150 herbergja hótel rís við Keflavíkurflugvöll Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júlí 2018 09:18 Marriott Nýtt 150 herbergja Courtyard by Marriott flugvallarhótel verður opnað við Keflavíkurflugvöll á næsta ári. Fyrsta skóflustungan að hótelinu verður tekin í dag en framkvæmdir hefjast strax í kjölfarið. Í tilkynningu frá aðstandendum hótelsins segir að fjármögnun þess sé að fullu lokið og að stefnt sé að opnun haustið 2019. Forsvarsmenn hótelsins telja að mikill vöxtur í tengiflugi í gegnum Keflavíkurflugvöll kalli á stórt flugvallarhótel undir alþjóðlegu vörumerki. Marriott er stærsta hótelkeðja heims með yfir 6500 hótel og 30 vörumerki í rekstri. Þar af eru rúmlega 1.100 Courtyard hótel og er þau meðal annars að finna við helstu flugvelli í Evrópu. Þá er Marriott keðjan einnig um þessar mundir að undirbúa opnun fimm stjörnu hótels við hlið Hörpu.Hér má sjá staðsetningu hótelsins.MarriottHaft er eftir Ingvari Eyfjörð, framkvæmdastjóra Aðaltogs sem byggir hótelið, að þetta sé stór áfangi fyrir fyrirtækið. „Kveikjan kom þegar ISAVIA kynnti framtíðarhugmyndir sínar varðandi uppbyggingu flugvallarsvæðisins. Þróun Aðaltorgs hefur staðið yfir undanfarin tvö ár og er liður í frekari uppbyggingu á þjónustu í kringum alþjóðaflugvöllinn. Samið hefur verið við Íslenska aðalverktaka um byggingu hótelsins og framkvæmdir hefjast strax. Það liggur fyrir glæsileg framtíðarsýn um þróun flugvallarsvæðisins og það er afar áhugavert fyrir okkur í Reykjanesbæ að koma að þeirri uppbyggingu,“ segir Ingvar. Framkvæmdastjóri sérleyfishafans Capital Hotels, Árni Sólonsson, segir að það sé mikill heiður að fyrirtæki sitt hafi orðið fyrir valinu. „Marriott er með mjög sterkt vörumerki, þau hafa gert samninga við fjölmörg flugfélög um gistingu fyrir áhafnir og þá munu félagar í tryggðarklúbb Marriott fá tilboð um að koma til Íslands að gista á góðum kjörum. Þetta verður veglegt flugvallarhótel fyrir bæði viðskiptafarþega og fjölskyldufólk í ferðum sínum um Keflavíkurflugvöll. Ísland hefur stimplað sig inn sem einn eftirsóttasti áfangastaður heims og þá hefur flugvöllurinn góða möguleika á að verða enn mikilvægari tengipunktur í flugi milli heimsálfa á næstu árum. Það er mikil þekking sem Marriott kemur með enda stærsta hótelkeðja heims. Á móti höfum við mikla reynslu af rekstri hótela í þessum verðflokki hér á landi. Við höfum staðfasta trú á Íslandi sem áfangastað til langs tíma,“ segir Árni. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hótelið er orðið verðmætara en áður var talið Richard L. Friedman, aðaleigandi bandaríska fasteignaþróunarfélagsins Carpenter & Company, segir að hluthafar hafi ákveðið að leggja frekara fjármagn í byggingu fimm stjörnu hótels við Hörpu. 30. maí 2018 08:00 Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Sjá meira
Nýtt 150 herbergja Courtyard by Marriott flugvallarhótel verður opnað við Keflavíkurflugvöll á næsta ári. Fyrsta skóflustungan að hótelinu verður tekin í dag en framkvæmdir hefjast strax í kjölfarið. Í tilkynningu frá aðstandendum hótelsins segir að fjármögnun þess sé að fullu lokið og að stefnt sé að opnun haustið 2019. Forsvarsmenn hótelsins telja að mikill vöxtur í tengiflugi í gegnum Keflavíkurflugvöll kalli á stórt flugvallarhótel undir alþjóðlegu vörumerki. Marriott er stærsta hótelkeðja heims með yfir 6500 hótel og 30 vörumerki í rekstri. Þar af eru rúmlega 1.100 Courtyard hótel og er þau meðal annars að finna við helstu flugvelli í Evrópu. Þá er Marriott keðjan einnig um þessar mundir að undirbúa opnun fimm stjörnu hótels við hlið Hörpu.Hér má sjá staðsetningu hótelsins.MarriottHaft er eftir Ingvari Eyfjörð, framkvæmdastjóra Aðaltogs sem byggir hótelið, að þetta sé stór áfangi fyrir fyrirtækið. „Kveikjan kom þegar ISAVIA kynnti framtíðarhugmyndir sínar varðandi uppbyggingu flugvallarsvæðisins. Þróun Aðaltorgs hefur staðið yfir undanfarin tvö ár og er liður í frekari uppbyggingu á þjónustu í kringum alþjóðaflugvöllinn. Samið hefur verið við Íslenska aðalverktaka um byggingu hótelsins og framkvæmdir hefjast strax. Það liggur fyrir glæsileg framtíðarsýn um þróun flugvallarsvæðisins og það er afar áhugavert fyrir okkur í Reykjanesbæ að koma að þeirri uppbyggingu,“ segir Ingvar. Framkvæmdastjóri sérleyfishafans Capital Hotels, Árni Sólonsson, segir að það sé mikill heiður að fyrirtæki sitt hafi orðið fyrir valinu. „Marriott er með mjög sterkt vörumerki, þau hafa gert samninga við fjölmörg flugfélög um gistingu fyrir áhafnir og þá munu félagar í tryggðarklúbb Marriott fá tilboð um að koma til Íslands að gista á góðum kjörum. Þetta verður veglegt flugvallarhótel fyrir bæði viðskiptafarþega og fjölskyldufólk í ferðum sínum um Keflavíkurflugvöll. Ísland hefur stimplað sig inn sem einn eftirsóttasti áfangastaður heims og þá hefur flugvöllurinn góða möguleika á að verða enn mikilvægari tengipunktur í flugi milli heimsálfa á næstu árum. Það er mikil þekking sem Marriott kemur með enda stærsta hótelkeðja heims. Á móti höfum við mikla reynslu af rekstri hótela í þessum verðflokki hér á landi. Við höfum staðfasta trú á Íslandi sem áfangastað til langs tíma,“ segir Árni.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hótelið er orðið verðmætara en áður var talið Richard L. Friedman, aðaleigandi bandaríska fasteignaþróunarfélagsins Carpenter & Company, segir að hluthafar hafi ákveðið að leggja frekara fjármagn í byggingu fimm stjörnu hótels við Hörpu. 30. maí 2018 08:00 Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Sjá meira
Hótelið er orðið verðmætara en áður var talið Richard L. Friedman, aðaleigandi bandaríska fasteignaþróunarfélagsins Carpenter & Company, segir að hluthafar hafi ákveðið að leggja frekara fjármagn í byggingu fimm stjörnu hótels við Hörpu. 30. maí 2018 08:00