Auglýsti BDSM partý í nafni björgunarsveitar og kvíðir Áramótaskaupinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. ágúst 2018 14:00 Magnús Örn Hákonarson er sérfræðingur í rústabjörgun hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Vísir/Pjetur Magnús Örn Hákonarson björgunarsveitarmaður varð fyrir því óláni á dögunum að búa til viðburð, BDSM-partý, á Facebook í nafni Hjálparsveitar skáta í Kópavogi. Viðburðurinn var aðeins í birtingu á Facebook í nokkrar mínútur en það var nóg til þess að einstaka fólk hefur kallað eftir því að Magnús verði rekinn úr hjálparsveitinni. Í auglýsingunni um BDSM-partýið kom meðal annars fram verðið í leikpartýið, sem var 1000 krónur fyrir meðlimi í BDSM félaginu en 3000 krónur fyrir gesti. Auk þess sem leiðbeiningar fylgdu er vörðuðu reglurnar, öryggisorð og skýringar á hlutverki dýflyssustjórnanda. Þá var minnt á að myndatökur væru óheimilar án leyfis og öll vímuefni bönnuð. „Hver hefur ekki lent í því að senda skilaboð eða snap á einhvern rangan aðila? Þetta hitti bara á ranga síðu,“ segir Magnús Örn þegar blaðamaður slær á þráðinn til hans. Blaðamaður kannast svo sannarlega við mistök á borð við þessi af eigin raun. Magnús missir ekki svefn yfir mistökunum sem urðu fyrir viku. Margir hljóti að tengja við mistök sem þessi. Þau viðbrögð sem Magnús hafi séð snúist um grín. „Aulinn sem setti á vitlausa síðu, greyið gaurinn sem gerði þetta,“ segir Magnús og fleira í þeim dúr „Ég held að flestir sjái bara húmorinn í þessu,“ segir Magnús en er þó meðvitaður um að misjafnt sé hvað fólki finnst fyndið. Greinilegt sé að ekki hafi allir húmor fyrir einhverju sem tengist BDSM. Viðbrögðin hefðu líklega verið minni ef um saklausari viðburð væri að ræða, ef svo má segja. „Ég veit alveg að sterótýpan að þessu BDSM dóti er ekki alveg í takti við raunveruleikann.“ Viðburðurinn sem Hjálparsveit skáta í Kópavogi deildi í nokkrar mínútur. Hvað er BDSM? BDSM er skammstöfun notuð sem samheiti yfir alla þá möguleika sem geta falist í sadómasókisma, munalosta, leðurlífsstíl, og valda- og skynjunarbreytingarleikjum. B&D - bondage and discipline, fjötrar og agi, er skammstöfun notuð til að lýsa erótískum aga og þræls/drottnara ímyndunarleikjum. D&S - dominance and submission, drottnun og undirgefni, lýsir erótískum leikjum með vald og traust. D&S leikir geta innifalið S&M leiki, en takmarkast ekki af þeim. D&S leikir geta verið algjörlega ólíkamlegir og takmarkast við svið ímyndunarinnar. S&M -sadism and masochism, sadismi og masókismi, algengt hugtak notað til að lýsa erótískum athöfnum sem snúast um að valda og verða fyrir sársauka og nautn. Þó skammstöfunin vísi strangt til tekið til líkamlegra leikja, má víkka hana svo hún nái yfir leiki með drottnun og undirgefni, og hún er í raun oft notuð í jafn víðum skilningi og BDSM. Boðið á viðburðinn. Hjálparsveitin skaffar dótið! Magnús Örn segist hafa fengið mörg tilboð um Facebook námskeið frá vinum og kunningjum eftir mistökin. Fæstir kippi sér upp við þetta. Félagar hans hafi margir fengið skot frá vinnufélögum sínum og það virki í báðar áttir. Mikið grín sé á bak við tjöldin. Hjálparsveitin skaffar dótið! Það er einn brandarinn sem gengur. Einhverjir hafa þó haft hátt og jafnvel viljað reka Magnús Örn úr hjálparsveitinni. Það fær ekki á hann. „Nei, ekki mig. Maður er náttúrulega eldri en tvívetra í þessu og þetta truflar mig ekkert þannig lagað. En þetta getur truflað aðra sem eru ekki komnir með jafnþykkan skráp. Það er kannski það versta í þessu.“ Hjálparsveit skáta sendi tilkynningu til félagsmanna sinna til að lækka hitann meðal sumra sveitarmanna. „Innan þessa sjálboðaliðahóps starfa margir aðilar með misjafnan bakgrunn og áhugamál. Fólk stundar alls kyns íþróttir og áhugamál og mun stjórn HSSK ekki gera greinarmun á þeim áhugamálum, svo framarlega sem þau séu lögleg,“ sagði í tilkynningunni sem Fréttablaðið.is greindi frá í gær. „Fyrir mistök urðu hans áhugamál enn sýnilegri og í stutta stund í nafni sveitarinnar. Eftir samtal er stjórn þess fullviss að það var gert í ógáti og mun stjórn ekki aðhafast frekar vegna þess.“ Aðild BDSM-samtakanna að Samtökunum '78 var mikið deilumál árið 2016. Samtökin fengu að endingu aðild.Vísir Magnús Örn segir að boðið, sem hafi farið víðar en til stóð, hafi ekki haft áhrif á mætinguna í partýið. Það sorglega sé kannski að það hafi ekki verið nein þörf á að auglýsa partýið. „Þetta hafði engin áhrif á mætinguna. Það er bara föst mæting þarna og meira af prinsipp ástæðum að við auglýsum þetta á Facebook,“ segir Magnús Örn. „Það þarf ekkert að auglýsa þetta því mætingin er eiginlega of mikil. Það var ekkert ætlunin að stækka hópinn þarna á bak við,“ segir Magnús Örn. Hann veltir fyrir sér í gríni hvort hann eigi ekki skilið einhver markaðsverðlaun fyrir auglýsinguna. „Ef ég hefði ætlað að auglýsa þetta hefði ég varla getað farið betri leið,“ segir hann meðvitaður um að líkurnar á að honum bregði fyrir í næsta áramótaskaupi séu orðnar töluverðar. Neyðarkall í leðurdressi? „Ég kvíði því svolítið - en vonandi verður þetta þá bara búið. Það er spurningin hver neyðarkallinn verður á næsta ári. Hvort hann verði í einhverjum búningi,“ segir Magnús Örn. Sjá mætti fyrir sér hálfnaktan neyðarkall með ól um hálsinn og haldandi á svipu. Það væri fyndið en ég er ekki viss um að öllum þætti það fyndið. Aðspurður um partýin segir hann þau vera vettvang til þess að skapa ákveðnum hópi öruggar aðstæður til að koma saman. „Það eru kannski 50-60 sem að mæta,“ segir Magnús Örn. Partýin séu óháð BDSM félaginu sem sjái alfarið um fræðslumál. Hann vonar að málinu sé nú lokið og ætlar að fara varlega á Facebook í framtíðinni. „Þetta er eitthvað sem maður lærir af og passar betur upp á næst. Vonandi sendi ég ekki eitthvað óvart á ömmu eða mömmu,“ segir Magnús Örn léttur. Uppfært klukkan 14:50Í fyrri útgáfu stóð „í nafni skáta“ í fyrirsögn. Réttara er að hafa í nafni björgunarsveitar þar sem Hjálparsveit skáta í Kópavogi er björgunarsveit og aðili að Slysavarnafélaginu Landsbjörg en ekki Bandalagi íslenskra skáta. Skátar Björgunarsveitir Kópavogur Tengdar fréttir Jaðarhópar á Íslandi sameinist Hinsegin, fatlað, trans, feitt fólk og af erlendum uppruna kom saman á ráðstefnunni Trufluð tilvera. Kona í BDSM á Íslandi fagnar því að hafa fengið boð á ráðstefnuna. 3. mars 2017 21:00 BDSM fær aðild að Samtökunum '78 Kosning fór fram á aðalfundi samtakanna í dag. 11. september 2016 17:32 Stór og særandi orð fallið um BDSM-fólk Magnús Hákonarson er formaður BDSM og hann segir mikið verk að vinna við að útrýma fordómum. 8. mars 2016 11:54 Stóra BDSM-málið: „Getum við ekki við unnt fólki þess sama og við börðumst sjálf fyrir til handa okkur?“ Nýr formaður Samtakanna '78 verður kjörinn á aðalfundi í dag. Kaflaskil eru framundan hjá samtökunum sama hvernig fer. 11. september 2016 13:15 Þingkonum boðið í BDSM partý í Reykjavík um helgina Þingkonum hefur borist tölvupóstur þar sem þeim er boðið að eiga kynlíf með einum eða fleirum á leynilegum stað í Reykjavík næst komandi laugardag. Skipuleggjendur fullyrða að mannfagnaður sem þessi hafi farið fram í Reykjavík á síðasta ári. 6. október 2016 20:30 „Líka mýkt í BDSM“ Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur segir vanta meiri umræðu um BDSM ef skera eigi út um það hvort það sé kynhneigð eða kynhegðun. 11. mars 2016 15:04 Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Sjá meira
Magnús Örn Hákonarson björgunarsveitarmaður varð fyrir því óláni á dögunum að búa til viðburð, BDSM-partý, á Facebook í nafni Hjálparsveitar skáta í Kópavogi. Viðburðurinn var aðeins í birtingu á Facebook í nokkrar mínútur en það var nóg til þess að einstaka fólk hefur kallað eftir því að Magnús verði rekinn úr hjálparsveitinni. Í auglýsingunni um BDSM-partýið kom meðal annars fram verðið í leikpartýið, sem var 1000 krónur fyrir meðlimi í BDSM félaginu en 3000 krónur fyrir gesti. Auk þess sem leiðbeiningar fylgdu er vörðuðu reglurnar, öryggisorð og skýringar á hlutverki dýflyssustjórnanda. Þá var minnt á að myndatökur væru óheimilar án leyfis og öll vímuefni bönnuð. „Hver hefur ekki lent í því að senda skilaboð eða snap á einhvern rangan aðila? Þetta hitti bara á ranga síðu,“ segir Magnús Örn þegar blaðamaður slær á þráðinn til hans. Blaðamaður kannast svo sannarlega við mistök á borð við þessi af eigin raun. Magnús missir ekki svefn yfir mistökunum sem urðu fyrir viku. Margir hljóti að tengja við mistök sem þessi. Þau viðbrögð sem Magnús hafi séð snúist um grín. „Aulinn sem setti á vitlausa síðu, greyið gaurinn sem gerði þetta,“ segir Magnús og fleira í þeim dúr „Ég held að flestir sjái bara húmorinn í þessu,“ segir Magnús en er þó meðvitaður um að misjafnt sé hvað fólki finnst fyndið. Greinilegt sé að ekki hafi allir húmor fyrir einhverju sem tengist BDSM. Viðbrögðin hefðu líklega verið minni ef um saklausari viðburð væri að ræða, ef svo má segja. „Ég veit alveg að sterótýpan að þessu BDSM dóti er ekki alveg í takti við raunveruleikann.“ Viðburðurinn sem Hjálparsveit skáta í Kópavogi deildi í nokkrar mínútur. Hvað er BDSM? BDSM er skammstöfun notuð sem samheiti yfir alla þá möguleika sem geta falist í sadómasókisma, munalosta, leðurlífsstíl, og valda- og skynjunarbreytingarleikjum. B&D - bondage and discipline, fjötrar og agi, er skammstöfun notuð til að lýsa erótískum aga og þræls/drottnara ímyndunarleikjum. D&S - dominance and submission, drottnun og undirgefni, lýsir erótískum leikjum með vald og traust. D&S leikir geta innifalið S&M leiki, en takmarkast ekki af þeim. D&S leikir geta verið algjörlega ólíkamlegir og takmarkast við svið ímyndunarinnar. S&M -sadism and masochism, sadismi og masókismi, algengt hugtak notað til að lýsa erótískum athöfnum sem snúast um að valda og verða fyrir sársauka og nautn. Þó skammstöfunin vísi strangt til tekið til líkamlegra leikja, má víkka hana svo hún nái yfir leiki með drottnun og