Gera ráð fyrir að bílaumferð víki fyrir gangandi vegfarendum við Hlemm Hersir Aron Ólafsson skrifar 20. ágúst 2018 20:59 Bílaumferð víkur fyrir gangandi vegfarendum í tillögum að nýju heildarútliti svæðisins við Hlemm. Samgöngustjóri Reykjavíkur vonar að framkvæmdir geti hafist næsta sumar, en nýtt deiliskipulag fer í vinnslu í haust. Í dag er svæðið kringum Hlemm að mestu undirlagt bílaumferð. Einkabílar og strætisvagnar flæða niður Laugaveg og Hverfisgötu að hluta og auk þess í báðar áttir á Rauðarárstíg. Í tillögum arkitekta að nýju heildarútliti fyrir svæðið er aftur á móti gert ráð fyrir að götur víki í talsverðum mæli og meira rými fari undir gangandi og hjólandi vegfarendur. Tillaga DLD arkitektastofunnar er ein þriggja sem fram komu í hugmyndasamkeppni borgarinnar í vor. Stofurnar Mandaworks og Landslag áttu þar einnig tillögur, en samgöngustjóri borgarinnar segir nýtt deiliskipulag svæðisins taka mið af tillögunum. „Næsta sumar, ef deiliskipulag gengur í gegn í vetur og við getum farið að undirbúa einhverjar framkvæmdir, getum við farið að vinna eitthvað af þessu, en þetta tekur töluverðan tíma,“ segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur. Hann segir ekki standa til að Strætó víki af svæðinu, en þó standi enn til að svæðið umhverfis BSÍ í Vatnsmýri verði að aðalmiðstöð almenningssamgangna á komandi árum. „Hlemmur verður áfram mikilvægur hlekkur í öllu almenningssamgöngukerfi borgarinnar, þó meginskiptikerfið eigi að færast niður á U-reit, þ.e. hjá BSÍ,“ segir Þorsteinn.Vilja skapa aðstæður fyrir lifandi mannlíf Borgaryfirvöld stóðu fyrir samgöngutalningu við Hlemm í sumar þar sem áætlað var að milli klukkan 8 að morgni og 9 á kvöldi færu um 20 þúsund gangandi vegfarendur um svæðið og um 7 þúsund einkabílar. „Við sjáum náttúrulega bara á talningunum í dag að hér er margfalt meira af gangandi vegfarendum sem eiga hér leið um heldur en bílum, svo við ætlum bara að ýta undir og styðja það. Veita sem bestar aðstæður fyrir lifandi mannlíf,“ segir Þorsteinn. En er ekki þrengt um of að einkabílnum í þeim tillögum sem gerðar hafa verið?„Meðal þess sem verið er að skoða hér er að koma fyrir hringtorgi á Snorrabraut við mót Borgartúns og Bríetartúns, þannig að þar opnar önnur tenging sem kæmi þá í staðinn fyrir tenginguna hér, þannig að það er alls ekki að neinu marki verið að þrengja að umferð einkabíla.“ Strætó Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Bílaumferð víkur fyrir gangandi vegfarendum í tillögum að nýju heildarútliti svæðisins við Hlemm. Samgöngustjóri Reykjavíkur vonar að framkvæmdir geti hafist næsta sumar, en nýtt deiliskipulag fer í vinnslu í haust. Í dag er svæðið kringum Hlemm að mestu undirlagt bílaumferð. Einkabílar og strætisvagnar flæða niður Laugaveg og Hverfisgötu að hluta og auk þess í báðar áttir á Rauðarárstíg. Í tillögum arkitekta að nýju heildarútliti fyrir svæðið er aftur á móti gert ráð fyrir að götur víki í talsverðum mæli og meira rými fari undir gangandi og hjólandi vegfarendur. Tillaga DLD arkitektastofunnar er ein þriggja sem fram komu í hugmyndasamkeppni borgarinnar í vor. Stofurnar Mandaworks og Landslag áttu þar einnig tillögur, en samgöngustjóri borgarinnar segir nýtt deiliskipulag svæðisins taka mið af tillögunum. „Næsta sumar, ef deiliskipulag gengur í gegn í vetur og við getum farið að undirbúa einhverjar framkvæmdir, getum við farið að vinna eitthvað af þessu, en þetta tekur töluverðan tíma,“ segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur. Hann segir ekki standa til að Strætó víki af svæðinu, en þó standi enn til að svæðið umhverfis BSÍ í Vatnsmýri verði að aðalmiðstöð almenningssamgangna á komandi árum. „Hlemmur verður áfram mikilvægur hlekkur í öllu almenningssamgöngukerfi borgarinnar, þó meginskiptikerfið eigi að færast niður á U-reit, þ.e. hjá BSÍ,“ segir Þorsteinn.Vilja skapa aðstæður fyrir lifandi mannlíf Borgaryfirvöld stóðu fyrir samgöngutalningu við Hlemm í sumar þar sem áætlað var að milli klukkan 8 að morgni og 9 á kvöldi færu um 20 þúsund gangandi vegfarendur um svæðið og um 7 þúsund einkabílar. „Við sjáum náttúrulega bara á talningunum í dag að hér er margfalt meira af gangandi vegfarendum sem eiga hér leið um heldur en bílum, svo við ætlum bara að ýta undir og styðja það. Veita sem bestar aðstæður fyrir lifandi mannlíf,“ segir Þorsteinn. En er ekki þrengt um of að einkabílnum í þeim tillögum sem gerðar hafa verið?„Meðal þess sem verið er að skoða hér er að koma fyrir hringtorgi á Snorrabraut við mót Borgartúns og Bríetartúns, þannig að þar opnar önnur tenging sem kæmi þá í staðinn fyrir tenginguna hér, þannig að það er alls ekki að neinu marki verið að þrengja að umferð einkabíla.“
Strætó Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira