Landnámsbær telst fundinn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. ágúst 2018 07:00 Bergsveinn kann vel við sig í vestfirsku umhverfi og nýtur þess að taka þátt í fornleifarannsóknum á söguslóðum þar. Bergsveinn Birgisson rithöfundur svarar í símann, svolítið móður og ég sé hann fyrir mér skokkandi á norskum skógarstíg. En, nei, hann er þá norður á Ströndum að grafa upp ævagömul bein. „Ég er bara í Sandvík að grafa. Það er kominn upp hellingur af beinum og járnfleygur, “ segir hann og er greinilega í essinu sínu. „Svo erum við komin niður á einhvern við líka sem þarf að skoða gaumgæfilega. Þetta er gaman. Sennilega er þetta allt mjög gamalt en ekkert er hægt að gefa út um það fyrr en búið er að rannsaka það.“ Hann segir eitt nautgripabein úr sama haug hafa verið aldursgreint og með 95% öryggi sé fullyrt að það sé frá árabilinu 777 til 973 og með 88% öryggi árabilinu 850 til 910. Verða bein ekkert að mold á svona löngum tíma? Prestarnir segja jú alltaf: Að jörðu skaltu aftur verða?…? „Ekki hér, jarðvegurinn er sandur sem hleypir engu súrefni að, svo brjósk varðveitist, hvað þá bein.“ Sandvík er drjúgt steinsnar austan við þorpið á Drangsnesi. Sex eru við gröft þar þessa stundina, að sögn Bergsveins, bæði lærðir og leikir. En hefur hópurinn komið niður á bæ? „Við erum aðallega í öskuhaugnum enn þá og vinnum okkur þaðan. Fólk hefur varla hent rusli langt á þessum tíma. Það eru samt tóftir hér sem enginn veit hversu gamlar eru og enginn veit skil á.“Sandvík er steinsnar frá þorpinu á Drangsnesi, að minnsta kosti fyrir Strandamanninn sterka.Sandvík er við Selströnd, í mynni Steingrímsfjarðar og það sérstaka við landnámsbæinn þar er að engum sögum fer af búsetu manna í víkinni, hvorki í Landnámabók né öðrum norrænum textum, að sögn Bergsveins. „En hér eru svína, kinda, geita- og nautgripabein. Vitað er að svínin dóu út snemma og það hjálpar til við aldursgreiningar.“ Bergsveinn verður að líkindum fundarstjóri á stóru málþingi um fornleifar Stranda sem haldið verður í Hveravík á Drangsnesi á laugardaginn. Þar verður um fleira fjallað en uppgröftinn í Sandvík. „Þessi fornleifafundur verður settur í samhengi við svæðið við Norður-Atlantshafið,“ upplýsir Bergsveinn og kveðst ætla að segja nokkur orð um ætlað landnám Gríms Ingjaldssonar í Grímsey á Steingrímsfirði. „Þó er varla mögulegt að þar hafi verið landnámsmaður því þar þrýtur vatn,“ segir hann og bætir við. „Heimildir eru illa varðveittar af þessu svæði, þeir sem skrifuðu Landnámu fóru ekkert hér um og vissu fátt nema það að Geirmundur Heljarskinn var hér inni í botni Steingrímsfjarðar með eitt bú, að Geirmundarstöðum. Bergsveinn býst við mörgum á svæðið um helgina, bæði í söguröltið í Sandvík með fornleifafræðingunum milli 18 og 20 á föstudag, og á málþingið sem stendur frá 11 til 16. 30 á laugardag. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Lífið Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Bergsveinn Birgisson rithöfundur svarar í símann, svolítið móður og ég sé hann fyrir mér skokkandi á norskum skógarstíg. En, nei, hann er þá norður á Ströndum að grafa upp ævagömul bein. „Ég er bara í Sandvík að grafa. Það er kominn upp hellingur af beinum og járnfleygur, “ segir hann og er greinilega í essinu sínu. „Svo erum við komin niður á einhvern við líka sem þarf að skoða gaumgæfilega. Þetta er gaman. Sennilega er þetta allt mjög gamalt en ekkert er hægt að gefa út um það fyrr en búið er að rannsaka það.“ Hann segir eitt nautgripabein úr sama haug hafa verið aldursgreint og með 95% öryggi sé fullyrt að það sé frá árabilinu 777 til 973 og með 88% öryggi árabilinu 850 til 910. Verða bein ekkert að mold á svona löngum tíma? Prestarnir segja jú alltaf: Að jörðu skaltu aftur verða?…? „Ekki hér, jarðvegurinn er sandur sem hleypir engu súrefni að, svo brjósk varðveitist, hvað þá bein.“ Sandvík er drjúgt steinsnar austan við þorpið á Drangsnesi. Sex eru við gröft þar þessa stundina, að sögn Bergsveins, bæði lærðir og leikir. En hefur hópurinn komið niður á bæ? „Við erum aðallega í öskuhaugnum enn þá og vinnum okkur þaðan. Fólk hefur varla hent rusli langt á þessum tíma. Það eru samt tóftir hér sem enginn veit hversu gamlar eru og enginn veit skil á.“Sandvík er steinsnar frá þorpinu á Drangsnesi, að minnsta kosti fyrir Strandamanninn sterka.Sandvík er við Selströnd, í mynni Steingrímsfjarðar og það sérstaka við landnámsbæinn þar er að engum sögum fer af búsetu manna í víkinni, hvorki í Landnámabók né öðrum norrænum textum, að sögn Bergsveins. „En hér eru svína, kinda, geita- og nautgripabein. Vitað er að svínin dóu út snemma og það hjálpar til við aldursgreiningar.“ Bergsveinn verður að líkindum fundarstjóri á stóru málþingi um fornleifar Stranda sem haldið verður í Hveravík á Drangsnesi á laugardaginn. Þar verður um fleira fjallað en uppgröftinn í Sandvík. „Þessi fornleifafundur verður settur í samhengi við svæðið við Norður-Atlantshafið,“ upplýsir Bergsveinn og kveðst ætla að segja nokkur orð um ætlað landnám Gríms Ingjaldssonar í Grímsey á Steingrímsfirði. „Þó er varla mögulegt að þar hafi verið landnámsmaður því þar þrýtur vatn,“ segir hann og bætir við. „Heimildir eru illa varðveittar af þessu svæði, þeir sem skrifuðu Landnámu fóru ekkert hér um og vissu fátt nema það að Geirmundur Heljarskinn var hér inni í botni Steingrímsfjarðar með eitt bú, að Geirmundarstöðum. Bergsveinn býst við mörgum á svæðið um helgina, bæði í söguröltið í Sandvík með fornleifafræðingunum milli 18 og 20 á föstudag, og á málþingið sem stendur frá 11 til 16. 30 á laugardag.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Lífið Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira