Lífið

Guðni Th. kallaður hommi í barnæsku

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú á góðri stundu.
Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú á góðri stundu. vísir/ernir
Samtökin 78 fögnuðu 40 ára afmæli sínu í júní í sumar og í tilefni af Hinsegin dögunum er Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í viðtali við miðilinn Gay Iceland.

Í viðtalinu kemur forsetinn inn á það að hafa oft verið kallaður hommi í æsku og töluvert strítt. Hann mun taka opnunarhátíð Hinsegin daga í Háskólabíói í kvöld en nær ekki sjálfri Gleðigöngunni þar sem hann verður ekki staddur í borginni.

Eins og áður segir eru Samtökin 78 fjörutíu ára og voru þau stofnuð þegar Guðni var tíu ára.

„Í sannleika sagt vissi ég ekki mikið um samkynhneigð á þessum tíma og þekkti í raun engan samkynhneigðan. Ég man aftur á móti mjög vel eftir því að vera uppnefndur og kallaður hommi og var það vegna þess að fyrsti formaður Samtakanna 78 og ég báru sama nafnið,“ segir Guðni en Guðni Baldursson var fyrsti formaður samtakanna. í dag er Guðni Th. verndari Samtakanna 78.

„Ég þessum tíma þýddi það að vera kallaður hommi það sama og vera kallaður hálfviti,“ segir forsetinn og bætir við að tímarnir hafi sannarlega breyst.

„Í gegnum tíðina hef ég eignast marga vini sem eru samkynhneigðir en ég skilgreini það fólk ekki neitt. Þetta eru bara vinir mínir.“

Hér má lesa viðtalið við Guðna í heild sinni






Fleiri fréttir

Sjá meira


×