Fækkun hryðjuverka í Evrópu mögulega tímabundin Samúel Karl Ólason skrifar 14. ágúst 2018 15:00 Abu Bakr Al-Baghdadi í Mosul árið 2014 þar sem hann lýsti yfir stofnun Kalífadæmis Íslamska ríkisins. Vísir/AFP Þrátt fyrir ósigra á vígvöllum og töpuð yfirráðasvæði eru vígamenn Íslamska ríkisins í Sýrlandi og Írak enn allt að 30 þúsund talsins. Þar af eru þúsundir erlendra vígamanna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna þar sem varað er við því að hryðjuverkasamtökin gætu verið áfram til staðar í báðum ríkjum. Þá í mynd hefðbundinna hryðjuverkasamtaka og gæti ógnin af þeim aukist á nýjan leik á komandi árum. Þó ISIS-liðar hafi hlotið hvern ósigurinn á fætur öðrum er baráttuvilji ISIS-liða enn til staðar samkvæmt höfundum skýrslunnar. Í skýrslunni, sem lesa má hér, segir að þörf sé á betri upplýsingum um fjárhagsmál ISIS. Slíkar upplýsingar myndu varpa ljósi á tilætlanir forsvarsmanna hryðjuverkasamtakanna og hvort þau séu í stakk búin til að styðja við bakið á hryðjuverkamönnum sem hyggja á árásir, hvar svo sem þeir kunna að vera.Flæði erlendra vígamanna til Írak og Sýrlands hefur nánast stöðvast að fullu. Á móti kemur að flóðið er í öfuga átt, þó það sé minna en talið var að það yrði. Í skýrslunni segir að mikil ógn gæti stafað af vígamönnum sem laumist heim og fari þar í felur.Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heim Heilt yfir litið hefur hryðjuverkaárásum í Evrópu fækkað á þessu ári og í fyrra. Mögulega má rekja það til ósigra ISIS í Mið-Austurlöndum. Samskiptaleiðir samtakanna geta verið í ólagi og ljóst er að margar af æðstu skipuleggjendum og vígamönnum samtakanna hafa verið felldir, þó Abu Bakr al-Baghdadi sé enn að stýra samtökunum. Samkvæmt höfundum skýrslunnar er fækkun hryðjuverka talin tímabundin. Ástandið gæti breyst þegar forsvarsmenn ISIS hafa tekið á vandræðum sínum og endurskipulagt sig. Þá er einnig vakin athygli á þeirri ógn sem stafar af þeirri viðleitni ISIS-liða til að hvetja stuðningsmenn sína á samfélagsmiðlum til að fremja stakar árásir. ISIS-liða má finna víða um heim. Þeir eru í löndunum í kringum Írak og Sýrland, Afganistan, Líbýu, Suðaustur-Asíu og Vestur-Afríku. Þá má einnig finna þá, þó í minna mæli, í Sómalíu, Jemen og á Sinai-skaga í Egyptalandi. Hryðjuverk í Evrópu Jemen Mið-Austurlönd Sómalía Tengdar fréttir Bresk yfirvöld munu ekki koma í veg fyrir dauðarefsingu yfir síðustu „Bítlunum“ Bresk yfirvöld myndu ekki leggjast gegn dauðarefsingu verði tveir breskir menn sem börðust fyrir Íslamska ríkið framseldir til Bandaríkjanna. 23. júlí 2018 15:03 Akilov dæmdur í lífstíðarfangelsi í Svíþjóð Úsbekinn Rakhmat Akilov varð fimm manns að bana og slasaði fjórtán alvarlega þegar hann ók sendiferðabíl á mikilli ferð inn í mannþröng á Drottningargötunni í Stokkhólmi í apríl í fyrra. 7. júní 2018 11:11 Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45 Kallaði eftir árásum á Georg prins Breti sem lýst hafði yfir hollustu við Íslamska ríkið hefur játað ýmis hryðjuverkabrot. 31. maí 2018 18:04 Ætlaði að keyra á fólk á Oxford götu Hinn 26 ára gamli Lewis Ludlow lýsti yfir hollustu við ISIS og ætlaði sér að fremja hryðjuverk í London. 10. ágúst 2018 23:38 Baghdadi stappar stálinu í vígamenn sína Íslamska ríkið birti í dag hljóðupptöku af leiðtoga samtakanna Abu Bakr Al-Baghdadi. 28. september 2017 16:29 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira
