyttur frá 2007. Á LSH hefur flókin uppbygging og samruni deilda átt sér stað. Göngudeild mæðraverndar og fósturgreininga var stofnuð 2008. Fyrir þann tíma var sérhæfð mæðravernd rekin á Heilsuverndarstöðinni á Barónsstíg. Sónardeildin var þá eins og núna rekin á LSH en fjöldi sónarskoðna hefur færst frá læknum og ljósmæðrum yfir í að vera að mestu í höndum sérhæfðra ljósmæðra. Árið 2007 voru 68 stöðugildi á 3 deildum á LSH og og engin mæðravernd en komur þangað eru milli 12 og 13 þúsund á ári í dag. Árið 2017 voru 97 stöðugildi ljósmæðra við fæðingarþjónustu LSH. Síðan árið 2007 hafa áherslur breyst á meðgöngu- og sængurlegudeild og inn hafa verið ráðnar ljósmæður í störf sem hjúkrunarfræðingar sinntu áður. Árið 2008 var þó nokkur fjöldi ljósmæðra sem voru kjarafélagar í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga sem færðu sig yfir Í Ljósmæðrafélag íslands þannig að stöðugildi þeirra breyttust yfir í stöðugildi ljósmæðra. Fæðingum hefur vissulega fækkað en í takt við samfélgsþróun hafa ýmsar og mjög stórar breytingar orðið á barneignarþjónustunni síðustu ár. Það er alveg út í hött að skoða eingöngu fæðingartölur til að átta sig áumfangi starfs ljósmæðra. Það vill svo til að meðgangan tekur 40 vikur +/- og ýmislegt getur komið upp á því tímabili. Fleiri konur greinast með ýmsa mis alvarlega meðgöngukvilla en áður, fleiri konur eru í ofþyngd, fleiri konur glíma við ýmsikonar geðræn vandamál, fleiri konur eru í neyslu og mun fleiri konur greinast með meðgöngusykursýki. Þessi þróun hefur verið mjög hröð síðustu árin og til að setja þetta í samhengi þá hefur orðið 65,4% aukning á bráðakomum vegna meðgöngu og fæðinga á kvenna- og barnasviði LSH frá janúar-apríl 2016 til janúar-apríl 2018. Til að skoða þetta í tölulegu samhengi þá fjölgaði komum kvenna með meðgöngusykursýki um 128,7% milli áranna 2013-2017, 361,5% fjölgun varð á fæðingum kvenna með greinda meðgöngusykursýki og innlögnum kvenna með sykursýki fjölgaði um 178,9%. Konum í ofþyngd fjölgaði um 6,4%, gangsetningartíðni jókst um 15% og er nú orðin um fjórðungur allra fæðinga með tilheyrandi áhættu og inngripum, blæðingar eftir fæðingu jukust um 166,4%, komur vegna hótandi fyrirburafæðinga jukust um 83,3% og fjöldi óskráðra innflytjenda sem fæða á LSH hefur aukist um 233,3% frá árinu 2013. Þá er ótalið það sem hefur aukist að sama skapi á öðrum heilbrigðisstofnunum.2. Meðalstarfshlutfall ljósmæðra hjá ríki árið 2017 var 69%. Um 14% ljósmæðra eru í fullu starfi. Að vinna undir miklu álagi á þrískiptum vöktum er slítandi og hefur sín andlegu og líkamlegu áhrif. Allar rannsókir sýna að það að vinna á þrískiptm vöktum og næturvinnu, eykur m.a. líkur á streitutengdum sjúkdómum, hjartasjúkdómum og styttir lífslíkur. Einnig má bæta því við að þegar unnið er í yfir 80% starfshlutfalli á þrískiptum vöktum eru brotin hvíldatímaákvæði vikulega að meðaltali. Flestar ljósmæður taka einhverjar aukavaktir í hverjum mánuði og oft í hverri viku af nauðsyn vegna allt of lítillar grunnmönnunar inni á stofnunum og allt of miklu álagi. Í apríl 2018 voru 4,8% starfandi ljósmæðra við LSH í langtíma veikindaleyfi. Þeir sem vinna á þrískiptum vöktum allt árið um kring eru að skila 13 vinnudögum meira á ári en þeir sem eingöngu vinna dagvinnu, vegna rauðra daga.4. Árið 2008 fengu ljósmæður 16% hækkun umfram önnur BHM-félög sem leiðréttingu vegna viðurkenningar á aukinni menntun. Frá þeim tíma hafa ljósmæður fengið sömu hækkanir og önnur BHM-félög. Árið 1998 þegar fyrstu ljósmæðurnar útskrifuðust samkvæmt núverandi kerfi og menntunarkröfum var ekki gert ráð fyrir að þær yrðu hærri í launum en ljósmæður sem fram að því höfðu 2 ára menntun. Árið 2008 fengu ljósmæður launaleiðréttingu, en þar með er ekki sagt að laun ljósmæðra hafi verið leiðrétt að fullu miðað við menntunarkröfur, álag, breytingu á inntaki starfs ljósmæðra og ábyrgð í starfi. Ef launasetning ljósmæðra væri eðlileg þá myndi það aldrei gerast árið 2018 að ljósmæður lækkuðu í launum við að bæta við sig menntun. Samkvæmt grafi á vef viðskipta- og fjármálaráðuneytissins þá lítur út fyrir að ljósmæður hafa misst niður meinta leiðréttingu frá 2008. Samkvæmt öllu virðist hafa verið 15 punkta munur á ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum annarsvegar og BHM hinsvegar þá, í fyrra var þessi munur 4-7 punktar. 5. Meðaldagvinnulaun ljósmæðra miðað við fullt starf árið 2017 voru 573 þús. kr. Á mynd 2 má sjá þróun vísitölu dagvinnulauna ljósmæðra í samanburði við launavísitölu og samanburðarstéttir. Ljósmæður eru fámenn stétt, og að jafnaði eru um 280 ljósmæður virkar í starfi. Allir deildarstjórar og sérfræðiljósmæður eru inni í þessum samanburði. Þær eru eðli málsins samkvæmt á hærri grunnlaunum en aðrir, og í svo fámennri stétt þarf lítið til að bjaga tölur. 52% ljósmæðra eru eldri en 50 ára. Þær hafa væntanlega og réttilega hærri grunnlaun en nýútskrifuð ljósmóðir en möguleikar ljósmæðra til persónulegrar launahækkunar á starfsævinni eru mjög litlir.6. Meðalheildarlaun ljósmæðra fyrir fullt starf árið 2017 voru 848 þús. kr. á mánuði. Á mynd 3 má sjá þróun heildarlauna ljósmæðra samanborið við samanburðarstéttir og í töflu 1 má sjá samanburð á meðaldagvinnu- og heildarlaunum BHM-félaga 2017. Það er ekki sérstaklega faglegt að bera saman heildarlaun annara BHM félaga og ljósmæðra þar sem ljósmæður vinna kvöld, nætur, helgar og alla rauða daga 365 daga á ári. Hvernig væri að birta miðgildi eða tíðasta gildi launa? Síðasta árið var undirrituð að vinna aðfangadagskvöld, gamlárskvöld og nýársnótt, sumardaginn fyrsta, föstudaginn langa, páskadag og 1. mai og þriðju hvora helgi, svona til að setja hlutina í samhengi fyrir excel sérfræðingana. Hvað með vinnuframlag? Ekki vinna viðskipta- og hagfræðingar á þennan hátt, ekki geislafræðingar, dýralæknar eða lífeindafræðingar, hvað þá prófessorar. Hver ætli heildarlaun prófessora eða lögfræðinga yrðu ef þeir færu að vinna vaktir og þyrfti að borga þeim yfir- og næturvinnutaxta? Viðskipta og hagfræðingar, geislafræðingar, dýralæknar, lögfræðingar og lífeindafræðingar sem eru næstir ljósmæðrum í launum hafa allir minni menntunarkröfu til starfsréttinda en ljósmæður. Nám til starfsréttinda í ljósmóðurfræðum tekur 6 ár og lýkur með kandídatsnámi. Samtals 360 ECTS einingar. Vaktavinnan hækkar heildalaun ljósmæðra – en ekki gleyma því að það eru margar ljósmæður sem vinna eingöngu dagvinnu. Menntun og ábyrgð í starfi þarf að endurspeglast í launum ljósmæðra hvort sem þær vinna dagvinnu eða vaktavinnu. Ef á að bera saman laun við aðrar stéttir þá þarf í það minnsta að bera saman samanburðarhæfar staðreyndir.Höfundur er ljósmóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
1. Á árinu 2017 störfuðu að meðaltali 252 ljósmæður hjá ríkinu í 172 stöðugildum. 3. Á tímabilinu 2007 til 2017 hefur stöðugildum ljósmæðra hjá ríkinu fjölgað um 33% en fæðingum fækkað um rúm 8%. Það er einfalt að koma með tölur en vantar oft að skyggnast bakvið tölurnar til að sjá fyrir hvað þær standa. Síðan 2007 hafa um það bil 100 ljósmæður útskrifast og eðliegt aldursbrottfall hefur verið úr stéttinni. Margar sem útskrifast hafa farið að vinna við ljósmæðrastörf, aðrar hafa farið í önnur störf, til dæmis í hjúkrunar og/eða stjórnunarstörf hjá ríkisstofnunum. Ljósmæður starfa víða, til að mynda á mannauðsdeild og vökudeild LSH, deildarstjórar hjúkrunar á HSU, ungbarnavernd HSS og á Slysa-og bráðamóttöku á SAK. Það er af og frá að stöðugildi hafi aukist á öllum heilbrigðisstofnunum. Á HSS hefur stöðugildum fækkað, þó haf ljósmæður bætt á sig krabbameinsleit auk þess að sinna konum á meðgöngu, í fæðingum og sængurlegu. Á HSU fækkaði stöðugildum 2008 en hefur síðan aukist um 0,3 aftur þegar ljósmæður tóku við krabbameinsleit og einnig vegna aukinna umsvifa yfirljósmóður sem fékk undir sig störf ljósmæðra á öllum heilsugæslustöðvum á þjónustusvæðinu auk Vestmannaeyja. Á HSV á Akranesi hefur stöðugildum fjölgað um 0,6 síðan 2007. Auk barneignarþjónustu sjá ljósmæður þar um kvensjúkdómadeildina. Á Akureyri, Vestfjörðum og Austurlandi hefur fjöldi stöðugilda haldist óbreyttur frá 2007. Á LSH hefur flókin uppbygging og samruni deilda átt sér stað. Göngudeild mæðraverndar og fósturgreininga var stofnuð 2008. Fyrir þann tíma var sérhæfð mæðravernd rekin á Heilsuverndarstöðinni á Barónsstíg. Sónardeildin var þá eins og núna rekin á LSH en fjöldi sónarskoðna hefur færst frá læknum og ljósmæðrum yfir í að vera að mestu í höndum sérhæfðra ljósmæðra. Árið 2007 voru 68 stöðugildi á 3 deildum á LSH og og engin mæðravernd en komur þangað eru milli 12 og 13 þúsund á ári í dag. Árið 2017 voru 97 stöðugildi ljósmæðra við fæðingarþjónustu LSH. Síðan árið 2007 hafa áherslur breyst á meðgöngu- og sængurlegudeild og inn hafa verið ráðnar ljósmæður í störf sem hjúkrunarfræðingar sinntu áður. Árið 2008 var þó nokkur fjöldi ljósmæðra sem voru kjarafélagar í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga sem færðu sig yfir Í Ljósmæðrafélag íslands þannig að stöðugildi þeirra breyttust yfir í stöðugildi ljósmæðra. Fæðingum hefur vissulega fækkað en í takt við samfélgsþróun hafa ýmsar og mjög stórar breytingar orðið á barneignarþjónustunni síðustu ár. Það er alveg út í hött að skoða eingöngu fæðingartölur til að átta sig áumfangi starfs ljósmæðra. Það vill svo til að meðgangan tekur 40 vikur +/- og ýmislegt getur komið upp á því tímabili. Fleiri konur greinast með ýmsa mis alvarlega meðgöngukvilla en áður, fleiri konur eru í ofþyngd, fleiri konur glíma við ýmsikonar geðræn vandamál, fleiri konur eru í neyslu og mun fleiri konur greinast með meðgöngusykursýki. Þessi þróun hefur verið mjög hröð síðustu árin og til að setja þetta í samhengi þá hefur orðið 65,4% aukning á bráðakomum vegna meðgöngu og fæðinga á kvenna- og barnasviði LSH frá janúar-apríl 2016 til janúar-apríl 2018. Til að skoða þetta í tölulegu samhengi þá fjölgaði komum kvenna með meðgöngusykursýki um 128,7% milli áranna 2013-2017, 361,5% fjölgun varð á fæðingum kvenna með greinda meðgöngusykursýki og innlögnum kvenna með sykursýki fjölgaði um 178,9%. Konum í ofþyngd fjölgaði um 6,4%, gangsetningartíðni jókst um 15% og er nú orðin um fjórðungur allra fæðinga með tilheyrandi áhættu og inngripum, blæðingar eftir fæðingu jukust um 166,4%, komur vegna hótandi fyrirburafæðinga jukust um 83,3% og fjöldi óskráðra innflytjenda sem fæða á LSH hefur aukist um 233,3% frá árinu 2013. Þá er ótalið það sem hefur aukist að sama skapi á öðrum heilbrigðisstofnunum.2. Meðalstarfshlutfall ljósmæðra hjá ríki árið 2017 var 69%. Um 14% ljósmæðra eru í fullu starfi. Að vinna undir miklu álagi á þrískiptum vöktum er slítandi og hefur sín andlegu og líkamlegu áhrif. Allar rannsókir sýna að það að vinna á þrískiptm vöktum og næturvinnu, eykur m.a. líkur á streitutengdum sjúkdómum, hjartasjúkdómum og styttir lífslíkur. Einnig má bæta því við að þegar unnið er í yfir 80% starfshlutfalli á þrískiptum vöktum eru brotin hvíldatímaákvæði vikulega að meðaltali. Flestar ljósmæður taka einhverjar aukavaktir í hverjum mánuði og oft í hverri viku af nauðsyn vegna allt of lítillar grunnmönnunar inni á stofnunum og allt of miklu álagi. Í apríl 2018 voru 4,8% starfandi ljósmæðra við LSH í langtíma veikindaleyfi. Þeir sem vinna á þrískiptum vöktum allt árið um kring eru að skila 13 vinnudögum meira á ári en þeir sem eingöngu vinna dagvinnu, vegna rauðra daga.4. Árið 2008 fengu ljósmæður 16% hækkun umfram önnur BHM-félög sem leiðréttingu vegna viðurkenningar á aukinni menntun. Frá þeim tíma hafa ljósmæður fengið sömu hækkanir og önnur BHM-félög. Árið 1998 þegar fyrstu ljósmæðurnar útskrifuðust samkvæmt núverandi kerfi og menntunarkröfum var ekki gert ráð fyrir að þær yrðu hærri í launum en ljósmæður sem fram að því höfðu 2 ára menntun. Árið 2008 fengu ljósmæður launaleiðréttingu, en þar með er ekki sagt að laun ljósmæðra hafi verið leiðrétt að fullu miðað við menntunarkröfur, álag, breytingu á inntaki starfs ljósmæðra og ábyrgð í starfi. Ef launasetning ljósmæðra væri eðlileg þá myndi það aldrei gerast árið 2018 að ljósmæður lækkuðu í launum við að bæta við sig menntun. Samkvæmt grafi á vef viðskipta- og fjármálaráðuneytissins þá lítur út fyrir að ljósmæður hafa misst niður meinta leiðréttingu frá 2008. Samkvæmt öllu virðist hafa verið 15 punkta munur á ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum annarsvegar og BHM hinsvegar þá, í fyrra var þessi munur 4-7 punktar. 5. Meðaldagvinnulaun ljósmæðra miðað við fullt starf árið 2017 voru 573 þús. kr. Á mynd 2 má sjá þróun vísitölu dagvinnulauna ljósmæðra í samanburði við launavísitölu og samanburðarstéttir. Ljósmæður eru fámenn stétt, og að jafnaði eru um 280 ljósmæður virkar í starfi. Allir deildarstjórar og sérfræðiljósmæður eru inni í þessum samanburði. Þær eru eðli málsins samkvæmt á hærri grunnlaunum en aðrir, og í svo fámennri stétt þarf lítið til að bjaga tölur. 52% ljósmæðra eru eldri en 50 ára. Þær hafa væntanlega og réttilega hærri grunnlaun en nýútskrifuð ljósmóðir en möguleikar ljósmæðra til persónulegrar launahækkunar á starfsævinni eru mjög litlir.6. Meðalheildarlaun ljósmæðra fyrir fullt starf árið 2017 voru 848 þús. kr. á mánuði. Á mynd 3 má sjá þróun heildarlauna ljósmæðra samanborið við samanburðarstéttir og í töflu 1 má sjá samanburð á meðaldagvinnu- og heildarlaunum BHM-félaga 2017. Það er ekki sérstaklega faglegt að bera saman heildarlaun annara BHM félaga og ljósmæðra þar sem ljósmæður vinna kvöld, nætur, helgar og alla rauða daga 365 daga á ári. Hvernig væri að birta miðgildi eða tíðasta gildi launa? Síðasta árið var undirrituð að vinna aðfangadagskvöld, gamlárskvöld og nýársnótt, sumardaginn fyrsta, föstudaginn langa, páskadag og 1. mai og þriðju hvora helgi, svona til að setja hlutina í samhengi fyrir excel sérfræðingana. Hvað með vinnuframlag? Ekki vinna viðskipta- og hagfræðingar á þennan hátt, ekki geislafræðingar, dýralæknar eða lífeindafræðingar, hvað þá prófessorar. Hver ætli heildarlaun prófessora eða lögfræðinga yrðu ef þeir færu að vinna vaktir og þyrfti að borga þeim yfir- og næturvinnutaxta? Viðskipta og hagfræðingar, geislafræðingar, dýralæknar, lögfræðingar og lífeindafræðingar sem eru næstir ljósmæðrum í launum hafa allir minni menntunarkröfu til starfsréttinda en ljósmæður. Nám til starfsréttinda í ljósmóðurfræðum tekur 6 ár og lýkur með kandídatsnámi. Samtals 360 ECTS einingar. Vaktavinnan hækkar heildalaun ljósmæðra – en ekki gleyma því að það eru margar ljósmæður sem vinna eingöngu dagvinnu. Menntun og ábyrgð í starfi þarf að endurspeglast í launum ljósmæðra hvort sem þær vinna dagvinnu eða vaktavinnu. Ef á að bera saman laun við aðrar stéttir þá þarf í það minnsta að bera saman samanburðarhæfar staðreyndir.Höfundur er ljósmóðir.
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar