Vísar á bug að illa sé búið að lögreglunni Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2018 18:52 Dómsmálaráðherra vísar á bug tali um að aldrei hafi verið eins illa búið að lögreglunni og nú, þrátt fyrir ábendingar lögreglumanna um annað. Hún er þess fullviss að sjaldan hafi verið jafn vel staðið að öryggi hins almenna borgara. Í fréttum okkar í síðustu viku sögðum við frá því að þrátt fyrir umtalsverða fjölgun verkefna hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu þarf embættið að draga saman í starfsemi sinni. Árið 2009 voru embættin í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi sameinuð. Umdæmið nær því yfir sjö sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og eru íbúar þeirra um 200 þúsund talsins. Á virkum dögum eru eingöngu 15 lögreglumenn á næturvakt fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vísar á bug öllu tali um að aldrei hafi verið eins illa búið að lögreglunni. „Rekstaráætlun er lögð fram fyrir öllu embætin og þau hafa heimild til þess að forgangsraða og hreyfa við henni innan ársins. Það held ég til dæmis að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi gert í byrjun ársins. Hún sé því í þeirri stöðu í dag að tryggja það að vera innan rammans núna í lok ársins. Það er hennar val hvernig hún forgangsraðar þessu fé. Staðreyndin er sú að fé til löggæslumála aukning á fjárheimildum hefur aldrei verið eins mikil og nú um stundir,“ segir Sigríður. Hún segir það í höndum lögreglustjóra að meta mannaflaþörf hverju sinni og lögregluna hafa nægilegt fé til að tryggja réttaröryggi hér á landi. „Ef það eru fimmtán lögregluþjónar á næturvakt í Reykjavík, þá er það vegna þess að þannig hefur þörfin verið metin,“ bendir hún á. Hún segir það liggja fyrir að lögreglan fái aukið fjármagn og því þurfi að forgangsraða. „Eins og ég hef margoft bent á að frá árinu 2014 hafa lögreglan og löggæslumál fengið auknar fjárheimildir umfram nánast allar aðrar stofnanir ríkisins,“ segir hún að lokum. Tengdar fréttir Bráðamóttakan á Menningarnótt: Ölvun, átök og aukastarfsfólk á vakt Álag á bráðamóttöku Landspítalans er töluvert meira á Menningarnótt en önnur kvöld. 20. ágúst 2018 15:00 Lögreglukona flutt blóðug á sjúkrahús eftir átök við Grensásveg Lögreglukona var flutt með sjúkrabíl á Landspítalann eftir að maður í annarlegu ástandi veittist að lögreglu á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar skömmu fyrir hádegi í dag. 13. ágúst 2018 12:18 Stunguárás í austurborginni í gær Karlmaður var stunginn nokkrum sinnum í austurborginni í gær. Einnig kviknaði í lýsisverksmiðjunni. 19. ágúst 2018 10:24 Ók ölvaður inn á hátíðarsvæði Menningarnætur Lögregla þurfti í dag að hafa afskipti af ölvuðum ökumanni sem virt hafði lokanir að vettugi. Að öðru leyti fer hátíðin vel af stað. Búist er við miklum fjölda fólks í miðbænum. 18. ágúst 2018 18:37 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Dómsmálaráðherra vísar á bug tali um að aldrei hafi verið eins illa búið að lögreglunni og nú, þrátt fyrir ábendingar lögreglumanna um annað. Hún er þess fullviss að sjaldan hafi verið jafn vel staðið að öryggi hins almenna borgara. Í fréttum okkar í síðustu viku sögðum við frá því að þrátt fyrir umtalsverða fjölgun verkefna hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu þarf embættið að draga saman í starfsemi sinni. Árið 2009 voru embættin í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi sameinuð. Umdæmið nær því yfir sjö sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og eru íbúar þeirra um 200 þúsund talsins. Á virkum dögum eru eingöngu 15 lögreglumenn á næturvakt fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vísar á bug öllu tali um að aldrei hafi verið eins illa búið að lögreglunni. „Rekstaráætlun er lögð fram fyrir öllu embætin og þau hafa heimild til þess að forgangsraða og hreyfa við henni innan ársins. Það held ég til dæmis að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi gert í byrjun ársins. Hún sé því í þeirri stöðu í dag að tryggja það að vera innan rammans núna í lok ársins. Það er hennar val hvernig hún forgangsraðar þessu fé. Staðreyndin er sú að fé til löggæslumála aukning á fjárheimildum hefur aldrei verið eins mikil og nú um stundir,“ segir Sigríður. Hún segir það í höndum lögreglustjóra að meta mannaflaþörf hverju sinni og lögregluna hafa nægilegt fé til að tryggja réttaröryggi hér á landi. „Ef það eru fimmtán lögregluþjónar á næturvakt í Reykjavík, þá er það vegna þess að þannig hefur þörfin verið metin,“ bendir hún á. Hún segir það liggja fyrir að lögreglan fái aukið fjármagn og því þurfi að forgangsraða. „Eins og ég hef margoft bent á að frá árinu 2014 hafa lögreglan og löggæslumál fengið auknar fjárheimildir umfram nánast allar aðrar stofnanir ríkisins,“ segir hún að lokum.
Tengdar fréttir Bráðamóttakan á Menningarnótt: Ölvun, átök og aukastarfsfólk á vakt Álag á bráðamóttöku Landspítalans er töluvert meira á Menningarnótt en önnur kvöld. 20. ágúst 2018 15:00 Lögreglukona flutt blóðug á sjúkrahús eftir átök við Grensásveg Lögreglukona var flutt með sjúkrabíl á Landspítalann eftir að maður í annarlegu ástandi veittist að lögreglu á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar skömmu fyrir hádegi í dag. 13. ágúst 2018 12:18 Stunguárás í austurborginni í gær Karlmaður var stunginn nokkrum sinnum í austurborginni í gær. Einnig kviknaði í lýsisverksmiðjunni. 19. ágúst 2018 10:24 Ók ölvaður inn á hátíðarsvæði Menningarnætur Lögregla þurfti í dag að hafa afskipti af ölvuðum ökumanni sem virt hafði lokanir að vettugi. Að öðru leyti fer hátíðin vel af stað. Búist er við miklum fjölda fólks í miðbænum. 18. ágúst 2018 18:37 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Bráðamóttakan á Menningarnótt: Ölvun, átök og aukastarfsfólk á vakt Álag á bráðamóttöku Landspítalans er töluvert meira á Menningarnótt en önnur kvöld. 20. ágúst 2018 15:00
Lögreglukona flutt blóðug á sjúkrahús eftir átök við Grensásveg Lögreglukona var flutt með sjúkrabíl á Landspítalann eftir að maður í annarlegu ástandi veittist að lögreglu á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar skömmu fyrir hádegi í dag. 13. ágúst 2018 12:18
Stunguárás í austurborginni í gær Karlmaður var stunginn nokkrum sinnum í austurborginni í gær. Einnig kviknaði í lýsisverksmiðjunni. 19. ágúst 2018 10:24
Ók ölvaður inn á hátíðarsvæði Menningarnætur Lögregla þurfti í dag að hafa afskipti af ölvuðum ökumanni sem virt hafði lokanir að vettugi. Að öðru leyti fer hátíðin vel af stað. Búist er við miklum fjölda fólks í miðbænum. 18. ágúst 2018 18:37