Þrátt fyrir ósigra á vígvöllum og töpuð yfirráðasvæði eru vígamenn Íslamska ríkisins í Sýrlandi og Írak enn allt að 30 þúsund talsins. Þar af eru þúsundir erlendra vígamanna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna þar sem varað er við því að hryðjuverkasamtökin gætu verið áfram til staðar í báðum ríkjum. Þá í mynd hefðbundinna hryðjuverkasamtaka og gæti ógnin af þeim aukist á nýjan leik á komandi árum. Þó ISIS-liðar hafi hlotið hvern ósigurinn á fætur öðrum er baráttuvilji ISIS-liða enn til staðar samkvæmt höfundum skýrslunnar. Í skýrslunni, sem lesa má hér, segir að þörf sé á betri upplýsingum um fjárhagsmál ISIS. Slíkar upplýsingar myndu varpa ljósi á tilætlanir forsvarsmanna hryðjuverkasamtakanna og hvort þau séu í stakk búin til að styðja við bakið á hryðjuverkamönnum sem hyggja á árásir, hvar svo sem þeir kunna að vera.Flæði erlendra vígamanna til Írak og Sýrlands hefur nánast stöðvast að fullu. Á móti kemur að flóðið er í öfuga átt, þó það sé minna en talið var að það yrði. Í skýrslunni segir að mikil ógn gæti stafað af vígamönnum sem laumist heim og fari þar í felur.Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heim Heilt yfir litið hefur hryðjuverkaárásum í Evrópu fækkað á þessu ári og í fyrra. Mögulega má rekja það til ósigra ISIS í Mið-Austurlöndum. Samskiptaleiðir samtakanna geta verið í ólagi og ljóst er að margar af æðstu skipuleggjendum og vígamönnum samtakanna hafa verið felldir, þó Abu Bakr al-Baghdadi sé enn að stýra samtökunum. Samkvæmt höfundum skýrslunnar er fækkun hryðjuverka talin tímabundin. Ástandið gæti breyst þegar forsvarsmenn ISIS hafa tekið á vandræðum sínum og endurskipulagt sig. Þá er einnig vakin athygli á þeirri ógn sem stafar af þeirri viðleitni ISIS-liða til að hvetja stuðningsmenn sína á samfélagsmiðlum til að fremja stakar árásir. ISIS-liða má finna víða um heim. Þeir eru í löndunum í kringum Írak og Sýrland, Afganistan, Líbýu, Suðaustur-Asíu og Vestur-Afríku. Þá má einnig finna þá, þó í minna mæli, í Sómalíu, Jemen og á Sinai-skaga í Egyptalandi.
Hryðjuverk í Evrópu Jemen Mið-Austurlönd Sómalía Tengdar fréttir Bresk yfirvöld munu ekki koma í veg fyrir dauðarefsingu yfir síðustu „Bítlunum“ Bresk yfirvöld myndu ekki leggjast gegn dauðarefsingu verði tveir breskir menn sem börðust fyrir Íslamska ríkið framseldir til Bandaríkjanna. 23. júlí 2018 15:03 Akilov dæmdur í lífstíðarfangelsi í Svíþjóð Úsbekinn Rakhmat Akilov varð fimm manns að bana og slasaði fjórtán alvarlega þegar hann ók sendiferðabíl á mikilli ferð inn í mannþröng á Drottningargötunni í Stokkhólmi í apríl í fyrra. 7. júní 2018 11:11 Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45 Kallaði eftir árásum á Georg prins Breti sem lýst hafði yfir hollustu við Íslamska ríkið hefur játað ýmis hryðjuverkabrot. 31. maí 2018 18:04 Ætlaði að keyra á fólk á Oxford götu Hinn 26 ára gamli Lewis Ludlow lýsti yfir hollustu við ISIS og ætlaði sér að fremja hryðjuverk í London. 10. ágúst 2018 23:38 Baghdadi stappar stálinu í vígamenn sína Íslamska ríkið birti í dag hljóðupptöku af leiðtoga samtakanna Abu Bakr Al-Baghdadi. 28. september 2017 16:29 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira
Bresk yfirvöld munu ekki koma í veg fyrir dauðarefsingu yfir síðustu „Bítlunum“ Bresk yfirvöld myndu ekki leggjast gegn dauðarefsingu verði tveir breskir menn sem börðust fyrir Íslamska ríkið framseldir til Bandaríkjanna. 23. júlí 2018 15:03
Akilov dæmdur í lífstíðarfangelsi í Svíþjóð Úsbekinn Rakhmat Akilov varð fimm manns að bana og slasaði fjórtán alvarlega þegar hann ók sendiferðabíl á mikilli ferð inn í mannþröng á Drottningargötunni í Stokkhólmi í apríl í fyrra. 7. júní 2018 11:11
Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45
Kallaði eftir árásum á Georg prins Breti sem lýst hafði yfir hollustu við Íslamska ríkið hefur játað ýmis hryðjuverkabrot. 31. maí 2018 18:04
Ætlaði að keyra á fólk á Oxford götu Hinn 26 ára gamli Lewis Ludlow lýsti yfir hollustu við ISIS og ætlaði sér að fremja hryðjuverk í London. 10. ágúst 2018 23:38
Baghdadi stappar stálinu í vígamenn sína Íslamska ríkið birti í dag hljóðupptöku af leiðtoga samtakanna Abu Bakr Al-Baghdadi. 28. september 2017 16:29