Segir afstöðu Pírata vonbrigði Birgir Olgeirsson skrifar 18. júlí 2018 23:12 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Vísir/stefán Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir afstöðu Pírata gagnvart veru Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, vera vonbrigði. Þingflokkur Pírata ákvað að sniðganga hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum í dag. Þingmennirnir sögðu það hafa verið óforsvaranlega ákvörðun af forseta Alþingis að bjóða Piu að flytja ávarp fyrir hönd dönsku þjóðarinnar í tilefni af hundrað ára afmæli fullveldis Íslands. Pia stofnaði danska þjóðarflokkinn árið 1995 auk þess sem hún var formaður flokksins frá stofnun til ársins 2012. Pia er umdeildur stjórnmálamaður og ekki síst vegna framgöngu sinnar í innflytjendamálum og baráttu gegn fjölmenningu og íslam. Fréttastofa ræddi við Steingrím á Þingvöllum fyrr í dag þar sem hann var spurður út í afstöðu Pírata. „Þetta voru nú einu sinni samningar þar sem danska þingið og Alþingi léku lykilhlutverk. Þannig að þetta var ekki einstaklingurinn Pia Kjærsgaard með sínar umdeildu skoðanir sem var hér gestur okkar, heldur forseti danska þjóðþingsins,“ sagði Steingrímur. Steingrímur sagði það aðallega leiðinlegt fyrir Pírata sjálfa að missa af þessari stund. Hann sagðist sjálfur vera umdeildur og væri til að mynda á móti Atlantshafsbandalaginu NATO en væri ekki umdeildur sem forseti Alþingis vegna þeirra skoðana. Þingmenn Pírata sögðu í dag að þeir ætluðu að taka þátt í hátíðarhöldunum en sögðust hafa flotið sofandi að feigðarósi þar sem persóna heiðursgestsins, Piu Kjærsgaard, varð þeim ekki ljós fyrr en við fréttaflutning í gær. Guðjón S. Brjánsson, fyrsti varaforseti Alþingis, sagði í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrr í dag að aðkoma Kjærsgaard hefði verið kynnt og rædd í forsætisnefnd, þar sem Píratar eiga fulltrúa, og samþykkt án athugasemda. Alþingi Tengdar fréttir Táknrænar aðgerðir þingmanna á hátíðarfundi Margir þingmenn úr hinum mismunandi stjórnmálaflokkum sýndu þá óánægju sína í ljós með því að bera sérstaka límmiða til höfuðs rasisma með áletruninni "Nej til racisme“ eða "Nei við kynþáttahyggju“. 18. júlí 2018 15:53 Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13 Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27 Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44 „Beinlínis dónaskapur gagnvart danska þjóðþinginu“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir þá umræðu sem farið hefur fram í aðdraganda hátíðarfundar á Þingvöllum um þátttöku Piu Kjærsgaard, forseta danska þjóðþingsins, á fundinum. 18. júlí 2018 15:25 Hátíðarþingfundur á Þingvöllum í hnotskurn Ræðumenn á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í dag voru allir sammála um að fullveldissamningurinn við Dani árið 1918 hafi verið merkast áfanginn í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Heldur færri gerðu sér ferð til Þingvalla til að fylgjast með fundinum en búist var við og settu mótmælendur sinn svip á hátíðarhöldin. 18. júlí 2018 21:15 Mótmæltu ákvörðun að veita Piu heiðurssess á hátíðarfundinum Á þessum tímamótum bera Íslendingar ábyrgð á að taka skýra afstöðu gegn slíkum skilaboðum., segja listakonurnar sem héldu á hvítum fánum á Þingvöllum. 18. júlí 2018 18:38 Dorrit stal senunni á Þingvöllum með íslenska fjárhundinum Mæru Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, er á meðal gesta sem sækja nú hátíðarfund á Þingvöllum sem haldinn er í tilefni 100 ára afmæli fullveldisins Íslands. 18. júlí 2018 14:04 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir afstöðu Pírata gagnvart veru Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, vera vonbrigði. Þingflokkur Pírata ákvað að sniðganga hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum í dag. Þingmennirnir sögðu það hafa verið óforsvaranlega ákvörðun af forseta Alþingis að bjóða Piu að flytja ávarp fyrir hönd dönsku þjóðarinnar í tilefni af hundrað ára afmæli fullveldis Íslands. Pia stofnaði danska þjóðarflokkinn árið 1995 auk þess sem hún var formaður flokksins frá stofnun til ársins 2012. Pia er umdeildur stjórnmálamaður og ekki síst vegna framgöngu sinnar í innflytjendamálum og baráttu gegn fjölmenningu og íslam. Fréttastofa ræddi við Steingrím á Þingvöllum fyrr í dag þar sem hann var spurður út í afstöðu Pírata. „Þetta voru nú einu sinni samningar þar sem danska þingið og Alþingi léku lykilhlutverk. Þannig að þetta var ekki einstaklingurinn Pia Kjærsgaard með sínar umdeildu skoðanir sem var hér gestur okkar, heldur forseti danska þjóðþingsins,“ sagði Steingrímur. Steingrímur sagði það aðallega leiðinlegt fyrir Pírata sjálfa að missa af þessari stund. Hann sagðist sjálfur vera umdeildur og væri til að mynda á móti Atlantshafsbandalaginu NATO en væri ekki umdeildur sem forseti Alþingis vegna þeirra skoðana. Þingmenn Pírata sögðu í dag að þeir ætluðu að taka þátt í hátíðarhöldunum en sögðust hafa flotið sofandi að feigðarósi þar sem persóna heiðursgestsins, Piu Kjærsgaard, varð þeim ekki ljós fyrr en við fréttaflutning í gær. Guðjón S. Brjánsson, fyrsti varaforseti Alþingis, sagði í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrr í dag að aðkoma Kjærsgaard hefði verið kynnt og rædd í forsætisnefnd, þar sem Píratar eiga fulltrúa, og samþykkt án athugasemda.
Alþingi Tengdar fréttir Táknrænar aðgerðir þingmanna á hátíðarfundi Margir þingmenn úr hinum mismunandi stjórnmálaflokkum sýndu þá óánægju sína í ljós með því að bera sérstaka límmiða til höfuðs rasisma með áletruninni "Nej til racisme“ eða "Nei við kynþáttahyggju“. 18. júlí 2018 15:53 Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13 Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27 Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44 „Beinlínis dónaskapur gagnvart danska þjóðþinginu“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir þá umræðu sem farið hefur fram í aðdraganda hátíðarfundar á Þingvöllum um þátttöku Piu Kjærsgaard, forseta danska þjóðþingsins, á fundinum. 18. júlí 2018 15:25 Hátíðarþingfundur á Þingvöllum í hnotskurn Ræðumenn á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í dag voru allir sammála um að fullveldissamningurinn við Dani árið 1918 hafi verið merkast áfanginn í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Heldur færri gerðu sér ferð til Þingvalla til að fylgjast með fundinum en búist var við og settu mótmælendur sinn svip á hátíðarhöldin. 18. júlí 2018 21:15 Mótmæltu ákvörðun að veita Piu heiðurssess á hátíðarfundinum Á þessum tímamótum bera Íslendingar ábyrgð á að taka skýra afstöðu gegn slíkum skilaboðum., segja listakonurnar sem héldu á hvítum fánum á Þingvöllum. 18. júlí 2018 18:38 Dorrit stal senunni á Þingvöllum með íslenska fjárhundinum Mæru Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, er á meðal gesta sem sækja nú hátíðarfund á Þingvöllum sem haldinn er í tilefni 100 ára afmæli fullveldisins Íslands. 18. júlí 2018 14:04 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Táknrænar aðgerðir þingmanna á hátíðarfundi Margir þingmenn úr hinum mismunandi stjórnmálaflokkum sýndu þá óánægju sína í ljós með því að bera sérstaka límmiða til höfuðs rasisma með áletruninni "Nej til racisme“ eða "Nei við kynþáttahyggju“. 18. júlí 2018 15:53
Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13
Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27
Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44
„Beinlínis dónaskapur gagnvart danska þjóðþinginu“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir þá umræðu sem farið hefur fram í aðdraganda hátíðarfundar á Þingvöllum um þátttöku Piu Kjærsgaard, forseta danska þjóðþingsins, á fundinum. 18. júlí 2018 15:25
Hátíðarþingfundur á Þingvöllum í hnotskurn Ræðumenn á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í dag voru allir sammála um að fullveldissamningurinn við Dani árið 1918 hafi verið merkast áfanginn í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Heldur færri gerðu sér ferð til Þingvalla til að fylgjast með fundinum en búist var við og settu mótmælendur sinn svip á hátíðarhöldin. 18. júlí 2018 21:15
Mótmæltu ákvörðun að veita Piu heiðurssess á hátíðarfundinum Á þessum tímamótum bera Íslendingar ábyrgð á að taka skýra afstöðu gegn slíkum skilaboðum., segja listakonurnar sem héldu á hvítum fánum á Þingvöllum. 18. júlí 2018 18:38
Dorrit stal senunni á Þingvöllum með íslenska fjárhundinum Mæru Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, er á meðal gesta sem sækja nú hátíðarfund á Þingvöllum sem haldinn er í tilefni 100 ára afmæli fullveldisins Íslands. 18. júlí 2018 14:04