Hneykslaður á MAST í mars en hrósar eftir slys í eigin stöð Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 7. september 2018 15:30 Séð yfir Húsavík þar sem N-lax er rekið. Vísir/Arnar Halldórsson Jón Helgi Björnsson, sem stendur að fiskeldi á landi hjá N-lax í Húsavík, tjáði Vísi á mánudag að slysaslepping í stöðinni í ágúst hefði verið tilkynnt um leið til Matvælastofnunar. Í frétt á vef MAST í dag segir hins vegar að sleppingin hafi ekki verið tilkynnt. Jón Helgi er einnig formaður Landssambands veiðifélaga en í mars síðastliðnum sendi hann bréf fyrir hönd sambandsins til sjávarútvegsráðherra. Þar krafðist hann að eftirlit með fiskeldi yrði fært til Fiskistofu og lýsti vantrausti á Matvælastofnun. Fréttastofa fékk ábendingu í síðustu viku um að regnbogasilungur hefði sloppið úr eldisstöðinni fyrir norðan í ágúst. Haft var samband við Jón Helga sem staðfesti sleppinguna. „Það var á Húsavík, í lítilli stöð sem við eigum þar. 17 fiskar fóru í afrennslið í stöð þar fyrir neðan og var náð þar áður en þeir sluppu,“ sagði Jón Helgi. Laxveiðimenn gætu andað rólega. Enginn fiskur hefði sloppið. „Það slapp enginn fiskur í sjó. Það er alveg á hreinu. Það var strax brugðist við,“ sagði Jón Helgi. „Það kom strax aðili til að skoða þetta samdægurs, eða daginn eftir. Tók þetta út.“Taldi ekki mögulegt að lifandi fiskur sleppi Jón Helgi útskýrði hvað hefði átt sér stað. „Menn voru að tæma kar. Þá losnaði rist og þeir fóru í afrennslið. Voru svo teknir áður en þeir sluppu út, aðeins fyrir neðan stöðina. Í brunni sem þar er. Þetta voru 17 eða 23 fiskar sem fóru þá leiðina.“Jón Helgi Björnsson formaður Landssambands veiðifélaga og aðstandandi N-lax á Húsavík.Hann sagði ekki mögulegt að lifandi fiskur sleppi. Fiskurinn þurfi að fara í gegnum dælustöð „og alls konar vesen.“ Aðspurður hvort sleppingin hefði verið tilkynnt um leið til MAST sagði Jón Helgi: „Já.“ Í tilkynningunni frá MAST kemur fram að eldisfiskar hefðu borist í fráveitu bæjarins og að umfang slysasleppingarinnar væri óljóst en það ekki talið verulegt. MAST sagði enga hreinsun í fráveitukerfinu og því ekki hægt að útiloka að lifandi fiskur hefði borist til sjávar. Tekið var fram að eldisfiskurinn væri ófrjór og gæti ekki fjölgað sér í íslenskri náttúru. Matvælastofnun tók fram að viðbrögð N-lax hefðu ekki verið samkvæmt skráðu verklagi fyrirtækisins og jafnframt að Fiskistofu hefði ekki verið tilkynnt um sleppinguna. Umhverfisstofnun kannaði málið eftir ábendingu Vísir ræddi við Jón Helga Björnsson aftur í dag þar sem hann baðst afsökunar á því að hafa sagt við Vísi á mánudag að hann hefði tilkynnt um sleppinguna til Matvælastofnunar. Jón Helgi segist hafa tilkynnt málið til Umhverfisstofnunar. Guðbjörg Stella Árnadóttir, sem starfar á sviði efna, eftirlits og veiðistjórnunar hjá Umhverfisstofnun, segist ekki hafa fengið tilkynningu rekstraraðila eldisins en engu að síður barst Umhverfisstofnun tilkynning frá utanaðkomandi aðila um að fiskur hefði farið í frárennsli við eldisstöð N-lax. Hún fór að eldisstöðinni og kannaði frárennslið þar sem hún ræddi við rekstraraðila, sem voru viðstaddir eftirlitið, sem sögðu henni frá umfangi málsins. Guðbjörg segist hafa gert ráð fyrir að rekstraraðilinn myndi tilkynna málið til Matvælastofnunar líkt og reglum ber. Matvælastofnun fékk svo síðar meir sömu tilkynningu og Umhverfisstofnun frá utanaðkomandi aðila.Bréf Jóns Helga til sjávarútvegsráðherra í mars.Harmar að fyrstu upplýsingar voru ekki réttarÍ fyrrnefndu bréfi Jóns Helga til ráðherra í mars var talað um aðgerðaleysi Matvælastofnunar vegna óhappa í sjókvíaeldi við Ísland undanfarin ár. Var fullyrt í bréfinu að Matvælastofnun réði ekki við það verkefni sem stofnunni er falið og að ótvírætt hefði komið í ljós að stofnunin hefði enga burði til að sinna þessu mikilvæga hlutverki. Var lýst vantrausti á stofnunina til að sinna því. Ritaði Jón Helgi Björnsson undir bréfið sem formaður Landssambands veiðifélaga. Hann segir Matvælastofnun hafa hækkað í áliti hjá sér eftir þetta atvik í eldinu á Húsavík sem hann rekur. „Ég harma það að fyrstu upplýsingar voru að það hefði ekki sloppið út neinn fiskur. Samkvæmt eftirlitsskýrslu þá virðist sem að það gætu þrír til fimm fiskar, í það minnsta, hafa sloppið. Auðvitað ber að tilkynna slíkt og menn fá hrós í hattinn að taka þetta alvarlega og við munum að sjálfsögðu ganga í þær úrbætur sem þarf að gera og við biðjumst margfaldlega afsökunar á því að hafa ekki tilkynnt þetta. En það er gott að kerfið sé að virka og menn séu farnir að taka á svona hlutum af alvöru og festu og við tökum það mjög alvarlega að svona atvik hafi orðið,“ segir Jón Helgi í samtali við Vísi. Tengdar fréttir Lét ekki vita af slysasleppingu regnbogasilungs við Húsavík Fyrir liggur að eldisfiskar bárust í fráveitu bæjarins. 7. september 2018 12:51 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Sjá meira
Jón Helgi Björnsson, sem stendur að fiskeldi á landi hjá N-lax í Húsavík, tjáði Vísi á mánudag að slysaslepping í stöðinni í ágúst hefði verið tilkynnt um leið til Matvælastofnunar. Í frétt á vef MAST í dag segir hins vegar að sleppingin hafi ekki verið tilkynnt. Jón Helgi er einnig formaður Landssambands veiðifélaga en í mars síðastliðnum sendi hann bréf fyrir hönd sambandsins til sjávarútvegsráðherra. Þar krafðist hann að eftirlit með fiskeldi yrði fært til Fiskistofu og lýsti vantrausti á Matvælastofnun. Fréttastofa fékk ábendingu í síðustu viku um að regnbogasilungur hefði sloppið úr eldisstöðinni fyrir norðan í ágúst. Haft var samband við Jón Helga sem staðfesti sleppinguna. „Það var á Húsavík, í lítilli stöð sem við eigum þar. 17 fiskar fóru í afrennslið í stöð þar fyrir neðan og var náð þar áður en þeir sluppu,“ sagði Jón Helgi. Laxveiðimenn gætu andað rólega. Enginn fiskur hefði sloppið. „Það slapp enginn fiskur í sjó. Það er alveg á hreinu. Það var strax brugðist við,“ sagði Jón Helgi. „Það kom strax aðili til að skoða þetta samdægurs, eða daginn eftir. Tók þetta út.“Taldi ekki mögulegt að lifandi fiskur sleppi Jón Helgi útskýrði hvað hefði átt sér stað. „Menn voru að tæma kar. Þá losnaði rist og þeir fóru í afrennslið. Voru svo teknir áður en þeir sluppu út, aðeins fyrir neðan stöðina. Í brunni sem þar er. Þetta voru 17 eða 23 fiskar sem fóru þá leiðina.“Jón Helgi Björnsson formaður Landssambands veiðifélaga og aðstandandi N-lax á Húsavík.Hann sagði ekki mögulegt að lifandi fiskur sleppi. Fiskurinn þurfi að fara í gegnum dælustöð „og alls konar vesen.“ Aðspurður hvort sleppingin hefði verið tilkynnt um leið til MAST sagði Jón Helgi: „Já.“ Í tilkynningunni frá MAST kemur fram að eldisfiskar hefðu borist í fráveitu bæjarins og að umfang slysasleppingarinnar væri óljóst en það ekki talið verulegt. MAST sagði enga hreinsun í fráveitukerfinu og því ekki hægt að útiloka að lifandi fiskur hefði borist til sjávar. Tekið var fram að eldisfiskurinn væri ófrjór og gæti ekki fjölgað sér í íslenskri náttúru. Matvælastofnun tók fram að viðbrögð N-lax hefðu ekki verið samkvæmt skráðu verklagi fyrirtækisins og jafnframt að Fiskistofu hefði ekki verið tilkynnt um sleppinguna. Umhverfisstofnun kannaði málið eftir ábendingu Vísir ræddi við Jón Helga Björnsson aftur í dag þar sem hann baðst afsökunar á því að hafa sagt við Vísi á mánudag að hann hefði tilkynnt um sleppinguna til Matvælastofnunar. Jón Helgi segist hafa tilkynnt málið til Umhverfisstofnunar. Guðbjörg Stella Árnadóttir, sem starfar á sviði efna, eftirlits og veiðistjórnunar hjá Umhverfisstofnun, segist ekki hafa fengið tilkynningu rekstraraðila eldisins en engu að síður barst Umhverfisstofnun tilkynning frá utanaðkomandi aðila um að fiskur hefði farið í frárennsli við eldisstöð N-lax. Hún fór að eldisstöðinni og kannaði frárennslið þar sem hún ræddi við rekstraraðila, sem voru viðstaddir eftirlitið, sem sögðu henni frá umfangi málsins. Guðbjörg segist hafa gert ráð fyrir að rekstraraðilinn myndi tilkynna málið til Matvælastofnunar líkt og reglum ber. Matvælastofnun fékk svo síðar meir sömu tilkynningu og Umhverfisstofnun frá utanaðkomandi aðila.Bréf Jóns Helga til sjávarútvegsráðherra í mars.Harmar að fyrstu upplýsingar voru ekki réttarÍ fyrrnefndu bréfi Jóns Helga til ráðherra í mars var talað um aðgerðaleysi Matvælastofnunar vegna óhappa í sjókvíaeldi við Ísland undanfarin ár. Var fullyrt í bréfinu að Matvælastofnun réði ekki við það verkefni sem stofnunni er falið og að ótvírætt hefði komið í ljós að stofnunin hefði enga burði til að sinna þessu mikilvæga hlutverki. Var lýst vantrausti á stofnunina til að sinna því. Ritaði Jón Helgi Björnsson undir bréfið sem formaður Landssambands veiðifélaga. Hann segir Matvælastofnun hafa hækkað í áliti hjá sér eftir þetta atvik í eldinu á Húsavík sem hann rekur. „Ég harma það að fyrstu upplýsingar voru að það hefði ekki sloppið út neinn fiskur. Samkvæmt eftirlitsskýrslu þá virðist sem að það gætu þrír til fimm fiskar, í það minnsta, hafa sloppið. Auðvitað ber að tilkynna slíkt og menn fá hrós í hattinn að taka þetta alvarlega og við munum að sjálfsögðu ganga í þær úrbætur sem þarf að gera og við biðjumst margfaldlega afsökunar á því að hafa ekki tilkynnt þetta. En það er gott að kerfið sé að virka og menn séu farnir að taka á svona hlutum af alvöru og festu og við tökum það mjög alvarlega að svona atvik hafi orðið,“ segir Jón Helgi í samtali við Vísi.
Tengdar fréttir Lét ekki vita af slysasleppingu regnbogasilungs við Húsavík Fyrir liggur að eldisfiskar bárust í fráveitu bæjarins. 7. september 2018 12:51 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Sjá meira
Lét ekki vita af slysasleppingu regnbogasilungs við Húsavík Fyrir liggur að eldisfiskar bárust í fráveitu bæjarins. 7. september 2018 12:51