Lögum um ríkisborgararétt verður breytt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 20:00 Dómsmálaráðherra mun leggja til breytingar á lögum um veitingu ríkisborgararéttar á komandi þingvetri. Mál Litháa sem búið hefur á Íslandi um árabil hefur vakið mikla athygli en hann fær ekki ríkisborgararétt vegna umferðalagabrota. Til greina kemur að skoða hvort eðli brota ætti að hafi ólík áhrif að sögn dómsmálaráðherra. Þá sé afgreiðsla Alþingis á umsóknum um ríkisborgararétt farin að bera keim af stjórnsýsluafgreiðslu að sögn ráðherra.Í fréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við 23 ára Litháa sem búið hefur hér á landi í 17 ár en fær ekki ríkisborgararétt vegna hraðasekta sem hann hlaut á sínum yngri árum. Samkvæmt lögum má umsækjandi ekki hafa sætt sektum eða fangelsisrefsingu til að hljóta ríkisborgararétt. Frá því má þó víkja að liðnum biðtíma, ef ekki eru um endurtekin brot að ræða. Eðli brota skiptir ekki máli samkvæmt lögunum en þetta kemur til greina að endurskoða að sögn dómsmálaráðherra. „Það getur auðvitað og er eðlilegt að komi til skoðunar hvort að öll brot sæti þá sömu afleiðingum að þessu leyti. Menn nefna umferðarlagabrot en ég vil nú samt árétta það að það er nú mín afstaða í því að umferðarlagabrot eru ekki léttvæg og þegar um er að ræða ítrekuð umferðarlagabrot, hvort sem það er hraðaakstur eða ölvunarakstur þá eru það auðvitað ekki léttvæg brot,“ segir Sigríður. Meðal annars verði þessi þáttur tekinn skoðunar á Alþingi í vor. „Það kunna auðvitað að vera málefnaleg sjónarmið fyrir því að mönnum sé ekki þannig lagað refsað til eilífðar fyrir slík brot, heldur að tilteknum tíma liðnum að mönnum gefist þá kostur á að sækja aftur um ríkisborgararétt.“ Því verði þó ekki breytt nema með lagasetningu.Lögum verði breytt til samræmis við hækkun sekta Samkvæmt lögunum markast biðtíminn sem líða þarf frá broti og þar til hægt er að sækja um ríkisborgararétt meðal annars af upphæð sektar fyrir brot. Þess má geta að fyrr á þessu ári hækkuðu sektir við umferðarlagabrotum umtalsvert. „Það er brýnt að uppfæra lögin með tilliti til hækkunar sekta og verðlagsþróunar og þar fram eftir götunum. Og að því leyti er auðvitað bagalegt að sektarákvæðin, eða fjárhæðirnar, séu inni í löggjöfinni þannig að það kallar alltaf á lagabreytingu en það verður gert núna,“ segir Sigríður. Þá er að fleiri þáttum að huga. „Nú er það auðvitað þannig að löggjafinn tók ákvörðun um það fyrir margt löngu að bjóða ekki upp á matskennda ákvarðanir við veitingu ríkisborgararéttar og þess vegna eru lögin eins og þau eru. Það er að segja skýr og skorinorð og ótvíræð um þau skilyrði sem menn þurfa að uppfylla til að fá ríkisborgararétt, og þeir sem ekki uppfylla þau skilyrði hafa þá leitað til þingsins,“ segir Sigríður. Þróunin á þinginu hafi verið dálítið á þá leið að hún sé farin að bera keim af stjórnsýsluafgreiðslu. „Ég hef ekki greint annað en áhuga þingmanna á því að breyta þessu fyrirkomulagi að einhverju leyti,“ segir Sigríður. Tengdar fréttir Synjað um íslenskan ríkisborgararétt vegna hraðasekta 27. ágúst 2018 19:30 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Dómsmálaráðherra mun leggja til breytingar á lögum um veitingu ríkisborgararéttar á komandi þingvetri. Mál Litháa sem búið hefur á Íslandi um árabil hefur vakið mikla athygli en hann fær ekki ríkisborgararétt vegna umferðalagabrota. Til greina kemur að skoða hvort eðli brota ætti að hafi ólík áhrif að sögn dómsmálaráðherra. Þá sé afgreiðsla Alþingis á umsóknum um ríkisborgararétt farin að bera keim af stjórnsýsluafgreiðslu að sögn ráðherra.Í fréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við 23 ára Litháa sem búið hefur hér á landi í 17 ár en fær ekki ríkisborgararétt vegna hraðasekta sem hann hlaut á sínum yngri árum. Samkvæmt lögum má umsækjandi ekki hafa sætt sektum eða fangelsisrefsingu til að hljóta ríkisborgararétt. Frá því má þó víkja að liðnum biðtíma, ef ekki eru um endurtekin brot að ræða. Eðli brota skiptir ekki máli samkvæmt lögunum en þetta kemur til greina að endurskoða að sögn dómsmálaráðherra. „Það getur auðvitað og er eðlilegt að komi til skoðunar hvort að öll brot sæti þá sömu afleiðingum að þessu leyti. Menn nefna umferðarlagabrot en ég vil nú samt árétta það að það er nú mín afstaða í því að umferðarlagabrot eru ekki léttvæg og þegar um er að ræða ítrekuð umferðarlagabrot, hvort sem það er hraðaakstur eða ölvunarakstur þá eru það auðvitað ekki léttvæg brot,“ segir Sigríður. Meðal annars verði þessi þáttur tekinn skoðunar á Alþingi í vor. „Það kunna auðvitað að vera málefnaleg sjónarmið fyrir því að mönnum sé ekki þannig lagað refsað til eilífðar fyrir slík brot, heldur að tilteknum tíma liðnum að mönnum gefist þá kostur á að sækja aftur um ríkisborgararétt.“ Því verði þó ekki breytt nema með lagasetningu.Lögum verði breytt til samræmis við hækkun sekta Samkvæmt lögunum markast biðtíminn sem líða þarf frá broti og þar til hægt er að sækja um ríkisborgararétt meðal annars af upphæð sektar fyrir brot. Þess má geta að fyrr á þessu ári hækkuðu sektir við umferðarlagabrotum umtalsvert. „Það er brýnt að uppfæra lögin með tilliti til hækkunar sekta og verðlagsþróunar og þar fram eftir götunum. Og að því leyti er auðvitað bagalegt að sektarákvæðin, eða fjárhæðirnar, séu inni í löggjöfinni þannig að það kallar alltaf á lagabreytingu en það verður gert núna,“ segir Sigríður. Þá er að fleiri þáttum að huga. „Nú er það auðvitað þannig að löggjafinn tók ákvörðun um það fyrir margt löngu að bjóða ekki upp á matskennda ákvarðanir við veitingu ríkisborgararéttar og þess vegna eru lögin eins og þau eru. Það er að segja skýr og skorinorð og ótvíræð um þau skilyrði sem menn þurfa að uppfylla til að fá ríkisborgararétt, og þeir sem ekki uppfylla þau skilyrði hafa þá leitað til þingsins,“ segir Sigríður. Þróunin á þinginu hafi verið dálítið á þá leið að hún sé farin að bera keim af stjórnsýsluafgreiðslu. „Ég hef ekki greint annað en áhuga þingmanna á því að breyta þessu fyrirkomulagi að einhverju leyti,“ segir Sigríður.
Tengdar fréttir Synjað um íslenskan ríkisborgararétt vegna hraðasekta 27. ágúst 2018 19:30 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira