Sjáðu sturlaða tæklingu og stoðsendingu Wayne Rooney Arnar Geir Halldórsson skrifar 13. ágúst 2018 08:00 Wayne Rooney vísir/getty Enska knattspyrnugoðsögnin Wayne Rooney er byrjaður að heilla Bandaríkjamenn en hann gekk til liðs við MLS deildarliðið DC United í sumar þegar hann var látinn fara frá Everton. Rooney hjálpaði liði sínu heldur betur á lokamínútunum þegar liðið vann dramatískan 3-2 sigur á Orlando City í nótt. Á lokamínútu fyrri hálfleiks lagði Rooney upp fyrsta mark leiksins þegar Luciano Acosta kom DC yfir. Þegar komið var í uppbótartíma venjulegs leiktíma var staðan hins vegar orðin 2-2 og DC einum manni fleiri. Þá fengu þeir hornspyrnu og einhverra hluta vegna ákvað markvörður liðsins að bregða sér í sóknina. Hornspyrnan misheppnaðist og Orlando menn geystust í skyndisókn og freistuðu þess að skora í autt mark DC. Rooney var ekki á sama máli og sýndi mikla vinnusemi þegar hann hljóp uppi sóknarmann Orlando, vann tæklingu og þrumaði boltanum í kjölfarið inn í vítateiginn, beint á kollinn á áðurnefndum Acosta sem skallaði boltann í netið, fullkomnaði þrennu sína og tryggði DC dramatískan sigur. Sjón er sögu ríkari og má sjá hetjudáð Rooney hér að neðan auk ítarlegrar greiningar ESPN sjónvarpsstöðvarinnar á þessu atviki.WAYNE. ROONEY.What just happened???https://t.co/M5WE3kKsCh— Major League Soccer (@MLS) August 13, 2018 Fótbolti Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Enska knattspyrnugoðsögnin Wayne Rooney er byrjaður að heilla Bandaríkjamenn en hann gekk til liðs við MLS deildarliðið DC United í sumar þegar hann var látinn fara frá Everton. Rooney hjálpaði liði sínu heldur betur á lokamínútunum þegar liðið vann dramatískan 3-2 sigur á Orlando City í nótt. Á lokamínútu fyrri hálfleiks lagði Rooney upp fyrsta mark leiksins þegar Luciano Acosta kom DC yfir. Þegar komið var í uppbótartíma venjulegs leiktíma var staðan hins vegar orðin 2-2 og DC einum manni fleiri. Þá fengu þeir hornspyrnu og einhverra hluta vegna ákvað markvörður liðsins að bregða sér í sóknina. Hornspyrnan misheppnaðist og Orlando menn geystust í skyndisókn og freistuðu þess að skora í autt mark DC. Rooney var ekki á sama máli og sýndi mikla vinnusemi þegar hann hljóp uppi sóknarmann Orlando, vann tæklingu og þrumaði boltanum í kjölfarið inn í vítateiginn, beint á kollinn á áðurnefndum Acosta sem skallaði boltann í netið, fullkomnaði þrennu sína og tryggði DC dramatískan sigur. Sjón er sögu ríkari og má sjá hetjudáð Rooney hér að neðan auk ítarlegrar greiningar ESPN sjónvarpsstöðvarinnar á þessu atviki.WAYNE. ROONEY.What just happened???https://t.co/M5WE3kKsCh— Major League Soccer (@MLS) August 13, 2018
Fótbolti Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Sjá meira