Hjálparstofnanir fá fjölda fyrirspurna vegna tannlæknakostnaðar Birgir Olgeirsson skrifar 15. ágúst 2018 21:00 Stjórnvöld áætla að hækka framlag til tannlækninga aldraðra og öryrkja um 140 prósent sem er þó háð því að tannlæknar og sjúkratryggingar nái samningum. Hjálparstofnanir segja mikla ásókn um styrki vegna tannlækninga og þörf á úrræði fyrir fleiri hópa, svo sem láglaunafólk og einstæða foreldra. Samninganefndir Tannlæknafélags Íslands og Sjúkratrygginga ríkisins hittust í vikunni en síðasti samningur rann út árið 2004. Vonir standa til að ná til lands í næstu viku og hækka árlega fjárveitingu til greiðsluþátttöku öryrkja og ellilífeyrisþega úr tæpum 700 milljónum króna í 1.700 milljónir króna. Sædís Arnardóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, fagnar þessum áformum. Hún segir margar beiðnir um aðstoð við tannlæknakostnað berast, sem Hjálparstarf kirkjunnar geti ekki komið til móts við með beinum hætti, enda um afar háar upphæðir að ræða. Hún segir aftur á mótti skorta úrræði fyrir þá sem ekki falla undir hóp öryrkja og aldraðra. „Þetta er hópur sem hefur verið vanræktur í þessum málaflokki og sem hefur þurft að setja tannheilsu sína til hliðar til að eiga fyrir öðru. Ef við vanrækjum tennurnar þá verður vandamálið stærra seinna meir sem við sjáum líka þegar fólk er að hafa samband hingað sem hefur ekki farið til tannlæknis í mörg ár og þá eru bara svakalegar aðgerðir og kostnaður.“ Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins sagði í samtali við fréttastofu að margar umsóknir um aðstoð við tannlæknakostnað hafi borist í Áfallasjóð félagsins en þar sem fjármagn sjóðsins er takmarkað, þurfti að draga úr aðstoð vegna tannlækninga. Sagði hún félagið hafa komið því á framfæri við Tannlækna að þónokkur hópur fólks sé um megn að hlúa að sér og sínum og aðstoð hins opinbera takmörkuð. Hafa félögin fundað um hvernig hægt sé að koma til móts við einstaklinga sem þjást vegna slæmrar tannheilsu og viðvarandi fátæktar. Sú vinna er enn á byrjunarstigi. Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Stjórnvöld áætla að hækka framlag til tannlækninga aldraðra og öryrkja um 140 prósent sem er þó háð því að tannlæknar og sjúkratryggingar nái samningum. Hjálparstofnanir segja mikla ásókn um styrki vegna tannlækninga og þörf á úrræði fyrir fleiri hópa, svo sem láglaunafólk og einstæða foreldra. Samninganefndir Tannlæknafélags Íslands og Sjúkratrygginga ríkisins hittust í vikunni en síðasti samningur rann út árið 2004. Vonir standa til að ná til lands í næstu viku og hækka árlega fjárveitingu til greiðsluþátttöku öryrkja og ellilífeyrisþega úr tæpum 700 milljónum króna í 1.700 milljónir króna. Sædís Arnardóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, fagnar þessum áformum. Hún segir margar beiðnir um aðstoð við tannlæknakostnað berast, sem Hjálparstarf kirkjunnar geti ekki komið til móts við með beinum hætti, enda um afar háar upphæðir að ræða. Hún segir aftur á mótti skorta úrræði fyrir þá sem ekki falla undir hóp öryrkja og aldraðra. „Þetta er hópur sem hefur verið vanræktur í þessum málaflokki og sem hefur þurft að setja tannheilsu sína til hliðar til að eiga fyrir öðru. Ef við vanrækjum tennurnar þá verður vandamálið stærra seinna meir sem við sjáum líka þegar fólk er að hafa samband hingað sem hefur ekki farið til tannlæknis í mörg ár og þá eru bara svakalegar aðgerðir og kostnaður.“ Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins sagði í samtali við fréttastofu að margar umsóknir um aðstoð við tannlæknakostnað hafi borist í Áfallasjóð félagsins en þar sem fjármagn sjóðsins er takmarkað, þurfti að draga úr aðstoð vegna tannlækninga. Sagði hún félagið hafa komið því á framfæri við Tannlækna að þónokkur hópur fólks sé um megn að hlúa að sér og sínum og aðstoð hins opinbera takmörkuð. Hafa félögin fundað um hvernig hægt sé að koma til móts við einstaklinga sem þjást vegna slæmrar tannheilsu og viðvarandi fátæktar. Sú vinna er enn á byrjunarstigi.
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira