Erlent

Spá allt að sjö metra sjávarflóði á Filippseyjum vegna Mangkhut

Kjartan Kjartansson skrifar
Íbúar á norðanverðri Luzon-eyju, aðaleyju Filippseyja, búa sig nú undir komu fellibylsins Mangkhut.
Íbúar á norðanverðri Luzon-eyju, aðaleyju Filippseyja, búa sig nú undir komu fellibylsins Mangkhut. Vísir/EPA
Fellibylurinn Mangkhut sem stefnir á norðuroddar Filippseyja og sunnavert meginland Asíu hefur færst í aukana á leið sinni að landi. Um fimm milljónir manna búa á svæðum sem bylurinn fer beint yfir. Þar er spáð allt að sjö metra háu sjávarflóði og vindhraða upp á 70 metra á sekúndu.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að gert sé ráð fyrir að Mangkhut, sem er þekktur sem Ompong á Filippseyjum, gangi á land á Luzon-eyju fyrir morgundaginn. Flugferðum hefur verið aflýst, skólum lokað og herinn settur í viðbragðsstöðu.

Mangkhut er nú um 900 kílómetrar að þvermáli og hefur þegar valdið usla í Gvam og á Norður- Maríönnueyjum. Varað er við því að úrhellisrigning sem fylgi fellibylnum geti sett af stað aurskriður og skyndiflóð.

Yfirvöld í Kína hafa einnig gefið út viðvaranir vegna komu fellibylsins. Búist er við því að hann skelli þar á síðla dags á sunnudag eða snemma morguns á mánudag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×