undirgefni, og hún er í raun oft notuð í jafn víðum skilningi og BDSM. Boðið á viðburðinn. Hjálparsveitin skaffar dótið! Magnús Örn segist hafa fengið mörg tilboð um Facebook námskeið frá vinum og kunningjum eftir mistökin. Fæstir kippi sér upp við þetta. Félagar hans hafi margir fengið skot frá vinnufélögum sínum og það virki í báðar áttir. Mikið grín sé á bak við tjöldin. Hjálparsveitin skaffar dótið! Það er einn brandarinn sem gengur. Einhverjir hafa þó haft hátt og jafnvel viljað reka Magnús Örn úr hjálparsveitinni. Það fær ekki á hann. „Nei, ekki mig. Maður er náttúrulega eldri en tvívetra í þessu og þetta truflar mig ekkert þannig lagað. En þetta getur truflað aðra sem eru ekki komnir með jafnþykkan skráp. Það er kannski það versta í þessu.“ Hjálparsveit skáta sendi tilkynningu til félagsmanna sinna til að lækka hitann meðal sumra sveitarmanna. „Innan þessa sjálboðaliðahóps starfa margir aðilar með misjafnan bakgrunn og áhugamál. Fólk stundar alls kyns íþróttir og áhugamál og mun stjórn HSSK ekki gera greinarmun á þeim áhugamálum, svo framarlega sem þau séu lögleg,“ sagði í tilkynningunni sem Fréttablaðið.is greindi frá í gær. „Fyrir mistök urðu hans áhugamál enn sýnilegri og í stutta stund í nafni sveitarinnar. Eftir samtal er stjórn þess fullviss að það var gert í ógáti og mun stjórn ekki aðhafast frekar vegna þess.“ Aðild BDSM-samtakanna að Samtökunum '78 var mikið deilumál árið 2016. Samtökin fengu að endingu aðild.Vísir Magnús Örn segir að boðið, sem hafi farið víðar en til stóð, hafi ekki haft áhrif á mætinguna í partýið. Það sorglega sé kannski að það hafi ekki verið nein þörf á að auglýsa partýið. „Þetta hafði engin áhrif á mætinguna. Það er bara föst mæting þarna og meira af prinsipp ástæðum að við auglýsum þetta á Facebook,“ segir Magnús Örn. „Það þarf ekkert að auglýsa þetta því mætingin er eiginlega of mikil. Það var ekkert ætlunin að stækka hópinn þarna á bak við,“ segir Magnús Örn. Hann veltir fyrir sér í gríni hvort hann eigi ekki skilið einhver markaðsverðlaun fyrir auglýsinguna. „Ef ég hefði ætlað að auglýsa þetta hefði ég varla getað farið betri leið,“ segir hann meðvitaður um að líkurnar á að honum bregði fyrir í næsta áramótaskaupi séu orðnar töluverðar. Neyðarkall í leðurdressi? „Ég kvíði því svolítið - en vonandi verður þetta þá bara búið. Það er spurningin hver neyðarkallinn verður á næsta ári. Hvort hann verði í einhverjum búningi,“ segir Magnús Örn. Sjá mætti fyrir sér hálfnaktan neyðarkall með ól um hálsinn og haldandi á svipu. Það væri fyndið en ég er ekki viss um að öllum þætti það fyndið. Aðspurður um partýin segir hann þau vera vettvang til þess að skapa ákveðnum hópi öruggar aðstæður til að koma saman. „Það eru kannski 50-60 sem að mæta,“ segir Magnús Örn. Partýin séu óháð BDSM félaginu sem sjái alfarið um fræðslumál. Hann vonar að málinu sé nú lokið og ætlar að fara varlega á Facebook í framtíðinni. „Þetta er eitthvað sem maður lærir af og passar betur upp á næst. Vonandi sendi ég ekki eitthvað óvart á ömmu eða mömmu,“ segir Magnús Örn léttur. Uppfært klukkan 14:50Í fyrri útgáfu stóð „í nafni skáta“ í fyrirsögn. Réttara er að hafa í nafni björgunarsveitar þar sem Hjálparsveit skáta í Kópavogi er björgunarsveit og aðili að Slysavarnafélaginu Landsbjörg en ekki Bandalagi íslenskra skáta.
Skátar Björgunarsveitir Kópavogur Tengdar fréttir Jaðarhópar á Íslandi sameinist Hinsegin, fatlað, trans, feitt fólk og af erlendum uppruna kom saman á ráðstefnunni Trufluð tilvera. Kona í BDSM á Íslandi fagnar því að hafa fengið boð á ráðstefnuna. 3. mars 2017 21:00 BDSM fær aðild að Samtökunum '78 Kosning fór fram á aðalfundi samtakanna í dag. 11. september 2016 17:32 Stór og særandi orð fallið um BDSM-fólk Magnús Hákonarson er formaður BDSM og hann segir mikið verk að vinna við að útrýma fordómum. 8. mars 2016 11:54 Stóra BDSM-málið: „Getum við ekki við unnt fólki þess sama og við börðumst sjálf fyrir til handa okkur?“ Nýr formaður Samtakanna '78 verður kjörinn á aðalfundi í dag. Kaflaskil eru framundan hjá samtökunum sama hvernig fer. 11. september 2016 13:15 Þingkonum boðið í BDSM partý í Reykjavík um helgina Þingkonum hefur borist tölvupóstur þar sem þeim er boðið að eiga kynlíf með einum eða fleirum á leynilegum stað í Reykjavík næst komandi laugardag. Skipuleggjendur fullyrða að mannfagnaður sem þessi hafi farið fram í Reykjavík á síðasta ári. 6. október 2016 20:30 „Líka mýkt í BDSM“ Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur segir vanta meiri umræðu um BDSM ef skera eigi út um það hvort það sé kynhneigð eða kynhegðun. 11. mars 2016 15:04 Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Sjá meira
Jaðarhópar á Íslandi sameinist Hinsegin, fatlað, trans, feitt fólk og af erlendum uppruna kom saman á ráðstefnunni Trufluð tilvera. Kona í BDSM á Íslandi fagnar því að hafa fengið boð á ráðstefnuna. 3. mars 2017 21:00
BDSM fær aðild að Samtökunum '78 Kosning fór fram á aðalfundi samtakanna í dag. 11. september 2016 17:32
Stór og særandi orð fallið um BDSM-fólk Magnús Hákonarson er formaður BDSM og hann segir mikið verk að vinna við að útrýma fordómum. 8. mars 2016 11:54
Stóra BDSM-málið: „Getum við ekki við unnt fólki þess sama og við börðumst sjálf fyrir til handa okkur?“ Nýr formaður Samtakanna '78 verður kjörinn á aðalfundi í dag. Kaflaskil eru framundan hjá samtökunum sama hvernig fer. 11. september 2016 13:15
Þingkonum boðið í BDSM partý í Reykjavík um helgina Þingkonum hefur borist tölvupóstur þar sem þeim er boðið að eiga kynlíf með einum eða fleirum á leynilegum stað í Reykjavík næst komandi laugardag. Skipuleggjendur fullyrða að mannfagnaður sem þessi hafi farið fram í Reykjavík á síðasta ári. 6. október 2016 20:30
„Líka mýkt í BDSM“ Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur segir vanta meiri umræðu um BDSM ef skera eigi út um það hvort það sé kynhneigð eða kynhegðun. 11. mars 2016 15:04