Þrýsta gríðarlega fast á að veitt verði fleiri hótelleyfi Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. september 2018 12:45 Stjórnendur Reykjavíkurborgar vonast til þess að aukin stýring í hóteluppbyggingu verði til þess að færa starfsemina utar í borgina. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir að nýja stefnan hafi sætt gagnrýni verktaka, sem vilji auka enn frekar gististarfsemi í miðborginni. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgöngurráðs Reykjavíkurborgar, segir að stefnunni sé ætlað að sporna við fólksfækkun sem orðið hefur í miðborginni á síðustu árum. „Það er aðallega vegna þess að miðborgin er eina hverfið í borginni þar sem íbúum hefur verið að fækka. Og það er fullt tilefni til þess að bregðast við því. Þannig að þess vegna er þessi aukna stýring komin á miðborgina.“ Sigurborg segir að slík stýring ýti undir þá þróun að hótelbyggingar færist utar í borgina, eins og hafi til að mynda gerast á Suðurlandsbraut. Hafi verktakar eða aðrir áhuga á að fara með gististarfsemi sína lengra út í úthverfin verði starfsemi að vera innan hinna svokölluðu kjarna og við aðalgötur, sem getið er um í aðalskipulagi borgarinnar. Það sé gert til að lágmarka truflun af starfseminni í úthverfum.Stefnunni er ætlað að sporna við fólksfækkun sem orðið hefur í miðborginni á síðustu árum.Vísir/VilhelmBorgin synjar fleiri leyfum en hún samþykkir Sigurborg óttast ekki að hin aukna stýring verði til þess að ferðamenn leiti í auknum mæli í deilihagkerfið eftir gistingu, í gegnum síður eins og Airbnb og Home Exchange en hótelrekendur hafa gagnrýnt hversu erfitt reynst að innheimta opinber gjöld af heimagistingu. „Það er nýbúið að setja ný lög um skammtímagistingu og ríkið er líka búið að tryggja fjármagn í að fylgja því eftir, þannig að við höfum ekki áhyggjur af þeim málaflokk eins og er.“ Morgunblaðið ræddi við verktaka sem lýstu furðu sinni á stefnu Reykjavíkurborgar og að þeirra sögn hefur stefnan orðið til þess að þeir hafi þurft að endurhugsa fyrirhuguð hótelverkefni. Sigurborg segist ekki hafa farið varhluta af óánægju verktaka með stefnu borgarinnar. „Það er mikill þrýstingur, og hefur verið síðustu ár, gríðarlegur þrýstingur. Og ég held að fólk almennt geri sér ekki grein fyrir að borgin synjar miklu fleiri leyfum en hún samþykkir.“ Ferðamennska á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir Hagnaður Íslandshótela eykst Aukinn hagnað má rekja til um 600 m.kr. veltuaukningar á milli ára 31. ágúst 2018 14:51 Heimagisting í gegnum Airbnb í Reykjavík velti rúmlega sex milljörðum króna Í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi kemur fram að bankinn telji að alls hafi velta heimagistingar í gegnum Airbnb í Reykjavík numið 6,1 milljarði króna í fyrra. 26. september 2017 10:02 Undirrituðu samning um hert eftirlit með heimagistingu Eftirlit verður þar með mun virkara og sýnilegra og verður eftirlitsmönnum fjölgað úr þrjá í ellefu. 27. júní 2018 14:33 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Stjórnendur Reykjavíkurborgar vonast til þess að aukin stýring í hóteluppbyggingu verði til þess að færa starfsemina utar í borgina. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir að nýja stefnan hafi sætt gagnrýni verktaka, sem vilji auka enn frekar gististarfsemi í miðborginni. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgöngurráðs Reykjavíkurborgar, segir að stefnunni sé ætlað að sporna við fólksfækkun sem orðið hefur í miðborginni á síðustu árum. „Það er aðallega vegna þess að miðborgin er eina hverfið í borginni þar sem íbúum hefur verið að fækka. Og það er fullt tilefni til þess að bregðast við því. Þannig að þess vegna er þessi aukna stýring komin á miðborgina.“ Sigurborg segir að slík stýring ýti undir þá þróun að hótelbyggingar færist utar í borgina, eins og hafi til að mynda gerast á Suðurlandsbraut. Hafi verktakar eða aðrir áhuga á að fara með gististarfsemi sína lengra út í úthverfin verði starfsemi að vera innan hinna svokölluðu kjarna og við aðalgötur, sem getið er um í aðalskipulagi borgarinnar. Það sé gert til að lágmarka truflun af starfseminni í úthverfum.Stefnunni er ætlað að sporna við fólksfækkun sem orðið hefur í miðborginni á síðustu árum.Vísir/VilhelmBorgin synjar fleiri leyfum en hún samþykkir Sigurborg óttast ekki að hin aukna stýring verði til þess að ferðamenn leiti í auknum mæli í deilihagkerfið eftir gistingu, í gegnum síður eins og Airbnb og Home Exchange en hótelrekendur hafa gagnrýnt hversu erfitt reynst að innheimta opinber gjöld af heimagistingu. „Það er nýbúið að setja ný lög um skammtímagistingu og ríkið er líka búið að tryggja fjármagn í að fylgja því eftir, þannig að við höfum ekki áhyggjur af þeim málaflokk eins og er.“ Morgunblaðið ræddi við verktaka sem lýstu furðu sinni á stefnu Reykjavíkurborgar og að þeirra sögn hefur stefnan orðið til þess að þeir hafi þurft að endurhugsa fyrirhuguð hótelverkefni. Sigurborg segist ekki hafa farið varhluta af óánægju verktaka með stefnu borgarinnar. „Það er mikill þrýstingur, og hefur verið síðustu ár, gríðarlegur þrýstingur. Og ég held að fólk almennt geri sér ekki grein fyrir að borgin synjar miklu fleiri leyfum en hún samþykkir.“
Ferðamennska á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir Hagnaður Íslandshótela eykst Aukinn hagnað má rekja til um 600 m.kr. veltuaukningar á milli ára 31. ágúst 2018 14:51 Heimagisting í gegnum Airbnb í Reykjavík velti rúmlega sex milljörðum króna Í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi kemur fram að bankinn telji að alls hafi velta heimagistingar í gegnum Airbnb í Reykjavík numið 6,1 milljarði króna í fyrra. 26. september 2017 10:02 Undirrituðu samning um hert eftirlit með heimagistingu Eftirlit verður þar með mun virkara og sýnilegra og verður eftirlitsmönnum fjölgað úr þrjá í ellefu. 27. júní 2018 14:33 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Hagnaður Íslandshótela eykst Aukinn hagnað má rekja til um 600 m.kr. veltuaukningar á milli ára 31. ágúst 2018 14:51
Heimagisting í gegnum Airbnb í Reykjavík velti rúmlega sex milljörðum króna Í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi kemur fram að bankinn telji að alls hafi velta heimagistingar í gegnum Airbnb í Reykjavík numið 6,1 milljarði króna í fyrra. 26. september 2017 10:02
Undirrituðu samning um hert eftirlit með heimagistingu Eftirlit verður þar með mun virkara og sýnilegra og verður eftirlitsmönnum fjölgað úr þrjá í ellefu. 27. júní 2018 14:33