Borgarstjórn samþykkir tillögu um að tryggja framgang borgarlínu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. september 2018 19:23 Tillagan var samþykkt með 12 atkvæðum gegn 9. Tillaga borgarfulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um að fela umhverfis-og skipulagssviði að ráðast í fjögur verkefni til að tryggja framgang borgarlínu var samþykkt á fundi borgarstjórnar í dag. Tillagan var samþykkt með 12 atkvæðum gegn 9 en 2 borgarfulltrúar greiddu ekki atkvæði. Fyrsta verkefnið lýtur að því að klára þurfi breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 með samgöngu- og þróunarásum fyrir borgarlínu. Annað verkefnið tekur mið af því að hefja þurfi skipulagsvinnu rammaskipulags fyrir borgarlínu í sérrými með austur-vestur tengingu frá Lækjartorgi upp á Ártúnshöfða og norður-suður tengingu um Vatnsmýri. Þriðja verkefnið felst í því að samhliða þessari vinnu verði áætlun og eftir atvikum skipulagsvinna unnin fyrir fjölbreytta húsnæðisuppbyggingu með fram þróunarásum borgarlínu. Fjórða verkefnið lýtur að tillögum að reitum innan áhrifasvæðis borgarlínu þar sem unnið er sérstaklega með hagkvæmar og nútímalegar lausnir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur.Hér er hægt að lesa sér nánar til um tillöguna um borgarlínu ásamt greinargerð.Þurfi að hafa fólkið sjálft með í ráðum Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, sagðist ekki vera mótfallin sjálfri hugmyndinni um borgarlínu en hefur ýmsar athugasemdir um þróunar-og uppbyggingarvinnu hennar. Hún segir að vinna þurfi náið með fólkinu sem á hverjum degi reiðir sig á almenningssamgöngur. Það sjálft viti manna best hvað þurfi að breyta og bæta til að auka notkun.Kristín Soffía segir að breytingar á almenningssamgöngum taki ávallt mið af sjálfum notendum þeirra.Vísir/stefánKristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hafnaði þeirri hugmynd að verið væri að byggja upp kerfi fyrir aðra en sjálfa notendur. „Það er ekkert efra vald sem vill fá eitthvað kerfi sem gæti mögulega verði vont fyrir einhvern annan því þá fellur það um sjálft sig.“ Hún segir að eini tilgangur Strætó sé að efla almenningssamgöngur með því að hafa farþega ánægða og að fjölga notendum. „Það er engin ástæða til að, einhvern veginn, halda það að verið sé að byggja upp eitthvað kerfi sem sé ekki sniðið að þörfum notenda,“ segir Kristín Soffía. Sanna Magdalena ítrekaði þá skoðun sína ekki sé með fullnægjandi hætti leitast við að tala við notendur strætó. Hún vilji leggja sérstaka áherslu á það að fólkið sjálft sé með í ráðum þegar komi að uppbyggingu borgarlínu.Eyþór Laxdal Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerði grein fyrir afstöðu flokksins til borgarlínu.SjálfstæðisflokkurinnBorgarlína sé upphafið að óvissuferð Eyþór Laxdal Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram bókun og gerði grein fyrir afstöðu Sjálfstæðisflokksins til tillögunnar. „Ekki með neinu móti er hægt að samþykkja þessa tillögu, enda er hún upphaf að óvissuferð. Auk þess er tillagan í mótsögn við annað sem hefur verið samþykkt hingað til,“ sagði Eyþór. Hann bætti við að ekki liggi fyrir hver eigi að standa að uppbyggingu á rekstri borgarlínu þó áður hafi verið talað um samstarfsverkefni sveitarfélaganna. „Þá liggur ekki fyrir kostnaðarmat en ljóst er að tillagan kostar hundruð milljóna króna þó ekkert verði framkvæmt. Enn á að ráða millistjórnendur þrátt fyrir ábendingar um vaxandi bákn,“ sagði Eyþór. Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Tillaga borgarfulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um að fela umhverfis-og skipulagssviði að ráðast í fjögur verkefni til að tryggja framgang borgarlínu var samþykkt á fundi borgarstjórnar í dag. Tillagan var samþykkt með 12 atkvæðum gegn 9 en 2 borgarfulltrúar greiddu ekki atkvæði. Fyrsta verkefnið lýtur að því að klára þurfi breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 með samgöngu- og þróunarásum fyrir borgarlínu. Annað verkefnið tekur mið af því að hefja þurfi skipulagsvinnu rammaskipulags fyrir borgarlínu í sérrými með austur-vestur tengingu frá Lækjartorgi upp á Ártúnshöfða og norður-suður tengingu um Vatnsmýri. Þriðja verkefnið felst í því að samhliða þessari vinnu verði áætlun og eftir atvikum skipulagsvinna unnin fyrir fjölbreytta húsnæðisuppbyggingu með fram þróunarásum borgarlínu. Fjórða verkefnið lýtur að tillögum að reitum innan áhrifasvæðis borgarlínu þar sem unnið er sérstaklega með hagkvæmar og nútímalegar lausnir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur.Hér er hægt að lesa sér nánar til um tillöguna um borgarlínu ásamt greinargerð.Þurfi að hafa fólkið sjálft með í ráðum Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, sagðist ekki vera mótfallin sjálfri hugmyndinni um borgarlínu en hefur ýmsar athugasemdir um þróunar-og uppbyggingarvinnu hennar. Hún segir að vinna þurfi náið með fólkinu sem á hverjum degi reiðir sig á almenningssamgöngur. Það sjálft viti manna best hvað þurfi að breyta og bæta til að auka notkun.Kristín Soffía segir að breytingar á almenningssamgöngum taki ávallt mið af sjálfum notendum þeirra.Vísir/stefánKristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hafnaði þeirri hugmynd að verið væri að byggja upp kerfi fyrir aðra en sjálfa notendur. „Það er ekkert efra vald sem vill fá eitthvað kerfi sem gæti mögulega verði vont fyrir einhvern annan því þá fellur það um sjálft sig.“ Hún segir að eini tilgangur Strætó sé að efla almenningssamgöngur með því að hafa farþega ánægða og að fjölga notendum. „Það er engin ástæða til að, einhvern veginn, halda það að verið sé að byggja upp eitthvað kerfi sem sé ekki sniðið að þörfum notenda,“ segir Kristín Soffía. Sanna Magdalena ítrekaði þá skoðun sína ekki sé með fullnægjandi hætti leitast við að tala við notendur strætó. Hún vilji leggja sérstaka áherslu á það að fólkið sjálft sé með í ráðum þegar komi að uppbyggingu borgarlínu.Eyþór Laxdal Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerði grein fyrir afstöðu flokksins til borgarlínu.SjálfstæðisflokkurinnBorgarlína sé upphafið að óvissuferð Eyþór Laxdal Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram bókun og gerði grein fyrir afstöðu Sjálfstæðisflokksins til tillögunnar. „Ekki með neinu móti er hægt að samþykkja þessa tillögu, enda er hún upphaf að óvissuferð. Auk þess er tillagan í mótsögn við annað sem hefur verið samþykkt hingað til,“ sagði Eyþór. Hann bætti við að ekki liggi fyrir hver eigi að standa að uppbyggingu á rekstri borgarlínu þó áður hafi verið talað um samstarfsverkefni sveitarfélaganna. „Þá liggur ekki fyrir kostnaðarmat en ljóst er að tillagan kostar hundruð milljóna króna þó ekkert verði framkvæmt. Enn á að ráða millistjórnendur þrátt fyrir ábendingar um vaxandi bákn,“ sagði Eyþór.
Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira