Þingmaður VG segir eðlilegt að veiða hval Sveinn Arnarsson skrifar 18. ágúst 2018 07:30 Lilja Rafney Magnúsdóttir Sjávarútvegur Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður VG, segir eðlilegt að nýta hvali hér við land og veiða þá ef stofnarnir eru sjálfbærir og nýtanlegir. Viðhorf hennar stangast á við samþykkt flokksins á flokksþingi á Selfossi í október 2015 þar sem flokkurinn lagðist gegn hvalveiðum. „Mér finnst eðlilegt að þetta sé endurmetið með reglulegum hætti. Ég hef verið inni á þeirri skoðun að Íslendingar eigi að viðhalda sínum rétti til sjálfbærra veiða á þeim hvalategundum og þeim stofnum sem taldir eru sjálfbærir og nýtanlegir,“ segir Lilja Rafney. „Það er alltaf full þörf á endurmati á því ef ábendingar koma fram. Þá er sjálfsagt að það sé gert af stjórnvöldum.“ Þetta stangast á við samþykktir VG frá árinu 2015. „Við veiðarnar er beitt ómannúðlegum veiðiaðferðum til að viðhalda áhugamáli örfárra útgerðarmanna. Háum upphæðum af opinberu fé hefur verið kastað á glæ til að styrkja þessa áhugamenn um hvalveiðar. Nú er mál að linni,“ segir í samþykktinni. Veiðar Hvals hf. á langreyðum hófust aftur í síðasta mánuði eftir tveggja ára hlé og hafa mætt mikilli andstöðu. Einnig komust veiðarnar í heimspressuna þegar dregið var á land afkvæmi steypireyðar og langreyðar. Félagið Jarðarvinir hefur kært þá veiði og er kæran til meðferðar hjá lögreglunni á Vesturlandi. Lilja Rafney telur hins vegar eðlilegt að ríkið skoði þessar veiðar ef einhver óskar þess. „Það geta komið ábendingar frá ferðaþjónustunni til dæmis og mér finnst sjálfsagt ef það kemur ósk um slíkt að stjórnvöld taki stöðuna og skoði það,“ segir Lilja og telur orðspor Íslands ekki hafa skaðast af þessum veiðum. „Ég hef ekki forsendur til að meta það og hef ekki séð rökstuðning sem segir að það skaði okkar orðspor heilt yfir.“ sveinn@frettabladid.isVísir/vilhelm Tengdar fréttir Reglum um hvalskurð var aldrei fylgt Árið 2009 voru settar reglur um að hvalskurður stórhvela yrði að gerast innandyra þar sem um matvæli væri að ræða. Aldrei hefur verið farið eftir því segir fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. 7. ágúst 2018 06:00 Eigandi Hvals hf. við New York Times: „Ef það er sjálfbært þá veiðir maður“ Kristján Loftsson sér enga ástæðu til að hætta hvalveiðum þrátt fyrir alþjóðlega fordæmingu í viðtali við New York Times. 10. ágúst 2018 11:34 Ráðherrar ósammála um sjálfbærni hvalveiða Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segist ekki sannfærður um að hvalveiðar við strendur Íslands séu sjálfbærar, þvert á mat Hafrannsóknarstofnunnar Íslands og mat sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 16. ágúst 2018 12:24 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Sjá meira
Sjávarútvegur Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður VG, segir eðlilegt að nýta hvali hér við land og veiða þá ef stofnarnir eru sjálfbærir og nýtanlegir. Viðhorf hennar stangast á við samþykkt flokksins á flokksþingi á Selfossi í október 2015 þar sem flokkurinn lagðist gegn hvalveiðum. „Mér finnst eðlilegt að þetta sé endurmetið með reglulegum hætti. Ég hef verið inni á þeirri skoðun að Íslendingar eigi að viðhalda sínum rétti til sjálfbærra veiða á þeim hvalategundum og þeim stofnum sem taldir eru sjálfbærir og nýtanlegir,“ segir Lilja Rafney. „Það er alltaf full þörf á endurmati á því ef ábendingar koma fram. Þá er sjálfsagt að það sé gert af stjórnvöldum.“ Þetta stangast á við samþykktir VG frá árinu 2015. „Við veiðarnar er beitt ómannúðlegum veiðiaðferðum til að viðhalda áhugamáli örfárra útgerðarmanna. Háum upphæðum af opinberu fé hefur verið kastað á glæ til að styrkja þessa áhugamenn um hvalveiðar. Nú er mál að linni,“ segir í samþykktinni. Veiðar Hvals hf. á langreyðum hófust aftur í síðasta mánuði eftir tveggja ára hlé og hafa mætt mikilli andstöðu. Einnig komust veiðarnar í heimspressuna þegar dregið var á land afkvæmi steypireyðar og langreyðar. Félagið Jarðarvinir hefur kært þá veiði og er kæran til meðferðar hjá lögreglunni á Vesturlandi. Lilja Rafney telur hins vegar eðlilegt að ríkið skoði þessar veiðar ef einhver óskar þess. „Það geta komið ábendingar frá ferðaþjónustunni til dæmis og mér finnst sjálfsagt ef það kemur ósk um slíkt að stjórnvöld taki stöðuna og skoði það,“ segir Lilja og telur orðspor Íslands ekki hafa skaðast af þessum veiðum. „Ég hef ekki forsendur til að meta það og hef ekki séð rökstuðning sem segir að það skaði okkar orðspor heilt yfir.“ sveinn@frettabladid.isVísir/vilhelm
Tengdar fréttir Reglum um hvalskurð var aldrei fylgt Árið 2009 voru settar reglur um að hvalskurður stórhvela yrði að gerast innandyra þar sem um matvæli væri að ræða. Aldrei hefur verið farið eftir því segir fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. 7. ágúst 2018 06:00 Eigandi Hvals hf. við New York Times: „Ef það er sjálfbært þá veiðir maður“ Kristján Loftsson sér enga ástæðu til að hætta hvalveiðum þrátt fyrir alþjóðlega fordæmingu í viðtali við New York Times. 10. ágúst 2018 11:34 Ráðherrar ósammála um sjálfbærni hvalveiða Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segist ekki sannfærður um að hvalveiðar við strendur Íslands séu sjálfbærar, þvert á mat Hafrannsóknarstofnunnar Íslands og mat sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 16. ágúst 2018 12:24 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Sjá meira
Reglum um hvalskurð var aldrei fylgt Árið 2009 voru settar reglur um að hvalskurður stórhvela yrði að gerast innandyra þar sem um matvæli væri að ræða. Aldrei hefur verið farið eftir því segir fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. 7. ágúst 2018 06:00
Eigandi Hvals hf. við New York Times: „Ef það er sjálfbært þá veiðir maður“ Kristján Loftsson sér enga ástæðu til að hætta hvalveiðum þrátt fyrir alþjóðlega fordæmingu í viðtali við New York Times. 10. ágúst 2018 11:34
Ráðherrar ósammála um sjálfbærni hvalveiða Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segist ekki sannfærður um að hvalveiðar við strendur Íslands séu sjálfbærar, þvert á mat Hafrannsóknarstofnunnar Íslands og mat sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 16. ágúst 2018 12:24