Birta myndband sem sýnir afleiðingar alvarlegasta utanvegaakstursmáls sumarsins Birgir Olgeirsson skrifar 22. ágúst 2018 15:09 Aðstandendur Vatnajökulsþjóðgarðs hafa sent frá sér myndband sem sýnir afleiðingar utan vega aksturs erlendra ferðamanna á Breiðamerkursandi. Atvikið átti sér stað síðastliðinn sunnudag en í færslunni á Facebook-síðu þjóðgarðsins er tekið fram að um alvarlegasta utan vega akstursmál sumarsins sé að ræða. Eru ferðamennirnir sagðir hafa valdið skemmdum á um sex hektara svæði. Förin eru að mestu í sandi sem sjór gengur þó ekki upp á nema í mestu óveðrum. Þau för sem í sandinum liggja munu ekki lagast af náttúrunnar hendi fyrr en að vetri loknum. Er því haldið fram að þau muni valda auknu sandfoki þangað til.För sem munu sjáfst um ókomin ár „Það sem er þó verra er að förin liggja í slaufum upp sandölduna og um hálfgróinn mel. Munu landverðir reyna sitt besta við að laga þau för sem þangað ná, en engu að síður munu þau sjást um ókomin ár,“ segir í færslunni. Í heildina ná utan vega akstursförin 1,3 kílómetra í beinni loftlínu út frá vel afmörkuðu bílastæðinu, sem er sagt sýna einbeittan brotavilja ökumannanna. Ökumennirnir hafa þó ekið mun lengra en 2,6 kílómetra utan vegar þar sem inni í þeirri tölu eru til að mynda ekki allar þær slaufur sem þeir óku. „Eru landverðir miður sín að sjá vinnu sumarsins við að afmá utanvegarakstursför á þessu svæði hverfa í einni svipan. En eru þó ánægðir að afmörkun bílastæðisins, sem unnin hefur verið í sumar, er að skila sér í færri utanvegarakstursmálum og förum á þessu tiltekna stað innan svæðisins. Einnig er gott að vita til þess að ökumennirnir hafa þurft að svara fyrir brot sín,“ segir í færslunni.1,4 milljón króna sekt Lögreglan á Norðurlandi eystra sektaði erlendu ferðamennina um 1,4 milljónir króna vegna utanvegaakstursins á Breiðamerkursandi og í friðlandinu við Grafarlönd á öskjuleið en 25 voru í hópnum á sjö bílum. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að ökutækjunum sjö var ekki öllum ekið utan vegar í þessum tilvikum en hópur ferðaðist saman sem ein heild og tjón á landi af völdum fjögurra bifreiða staðfest. Við rannsókn málsins kom fram hjá aðilum máls, að um kunnáttuleysi og vanþekkingu hefði verið að ræða og var beðist afsökunar og fyrirgefningar vegna þess tjóns sem unnið var. Viðkomandi ferðamenn óskuðu þess jafnframt að fá að aðstoða við lagfæringar þess lands sem varð fyrir tjóni, en var það mat landvarða að betra væri að fá til verksins sértækan búnað og fólk. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Aðstandendur Vatnajökulsþjóðgarðs hafa sent frá sér myndband sem sýnir afleiðingar utan vega aksturs erlendra ferðamanna á Breiðamerkursandi. Atvikið átti sér stað síðastliðinn sunnudag en í færslunni á Facebook-síðu þjóðgarðsins er tekið fram að um alvarlegasta utan vega akstursmál sumarsins sé að ræða. Eru ferðamennirnir sagðir hafa valdið skemmdum á um sex hektara svæði. Förin eru að mestu í sandi sem sjór gengur þó ekki upp á nema í mestu óveðrum. Þau för sem í sandinum liggja munu ekki lagast af náttúrunnar hendi fyrr en að vetri loknum. Er því haldið fram að þau muni valda auknu sandfoki þangað til.För sem munu sjáfst um ókomin ár „Það sem er þó verra er að förin liggja í slaufum upp sandölduna og um hálfgróinn mel. Munu landverðir reyna sitt besta við að laga þau för sem þangað ná, en engu að síður munu þau sjást um ókomin ár,“ segir í færslunni. Í heildina ná utan vega akstursförin 1,3 kílómetra í beinni loftlínu út frá vel afmörkuðu bílastæðinu, sem er sagt sýna einbeittan brotavilja ökumannanna. Ökumennirnir hafa þó ekið mun lengra en 2,6 kílómetra utan vegar þar sem inni í þeirri tölu eru til að mynda ekki allar þær slaufur sem þeir óku. „Eru landverðir miður sín að sjá vinnu sumarsins við að afmá utanvegarakstursför á þessu svæði hverfa í einni svipan. En eru þó ánægðir að afmörkun bílastæðisins, sem unnin hefur verið í sumar, er að skila sér í færri utanvegarakstursmálum og förum á þessu tiltekna stað innan svæðisins. Einnig er gott að vita til þess að ökumennirnir hafa þurft að svara fyrir brot sín,“ segir í færslunni.1,4 milljón króna sekt Lögreglan á Norðurlandi eystra sektaði erlendu ferðamennina um 1,4 milljónir króna vegna utanvegaakstursins á Breiðamerkursandi og í friðlandinu við Grafarlönd á öskjuleið en 25 voru í hópnum á sjö bílum. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að ökutækjunum sjö var ekki öllum ekið utan vegar í þessum tilvikum en hópur ferðaðist saman sem ein heild og tjón á landi af völdum fjögurra bifreiða staðfest. Við rannsókn málsins kom fram hjá aðilum máls, að um kunnáttuleysi og vanþekkingu hefði verið að ræða og var beðist afsökunar og fyrirgefningar vegna þess tjóns sem unnið var. Viðkomandi ferðamenn óskuðu þess jafnframt að fá að aðstoða við lagfæringar þess lands sem varð fyrir tjóni, en var það mat landvarða að betra væri að fá til verksins sértækan búnað og fólk.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira