Keppa á heimsmeistaramóti eftir að hafa æft saman í tvo mánuði Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 14. september 2018 22:40 Hanna Rún og Sigurður Már á æfingu. Aðsend Hanna Rún Bazev Óladóttir og Sigurður Már Atlason halda út til Póllands eftir viku til þess að keppa á heimsmeistaramótinu í 10 samkvæmisdönsum. Þau eru ekki vön að dansa saman en fyrirkomulagið kemur til vegna tíðra ferðalaga Nikita, eiginmanns Hönnu Rúnar. Þau ákváðu að slá til og skrá sig til keppni á heimsmeistaramótinu þrátt fyrir að hafa aðeins æft saman í tvo mánuði. „Nikita maðurinn minn er að ferðast svo rosalega mikið og þá getum við lítið æft á meðan þannig ég hafði samband við Sigga. Við erum búin að þekkjast svo lengi og það er eini strákurinn sem ég gæti hugsað mér að dansa við annan en manninn minn. Annars væri ég bara ein að æfa mig. Þannig ég bara hafði samband við Sigga og spurði hvort að hann vildi ekki æfa með mér og hann var alveg til í það,“ segir Hanna Rún.Mikil viðbrigði Sigurður Már dansar aftur á móti bæði latin og ballroom dansa en Hanna Rún hefur ekki dansað ballroom dansa í 10 ár og það eru því mikil viðbrigði fyrir hana. Latin dansar eru cha cha cha, jive, samba, rúmba og paso doble. Ballroom dansar eru vals, foxtrott, quickstep, vínarvals og tangó. „Ég dansaði 10 dansa fyrir tíu árum en hætti því 2008 en er bara búin að dansa latin dansa síðan. En af því að Siggi dansar bæði þá stakk maðurinn minn uppá því að við myndum prófa að dansa bæði. Svo fær maður oft einhverja klikkaðar hugmyndir og ég hugsaði hvenær ætli heimsmeistaramótið í tíu dönsum sé og þá var bara einn og hálfur mánuður í það. Og ég hugsaði bara af hverju ekki? Þannig að við bara skráðum okkur á mótið og erum bara búin að vera að æfa á fullu,“ segir Hanna Rún. Hanna segir það mikil viðbrigði fyrir sig að fara úr því að dansa bara latin dansa yfir í að dansa bæði og hún hafi fengið mikla hjálp frá fagaðilum, sjúkraþjálfurum og læknum til þess að vera í standi. Hanna Rún segir að hún og Siggi séu vel stemmd og ætli að hafa gaman af þessu ævintýri. „Ég er náttúrulega með keppnisskap og við erum búin að æfa alveg ógeðslega mikið. En við náttúrulega förum út og gerum okkar besta og höfum bara gaman. Svo verður maður bara að sjá hvernig gengur. Við erum mjög vel stemmd og ég er bara á fullu að skreyta nýju keppniskjólanna og mamma og systur mínar hjálpa mér,“ segir Hanna Rún. Tengdar fréttir Bergþór brá sér í gervi málara í quickstep Bergþór Pálsson brá sér í gervi málara síðasta sunnudag í Allir geta dansað. Þar dönsuðu Bergþór og Hanna Rún Quickstep við lagið Putting on the Ritz með The Pasadena Roof Orchestra. 3. maí 2018 12:30 Lóa Pind og Sigurður Már úr leik í Allir geta dansað Lóa og Sigurður dönsuðu Cha cha í kvöld. 22. apríl 2018 22:23 Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fleiri fréttir Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Sjá meira
Hanna Rún Bazev Óladóttir og Sigurður Már Atlason halda út til Póllands eftir viku til þess að keppa á heimsmeistaramótinu í 10 samkvæmisdönsum. Þau eru ekki vön að dansa saman en fyrirkomulagið kemur til vegna tíðra ferðalaga Nikita, eiginmanns Hönnu Rúnar. Þau ákváðu að slá til og skrá sig til keppni á heimsmeistaramótinu þrátt fyrir að hafa aðeins æft saman í tvo mánuði. „Nikita maðurinn minn er að ferðast svo rosalega mikið og þá getum við lítið æft á meðan þannig ég hafði samband við Sigga. Við erum búin að þekkjast svo lengi og það er eini strákurinn sem ég gæti hugsað mér að dansa við annan en manninn minn. Annars væri ég bara ein að æfa mig. Þannig ég bara hafði samband við Sigga og spurði hvort að hann vildi ekki æfa með mér og hann var alveg til í það,“ segir Hanna Rún.Mikil viðbrigði Sigurður Már dansar aftur á móti bæði latin og ballroom dansa en Hanna Rún hefur ekki dansað ballroom dansa í 10 ár og það eru því mikil viðbrigði fyrir hana. Latin dansar eru cha cha cha, jive, samba, rúmba og paso doble. Ballroom dansar eru vals, foxtrott, quickstep, vínarvals og tangó. „Ég dansaði 10 dansa fyrir tíu árum en hætti því 2008 en er bara búin að dansa latin dansa síðan. En af því að Siggi dansar bæði þá stakk maðurinn minn uppá því að við myndum prófa að dansa bæði. Svo fær maður oft einhverja klikkaðar hugmyndir og ég hugsaði hvenær ætli heimsmeistaramótið í tíu dönsum sé og þá var bara einn og hálfur mánuður í það. Og ég hugsaði bara af hverju ekki? Þannig að við bara skráðum okkur á mótið og erum bara búin að vera að æfa á fullu,“ segir Hanna Rún. Hanna segir það mikil viðbrigði fyrir sig að fara úr því að dansa bara latin dansa yfir í að dansa bæði og hún hafi fengið mikla hjálp frá fagaðilum, sjúkraþjálfurum og læknum til þess að vera í standi. Hanna Rún segir að hún og Siggi séu vel stemmd og ætli að hafa gaman af þessu ævintýri. „Ég er náttúrulega með keppnisskap og við erum búin að æfa alveg ógeðslega mikið. En við náttúrulega förum út og gerum okkar besta og höfum bara gaman. Svo verður maður bara að sjá hvernig gengur. Við erum mjög vel stemmd og ég er bara á fullu að skreyta nýju keppniskjólanna og mamma og systur mínar hjálpa mér,“ segir Hanna Rún.
Tengdar fréttir Bergþór brá sér í gervi málara í quickstep Bergþór Pálsson brá sér í gervi málara síðasta sunnudag í Allir geta dansað. Þar dönsuðu Bergþór og Hanna Rún Quickstep við lagið Putting on the Ritz með The Pasadena Roof Orchestra. 3. maí 2018 12:30 Lóa Pind og Sigurður Már úr leik í Allir geta dansað Lóa og Sigurður dönsuðu Cha cha í kvöld. 22. apríl 2018 22:23 Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fleiri fréttir Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Sjá meira
Bergþór brá sér í gervi málara í quickstep Bergþór Pálsson brá sér í gervi málara síðasta sunnudag í Allir geta dansað. Þar dönsuðu Bergþór og Hanna Rún Quickstep við lagið Putting on the Ritz með The Pasadena Roof Orchestra. 3. maí 2018 12:30
Lóa Pind og Sigurður Már úr leik í Allir geta dansað Lóa og Sigurður dönsuðu Cha cha í kvöld. 22. apríl 2018 22:23