Viðskipti innlent

Kaptio hlýtur Vaxtasprotann

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar veitti forsvarsmönnum Kaptio Vaxtasprotann í ár. Ásamt henni eru á myndinni Smári Rúnar Þorvaldsson og Arn­ar Lauf­dal Ólafsson.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar veitti forsvarsmönnum Kaptio Vaxtasprotann í ár. Ásamt henni eru á myndinni Smári Rúnar Þorvaldsson og Arn­ar Lauf­dal Ólafsson.
Tæknifyr­ir­tækið Kaptio hlýtur Vaxtasprotann í ár en verðlaunin voru veitt á Café Flóru í Grasagarðinum í morgun.

Arn­ar Lauf­dal Ólafsson forstjóri fyrirtækisins segir að um 20 fyrirtæki séu farin að nota tölvukerfi fyrirtækisins víða um heim.

Um er að ræða tölvukerfið  Kaptio Tra­vel sem aðstoðar ferðaskrif­stof­ur og ferðaskipu­leggj­end­ur að halda utan um til­boðsferli og bók­an­ir viðskipta­vina.

Kaptio var stofnað árið 2009 af Arn­ari Lauf­dal Ólafs­syni og Ragn­ari Fjöln­is­syni. Arnar segir að nú starfi um 50 manns hjá fyrirtækinu og þakkar þennan árangurinn  starfsfólki og fyrirtækjum sem nýta sér búnaðinn.

Verðlaunin eru samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Samtaka sprotafyrirtækja, Háskólans í Reykjavík og Rannsóknarmiðstöðvar Íslands. 

Þrjú önnur fyrirtæki hlutu viðurkenningar fyrir vöxt. Orf líftækni, Kerecis og Gangverk. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×