Innlent

Aftengja sprengju í Mosfellsbæ

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Töluverður viðbúnaður er á svæðinu.
Töluverður viðbúnaður er á svæðinu. Mynd/Dagur Ebenezersson
Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út nú eftir hádegi til þess að aftengja sprengju sem fannst á Blikastaðanesi í Mosfellsbæ fyrr í dag.

Þetta staðfestir Landhelgisgæslan í samtali við Vísi. Lögreglan var kölluð út og er nú unnið að því aftengja sprengjunna. Varðstjóri hjá lögreglunni segir að ekkert sé vitað um aldur hennar en ljóst sé að hún sé í eldri kantinum.

Sprengjan fannst við jarðvinnu á svæðinu. Í samtali við Vísi segir Dagur Ebenezersson, starfsmaður Golfklúbbs Mosfellsbæjar að lögregla sé með töluverðan viðbúnað á svæðinu, þar á meðal sprengjuvélmenni og leitartæki.

Sprengjusveitin er á vettvangi.Mynd/Dagur Ebenezersson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×