Ríkisstjórnin boðar skattalagabreytingar Heimir Már Pétursson skrifar 7. september 2018 20:50 Ríkisstjórnin boðar skattalagabreytingar sem koma eigi lág og millitekjuhópum til góða. Þá mun samgönguáætlun til næstu ára loksins líta dagsins ljós á fyrstu dögum haustþings sem kemur saman á þriðjudag. Forsætisráðherra reiknar með að tekist verði á um nýtt frumvarp um veiðileyfagjöld. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar komu saman til ríkisráðsfundar með forseta Íslands á Bessastöðum klukkan fjögur í dag. Þetta var síðasti ríkisráðsfundurinn áður en Alþingi kemur saman á þriðjudag. Forsætisráðherra boðar skattalagabreytingar í fjárlagafrumvarpinu. „Fjárlögin verða auðvitað bara í takti við tiltölulega nýsamþykkta fjármálaáætlun og síðan verður auðvitað svokallaður tekjubandormur þar sem við munum sjá tilteknar ráðstafanir í skattamálum. Eins og boðað hafði verið í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í vor þá munu þær ekki síst snúast um lágtekjuhópa og lægri millitekjuhópa.“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Bessastöðum í dag. Mörg önnur stór mál munu setja svip sinn á haustþingið og ber fyrst að nefna samgönguáætlun sem beðið er með mikilli eftirvæntingu, þar sem mikil og stór verkefni bíða, bæði í nýframkvæmdum og viðhaldi víðs vegar um landið. Einnig má reikna með stórum og umdeildum málum frá öðrum ráðherrum. „Kannski þau stærstu hjá mér verða ekki á dagskrá fyrr en að loknum áramótum og þau verða endurskoðun á lögum um Seðlabanka Íslands en sjálf verð ég með mitt fyrsta mál, breytingu á lögum um umboðsmann barna þar sem tekið verður upp það nýmæli að halda barnaþing reglubundið.“ segir forsætisráðherra. Það má reikna með átökum um frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld en frumvarp atvinnuveganefndar um lækkun þeirra komst ekki í gegnum Alþingi á vorþinginu.„Enda fannst mer það sanngjarnt að Alþingi fengi meiri tíma til að ræða framtíðarfyrirkomulag veiðigjalda. Ráðherrann hefur núna verið að vinna að frumvarpi um það efni í sumar þannig ég á von á því að það auðvitað fari fyrir þingið en ég veit líka að það verður auðvitað tekist á um það eins og ávallt þegar veiðigjöld eru til umræðu á Alþingi.“Aðspurð hvort hún spái átakamiklu þingi segist Katrín vonast til þess að þingmenn nái saman um flest mál, þó að sjálfsögðu verði þau ekki sammála um allt. Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Ríkisstjórnin boðar skattalagabreytingar sem koma eigi lág og millitekjuhópum til góða. Þá mun samgönguáætlun til næstu ára loksins líta dagsins ljós á fyrstu dögum haustþings sem kemur saman á þriðjudag. Forsætisráðherra reiknar með að tekist verði á um nýtt frumvarp um veiðileyfagjöld. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar komu saman til ríkisráðsfundar með forseta Íslands á Bessastöðum klukkan fjögur í dag. Þetta var síðasti ríkisráðsfundurinn áður en Alþingi kemur saman á þriðjudag. Forsætisráðherra boðar skattalagabreytingar í fjárlagafrumvarpinu. „Fjárlögin verða auðvitað bara í takti við tiltölulega nýsamþykkta fjármálaáætlun og síðan verður auðvitað svokallaður tekjubandormur þar sem við munum sjá tilteknar ráðstafanir í skattamálum. Eins og boðað hafði verið í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í vor þá munu þær ekki síst snúast um lágtekjuhópa og lægri millitekjuhópa.“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Bessastöðum í dag. Mörg önnur stór mál munu setja svip sinn á haustþingið og ber fyrst að nefna samgönguáætlun sem beðið er með mikilli eftirvæntingu, þar sem mikil og stór verkefni bíða, bæði í nýframkvæmdum og viðhaldi víðs vegar um landið. Einnig má reikna með stórum og umdeildum málum frá öðrum ráðherrum. „Kannski þau stærstu hjá mér verða ekki á dagskrá fyrr en að loknum áramótum og þau verða endurskoðun á lögum um Seðlabanka Íslands en sjálf verð ég með mitt fyrsta mál, breytingu á lögum um umboðsmann barna þar sem tekið verður upp það nýmæli að halda barnaþing reglubundið.“ segir forsætisráðherra. Það má reikna með átökum um frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld en frumvarp atvinnuveganefndar um lækkun þeirra komst ekki í gegnum Alþingi á vorþinginu.„Enda fannst mer það sanngjarnt að Alþingi fengi meiri tíma til að ræða framtíðarfyrirkomulag veiðigjalda. Ráðherrann hefur núna verið að vinna að frumvarpi um það efni í sumar þannig ég á von á því að það auðvitað fari fyrir þingið en ég veit líka að það verður auðvitað tekist á um það eins og ávallt þegar veiðigjöld eru til umræðu á Alþingi.“Aðspurð hvort hún spái átakamiklu þingi segist Katrín vonast til þess að þingmenn nái saman um flest mál, þó að sjálfsögðu verði þau ekki sammála um allt.
Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira