Tækifæri sem ég varð að stökkva á Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. júlí 2018 10:30 Dagur Kár lék með Grindavík undanfarin tvö tímabil. vísir/Ernir Dagur Kár Jónsson samdi í gær við við austurríska félagið Raiffeisen Flyers um að leika með liðinu næsta vetur. Mun hann því ekki leika með uppeldisfélagi sínu, Stjörnunni, í Domino’s-deild karla í körfubolta á komandi keppnistímabili eins og til stóð. Dagur Kár, sem gekk til liðs við Stjörnuna frá Grindavík fyrr í sumar, var búinn að leika síðustu tvö tímabil með Grindavík. Hann segir að viðræðurnar hafi tekið stuttan tíma. „Þetta kom fyrst upp fyrir tveimur vikum og það er fínt að vera búinn að ganga frá þessu. Ég gerði ráð fyrir að vera hjá Stjörnunni í vetur en þetta kom óvænt upp á borðið og við ákváðum að stökkva á tækifærið. Þetta er eitthvað sem maður hefur stefnt að lengi og þetta býðst ekki á hverjum degi,“ sagði Dagur þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Aðstæðurnar eru flottar og þjálfararnir virkuðu flottir, þeir lofuðu mér stóru hlutverki þannig að ég er afar spenntur. Ég er ekki alveg viss um styrkleika deildarinnar en umboðsmaðurinn minn talaði um að þetta væri aðeins betri deild en skandinavísku deildirnar og aðsóknin góð.“ Hann hrósaði uppeldisfélagi sínu, Stjörnunni, fyrir stuðninginn þegar hann greindi félaginu frá ákvörðun sinni. „Ég var með ákvæði um að geta skoðað möguleika á atvinnumennsku í samningnum. Ég er virkilega þakklátur fyrir viðbrögð Stjörnumanna. Þeir samglöddust strax og voru ekki með neitt vesen,“ sagði Dagur og bætti við: „Ég er búinn að þekkja flesta þarna lengi og þeir eru held ég bara ánægðir að það sé uppalinn Stjörnumaður kominn í atvinnumennsku.“ Dagur tók þetta skref meðal annars með það að sjónarmiði að gera atlögu að landsliðssæti. „Ég hugsaði mikið út í það, hvað ég gæti gert til að komast í þetta landslið og ég get vonandi sýnt hvað í mér býr þarna úti.“ Sífellt fleiri ungir leikmenn eru að komast út í atvinnumennsku en Dagur sló á þráðinn til Martins Hermannssonar í aðdraganda félagaskiptanna. „Ég heyrði aðeins í Martin, hann hjálpaði mér mikið í þessu ferli og veitti mér góð ráð. Hann veit alveg hvað hann hefur verið að gera í þessu.“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Dagur Kár Jónsson samdi í gær við við austurríska félagið Raiffeisen Flyers um að leika með liðinu næsta vetur. Mun hann því ekki leika með uppeldisfélagi sínu, Stjörnunni, í Domino’s-deild karla í körfubolta á komandi keppnistímabili eins og til stóð. Dagur Kár, sem gekk til liðs við Stjörnuna frá Grindavík fyrr í sumar, var búinn að leika síðustu tvö tímabil með Grindavík. Hann segir að viðræðurnar hafi tekið stuttan tíma. „Þetta kom fyrst upp fyrir tveimur vikum og það er fínt að vera búinn að ganga frá þessu. Ég gerði ráð fyrir að vera hjá Stjörnunni í vetur en þetta kom óvænt upp á borðið og við ákváðum að stökkva á tækifærið. Þetta er eitthvað sem maður hefur stefnt að lengi og þetta býðst ekki á hverjum degi,“ sagði Dagur þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Aðstæðurnar eru flottar og þjálfararnir virkuðu flottir, þeir lofuðu mér stóru hlutverki þannig að ég er afar spenntur. Ég er ekki alveg viss um styrkleika deildarinnar en umboðsmaðurinn minn talaði um að þetta væri aðeins betri deild en skandinavísku deildirnar og aðsóknin góð.“ Hann hrósaði uppeldisfélagi sínu, Stjörnunni, fyrir stuðninginn þegar hann greindi félaginu frá ákvörðun sinni. „Ég var með ákvæði um að geta skoðað möguleika á atvinnumennsku í samningnum. Ég er virkilega þakklátur fyrir viðbrögð Stjörnumanna. Þeir samglöddust strax og voru ekki með neitt vesen,“ sagði Dagur og bætti við: „Ég er búinn að þekkja flesta þarna lengi og þeir eru held ég bara ánægðir að það sé uppalinn Stjörnumaður kominn í atvinnumennsku.“ Dagur tók þetta skref meðal annars með það að sjónarmiði að gera atlögu að landsliðssæti. „Ég hugsaði mikið út í það, hvað ég gæti gert til að komast í þetta landslið og ég get vonandi sýnt hvað í mér býr þarna úti.“ Sífellt fleiri ungir leikmenn eru að komast út í atvinnumennsku en Dagur sló á þráðinn til Martins Hermannssonar í aðdraganda félagaskiptanna. „Ég heyrði aðeins í Martin, hann hjálpaði mér mikið í þessu ferli og veitti mér góð ráð. Hann veit alveg hvað hann hefur verið að gera í þessu.“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum