Gríðarlegir hagsmunir við vigtun sjávarafla Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. september 2018 18:30 Fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa upp of stóran hluta af afla sem ís við vigtun. Þetta getur þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Sviðstjóri hjá Fiskistofu segir að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár. Með breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna árið 2017 var Fiskistofu veitt heimild til aukins eftirlits með vigtun sjávarafla. Fram kom að ef kæmi í ljós við eftirlit verulegt frávik á hlutfalli íss í afla skips miðað við meðaltal íshlutfalls í fyrri löndunum ætti Fiskistofa að fylgjast með allri vigtun viðkomandi í allt að sex vikur. Þorsteinn Hilmarsson sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að fyrir tveimur árum hafi mælst mikill munur á ísprósentu. „Þá sýndi það sig að það gat verið allt að þrjátíu prósenta minni ís þegar eftirlitsmaður var viðstaddur en þegar hann var það ekki,“ segir Þorsteinn. Hann segir að með breytingu á lögunum sem heimiluðu meira eftirlit hafi þetta breyst til batnaðar. „Frá því á síðasta ári hefur mestur munurinn verið um sex til átta prósent. Þá er dreifingin nálægt því að vera í núllinu þar sem sumir eru undir og sumir yfir. Við teljum okkur því sjá ágætis árangur,“ segir hann. Fiskistofa birtir vigtuni aflans á 2 mánaða fresti á vef sínum. Gögn stofnunarinnar á vigtun þorsks frá mars til apríl í ár sýna mismun á milli vigtanna hjá níu aðilum. Samtals getur verið um að ræða aflaverðmæti uppá ríflega tuttugu og fjórar milljónir króna fyrir þennan tíma samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þorsteinn segir að mismunurinn geti haft eðlilegar skýringar. „Ég tek það skýrt fram að það geta verið alveg eðlilegar skýringar á mismunandi ísprósentu og við könnum það alltaf. En freistingin kann að vera sú að telja hluta af aflanum sem ís og þá fær vinnslan ákveðinn afla sem ekki skráist sem slíkur. Ef svo er þá verður útgerðin af því, sjómenn og ríkisvaldið. Hann segir mikilvægt að fylgjast með því um gríðarlega fjármuni geti verið um að ræða. „Það eru miklir hagsmunir í húfi. Kar af fiski lítur ekki út fyrir að vera einhver rosalegur fjársjóður en þarna eru mikil verðmæti og þess vegna er það okkar hlutverk að fylgjast með að rétt sé að þessu staðið,“ segir Þorsteinn að lokum. Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa upp of stóran hluta af afla sem ís við vigtun. Þetta getur þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Sviðstjóri hjá Fiskistofu segir að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár. Með breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna árið 2017 var Fiskistofu veitt heimild til aukins eftirlits með vigtun sjávarafla. Fram kom að ef kæmi í ljós við eftirlit verulegt frávik á hlutfalli íss í afla skips miðað við meðaltal íshlutfalls í fyrri löndunum ætti Fiskistofa að fylgjast með allri vigtun viðkomandi í allt að sex vikur. Þorsteinn Hilmarsson sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að fyrir tveimur árum hafi mælst mikill munur á ísprósentu. „Þá sýndi það sig að það gat verið allt að þrjátíu prósenta minni ís þegar eftirlitsmaður var viðstaddur en þegar hann var það ekki,“ segir Þorsteinn. Hann segir að með breytingu á lögunum sem heimiluðu meira eftirlit hafi þetta breyst til batnaðar. „Frá því á síðasta ári hefur mestur munurinn verið um sex til átta prósent. Þá er dreifingin nálægt því að vera í núllinu þar sem sumir eru undir og sumir yfir. Við teljum okkur því sjá ágætis árangur,“ segir hann. Fiskistofa birtir vigtuni aflans á 2 mánaða fresti á vef sínum. Gögn stofnunarinnar á vigtun þorsks frá mars til apríl í ár sýna mismun á milli vigtanna hjá níu aðilum. Samtals getur verið um að ræða aflaverðmæti uppá ríflega tuttugu og fjórar milljónir króna fyrir þennan tíma samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þorsteinn segir að mismunurinn geti haft eðlilegar skýringar. „Ég tek það skýrt fram að það geta verið alveg eðlilegar skýringar á mismunandi ísprósentu og við könnum það alltaf. En freistingin kann að vera sú að telja hluta af aflanum sem ís og þá fær vinnslan ákveðinn afla sem ekki skráist sem slíkur. Ef svo er þá verður útgerðin af því, sjómenn og ríkisvaldið. Hann segir mikilvægt að fylgjast með því um gríðarlega fjármuni geti verið um að ræða. „Það eru miklir hagsmunir í húfi. Kar af fiski lítur ekki út fyrir að vera einhver rosalegur fjársjóður en þarna eru mikil verðmæti og þess vegna er það okkar hlutverk að fylgjast með að rétt sé að þessu staðið,“ segir Þorsteinn að lokum.
Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira