Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttatíma kvöldsins á Stöð 2 segjum við frá vel heppnuðu geimskoti í morgun á geimfari sem ætlað er að fara nánast alveg upp að sólinni og mæla krónu hennar og sólvinda næstu sjö árin. Við ræðum líka við formann Samtakanna 78, sem segir að mikil réttarbót felist fyrir hinseginfólk í frumvarpi sem forsætisráðherra segir að verði lagt fram á Alþingi í haust.

Þá verður haldið áfram umfjöllun um mál ungs fólks í kynleiðréttingarferli, en afar misjafnt er hvort það fær nafni sínu breytt í framhaldsskólum. Menntaskólinn við Sund er ófáanlegur til að breyta nafni ungs karlmanns, og kýs að kalla hann áfram konunafni. Kvennaskólinn átti hins vegar ekki í neinum vandræðum með að laga sig að óskum nema í svipaðri stöðu.

Tveir menn eru í framboði til embættis forseta Alþýðusambandsin. Við tölum við þá.

Enginn vafi er á því hvaða frétt mun vekja mesta athygli hjá okkur í kvöld. Það er umfjöllun Magnúsar Hlyns Hreiðarssonar um tíkina Irmu, sem lenti í mikilli sorg en tók gleði sína á ný þegar hún tók í fóstur nýfæddan kettling.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×